Making Gender Equality and Student Well-Being a Priority
—English below—
LÍS tóku þátt í ráðstefnu að nafni Making Student Well-Being and Gender Equality a Priority (í. Forgangsröðun af vellíðan stúdenta og kynjajafnrétti). Ráðstefnan átti sér stað í Kaupmannahöfn 15.-17. október. Umsjón ráðstefnunnar var á vegum Danske Studerendes Fællesråd (í. Samtök danskra stúdenta) og Meginfélag føroyskra studenta (í. Samtök færeyskra stúdenta). Fyrirlesarar fluttu mismunandi atriði um málefni þvert á sviðum kynjajafnrétti og vellíðanar stúdenta. Eitt slíkt erindi var flutt af tveimur konum í forystu Ladies First, feminísk samtök í Danmörku. Fyrirlesararnir Louise Marie Genefke og Nikoline Nybo hvöttu þátttakendur að hugsa til kynjamunsins og einnig til eigin bjaga (e. biases) þar sem það varðar kynvitund. Annað erindi snérist um kostnaðarlausa ráðgjöf fyrir stúdenta á vegum Studenterrådgivningen (í. Stúdentaráðgjöf) og var flutt af Mariu Storgaard. Síðasta erindi var flutt af Sascha Faxe, verkefnisstjóri af Ventilen. Ventilen eru samtök sem spornar við einmannaleika ungmenna víða um Danmörku. Kynnt var fyrir þátttakendum hvað veldur einmannaleika og hvernig hægt er að koma í veg fyrir hann. Lært var mikið af þessum erindum. Vinnustofur unnaðar í kjölfar hvers erindis voru einnig okkur til hags.
Við skilum þökkum til allra þátttakenda í þessari ráðstefnu. Við hlökkum til að innleiða það sem við lærðum inn í starfsemi okkar samtaka.
—
LÍS participated in a conference called „Making Student Well-Being and Gender Equality a Priority“. The conference was held in Copenhagen from October 15th-17th. The conference was overseen by Danske Studerendes Fællesråd (English: Association of Danish Students) and Meginfélag føroyskra studenta (English: Association of Faroese Students). Presenters gave presentations about things relating to gender equality and student well-being. One such presentation was done by the two leaders of Ladies First, a feminist organization in Denmark. Lectureres Louise Marie Genefke and Nikoline Nybo encouraged participants to ponder the gender gap and also their own biases regarding gender. Another presentation was centered on free counsel that students are given by Studenterrådgivningen (English: The Student Counselling Service) and was carried out by Maria Storgaard. The last presentation was done by Sascha Faxe, project manager of Ventilen, a program meant to prevent loneliness amongst young adults in Denmark. Participants were told what contributes to loneliness and how to lessen it. A lot was learned from these presentations. Workshops were done after said presentations, which was to our benefit.
We thank everyone that took part in this conference. We look forward to incorporating all of what we learned into LÍS.
NOM80
—English below—
Fyrsta þing starfsársins var NOM sem haldið var á Zoom 14. október síðastliðinn. NOM stendur fyrir Nordiskt Ordförande Møte og er samnorrænt- og baltneskt þing sem haldið er tvisvar á hverju skólaári. NOM er vettvangur þar sem að stúdentafélögum gefst tækifæri til þess að deila reynslu, hugmyndum, þekkingu og er félögum því gefið tækifæri til þess að læra af hvor öðrum. Einn gestanna sem hélt kynningu á sínu starfi var frá samtökunum SAIH (Norwegian Students‘ and Academics‘ International Assistance Fund). Eitt meginverkefni þeirra samtaka er að veita nemendum stuðning sem hafa verið ofsóttir af ýmsum ástæðum en aðallega vegna þátttöku í pólitísku starfi. Þá er nemendunum sem koma til Noregs á vegum SAIH boðið að ljúka háskólanámi þar.
Næsta NOM verður skipulagt af LÍS og er vonast til þess að hægt verði að halda það í raunheimum í apríl 2022. Það væri þá fyrsta NOM sem haldið yrði í persónu síðan að COVID-19 hófst. Stefnt er á að þema þess verði minnihlutahópar innan háskóla.
Arnheiður Björnsdóttir
—
The first assembly of the year was NOM, which was held on Zoom on October 14th. NOM stands for “Nordic Organisational Meeting” and is a joint Nordic and Baltic congress held twice each school year. NOM is a forum where student associations are given the opportunity to share experience, ideas, knowledge. Members are therefore given the opportunity to learn from each other. One of the guests who presented his work was from the organization SAIH (Norwegian Students 'and Academics' International Assistance Fund, in Norwegian: Studentenes og Akademikernes Internasjonale Hjelpefond). One of the main tasks of these organizations is to provide students support who have been persecuted for various reasons, but mainly due to participation in political work. Students who come to Norway under SAIH are invited to complete their university studies there.
The next NOM will be organized by LÍS and it is hoped that it will be possible to hold it in-person in April 2022. It would be the first NOM to be held in-person since COVID-19 began. The aim is for its theme to be minority groups within universities.
Laus sæti í tveimur nefndum / Available seats in two committees
—English below—
Þar eru laus sæti í tveimur nefndum sem starfa á vegum LÍS. Þessar nefndir eru markaðsnefnd og nýsköpunar- og rannsóknanefnd.
Um markaðsnefnd:
Markaðsnefndin miðar að því að efla sýnileika samtakanna innan íslensks samfélags og sérstaklega háskólasamfélagsins. Nefndin heldur utan um vefsíðu samtakanna, samfélagsmiðla, í samvinnu við önnur embætti og nefndir varðandi innihald og er nefndinni alltaf velkomið að koma með fleiri hugmyndir að markaðsefni. Nefndin skipuleggur og framkvæmir tvær markaðsherferðir á hverju ári til þess að vekja athygli á réttindabaráttu stúdenta og er einnig ábyrg fyrir skipulagningu viðburða samtakanna ásamt fjármálanefnd. Reynsla og/eða þekking á grafískri hönnun, ritun og/eða samfélagsmiðlum er kostur. Laus sæti í nefndinni eru þrjú.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Nhung Hong Thi Nho, markaðstjóra LÍS. Netfang: nhung@studentar.is
Um nýsköpunar- og rannsóknanefnd:
Nefndin sækist eftir að stuðla að nýsköpunar- og rannsóknastarfi stúdenta með ýmsum hætti. Þróa skal nýsköpunar- og rannsóknastefnu sem verður borin til samþykktar á Landsþingi 2022. Þessi nefnd skal einnig vera tímabundinn tengiliður stúdenta að utanaðkomandi hagsmunaaðilum á þessu sviði, þ.a.m. Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands), með þeim tilgangi að fræðast um þessi málefni og svo færa þessa þekkingu til stúdentahópsins. Forseti samtakanna skal einnig vera forseti þessarar nefndar. Laus sæti í nefndinni verða þrjú. Nefndin er til eins skolaárs.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Derek Terell Allen, forseta LÍS. Netfang: derek@studentar.is
—
There are available seats in two LÍS committees: the Marketing Committee and the Innovation and Research Committee.
About the Marketing Committee:
The Marketing Committee aims to promote the union within the Icelandic community and especially the university community. The committee manages the union’s website, social media and podcast, in collaboration with other officers and committees with regard to content. The committee plans and executes two marketing campaigns each year, that highlight specific issues concerning students’ rights and is also responsible for planning the union’s events along with the Finance Committee. Experience and/or knowledge of graphic design, writing and/or social media is an advantage. There are three available seats in the committee.
If you wish for further information you can contact Nhung Hong Thi Ngo, the Marketing Officer of LÍS. Email: nhung@studentar.is
About the Innovation and Research Committee:
The committee seeks to support students’ work in innovation and research in a variety of ways. An innovation and research policy will be developed and proposed in the LÍS General Assembly (Landsþing) in Spring 2022. This committee shall also be a temporary bridge between students and outside parties in this realm (ex: Rannís) so as to obtain knowledge on these issues and impart said knowledge unto students. LÍS’ President will also be the president of this committee. There are three spots in this committee. The committee will stand for about one year.
If you want to know more, you can contact Derek Terell Allen, LÍS President. Email address: derek@studentar.is
Mánaðarlegur pistill forsetans - 30. september 2021
Ágætu lesendur,
Þvílíkur mánuður var september 2021. Þessi fjórði mánuður kjörtímabilsins var mikið fjör sökum þess að allt var að keyra sig í gang. Þessu bjóst ég við, enda er september alltaf stórt völundarhús af mánuði fyrir mörg (sérstaklega fyrir stúdenta), en mikið hefur gerst hinu síðastliðnu 29 daga sem er samtökunum til bóta.
Þó að september tákni oft nýjar byrjanir náðum við að halda yndislegu samstarfi áfram með góðum förunaut Bandalagi háskólamanna, eða BHM. Þetta var staðfest þann 10. þessa mánaðar og var til mikils fögnuðar. Þetta samstarf er okkur mikils virði, en við fáum m.a. fjármagn og skrifstofuaðstöðu frá bandalaginu. Lesa má nánar um skilmála samstarfssamnings hér.
Annað sem gerði september viðburðarríka tímaskeið fyrir samtökin var Haustþing. Haustþing er haldið árlega að hausti, eins og nafnið bendir til. Hér eru LÍS kynnt fulltrúaráði og nefndarmeðlimum og helstu málefnin eru rætt. Í ár höfum við ákveðið að einblína okkur á nýsköpunar- og rannsóknastarf stúdenta og þar af leiðandi snérist umræðan um þessi viðfangsefni. Við fengum frábærar kynningar frá mismunandi hagsmunaaðilum. Annar þeirra er Friðrik Hreinn Sigurðsson fyrir hönd Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands og hinn var Kolbrún Bjargmundsdóttir frá Rannís.
Það sem hefur vakið mest athygli þessum mánuði eru hinsvegar Alþingiskosningar. Þær hafa ekki farið framhjá neinum og umræða um þær hefur ekki heldur róað sig niður í ljósi endurtalningar og breyttra úrslita. Fyrr í þessum mánuði héltu samtökin pallborðsumræðu þar sem frambjóðendur frá ýmsum flokkum mættu til að ræða málefni okkar stúdenta. Þessi pallborðsumræða gekk prýðilega vel og af henni lærðum við mikið. Við óskum þeim sem kjör hlutu til hamingju og við hlökkum innilega til samstarfsins.
Þessi mánuður var eins og enginn annar hingað til. Eins krefjandi og hann var lagði hann niður grundvöllinn fyrir magnað haust sem boðar gott.
Kærar kveðjur,
Derek Terell Allen, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
Opið fyrir umsóknir í nýsköpunar- og rannsóknanefnd LÍS / Open for applications to LÍS' Innovation and Research committee
—English below—
Nýsköpunar- og rannsóknanefnd LÍS leitar að áhugasömum stúdentum sem vilja láta í sig heyra. Nefndin sækist eftir að stuðla að nýsköpunar- og rannsóknastarfi stúdenta með ýmsum hætti. Þróa skal nýsköpunar- og rannsóknastefnu sem verður borin til samþykktar á Landsþingi 2022. Þessi nefnd skal einnig vera tímabundinn tengiliður stúdenta að utanaðkomandi hagsmunaaðilum á þessu sviði, þ.a.m. Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands), með þeim tilgangi að fræðast um þessi málefni og svo færa þessa þekkingu til stúdentahópsins. Forseti samtakanna skal einnig vera forseti þessarar nefndar. Laus sæti í nefndinni verða þrjú. Nefndin er til eins árs.
Umsóknarfresturinn er 30. september. Í umsókninn skal koma fram nafn, menntun, reynsla af félagsstörfum og/eða önnur reynsla sem gæti nýst og stutt lýsing á ástæðu umsóknar. Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Derek Terell Allen, forseta LÍS. Netfang: derek@studentar.is
Við hvetjum alla einstaklinga til að sækja um óháð kyni, uppruna, o.s.frv.
—
LÍS’ Innovation and Research Committee is looking for interested students that want their voices to be heard. The committee seeks to support students’ work in innovation and research in a variety of ways. An innovation and research policy will be developed and proposed in the LÍS General Assembly (Landsþing) in Spring 2022. This committee shall also be a temporary bridge between students and outside parties in this realm (ex: Rannís) so as to obtain knowledge on these issues and impart said knowledge unto students. LÍS’ President will also be the president of this committee. There are three spots in this committee. The committee will stand for about one year.
The deadline is September 30th. Your application must include the following information: name, educational background, experience in volunteer work and/or other useful experience, and a short explanation as to why you are applying. If you want to know more, you can contact Derek Terell Allen, LÍS President. Email address: derek@studentar.is
We encourage people of all backgrounds to apply.