Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Umsögn LÍS vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 (launatekjur o.fl.)

Landssamtökum íslenskra stúdenta hefur borist til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna er varðar launatekjur námsmanna og fyrningarfrest. LÍS telur umbætur á Menntasjóði námsmanna vera nauðsynlegar en leggur höfuðáherslu á að allar breytingar á lögum um menntasjóðinn séu til þess fallnar að uppfylla hlutverk sjóðsins sem félagslegur jöfnunarsjóður.

Fyrsta grein frumvarpsins mælir fyrir því að við áætlun framfærslulána verði ekki tekið tillit til launatekna námsmanns eða fjölskyldu hans. Með öðrum orðum mælir greinin fyrir afnámi skerðingar vegna launatekna hjá Menntasjóði námsmanna. LÍS telur mikilvægt að samspil frítekjumarksins og grunnframfærslunnar sé vandlega skoðað og fundin sé leið til að koma í veg fyrir að frítekjumarkið hamli því að stúdentar nái eðlilegri framfærslu.

Framfærslulán á vegum Menntasjóði námsmanna hefur verið ófullnægjandi í of langan tíma og leiðir hún til mikillar atvinnuþátttöku stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur á námslánakerfið og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar. 

Það er með öllu ótækt að vera með kerfi sem ýtir undir atvinnuþátttöku og samtímis refsar fyrir hana.

Fyrirkomulagið skapar vítahring framfærslulána og frítekjumarks sem mikilvægt er að rjúfa. Í þessu samhengi má benda á að námslán eru (að jafnaði) veitt fyrir 9 mánuðum ársins en stúdentar þurfa að afla tekna til að standa undir hinum mánuðunum. Samkvæmt úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2022-2023 er frítekjumark námsmanns 1.483.000 í árstekjur og því algengt að námsmenn fullnýti frítekjumarkið með sumarvinnu.

Það er því nauðsynlegt að breytingar verði á frítekjumarki Menntasjóðs námsmanna en LÍS telur þó mikilvægt að stigið verði varlega til jarðar þegar kemur að því að afnema með öllu skerðingar vegna atvinnutekna en slík aðgerð gæti dregið úr hlutverki Menntasjóðsins sem félagslegur jöfnunarsjóður. Því verður að ráðast í ítarlega greiningu á hækkun, afnámi, þrepaskiptingu sem og öðrum breytingum sem hægt er að gera á frítekjumarkinu. Þá má skoða útfærslu líkt og að tekjur utan anna verði undanskildar frítekjumarki.

Hér má sjá umsögnina í heild sinni.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Auglýst eftir umsóknum í ráðgjafanefnd til að auka nýliðun kennara // Open for applications for a post in an advisory committee to increase the recruitment of teachers.

Landssamtök Íslenskra stúdenta (LÍS) leitar að aðal- og varafulltrúa í stöðu fulltrúa stúdenta í ráðgjafarnefnd á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytis vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara. Skipunartími fulltrúa er til 3. júní 2024.

Hlutverk ráðgjafarnefndarinnar er m.a. að:

– fylgja eftir innleiðingu aðgerða, hafa yfirsýn og veita ráðgjöf eftir þörfum,

– fylgja eftir samkomulagi um launað starfsnám kennaranema á lokaári,

– fylgja eftir verklagsreglum um nýliðunarsjóð,

– bera ábyrgð á árlegu endurmati aðgerða með tilliti til árangurs og úrbóta,

– önnur úrlausnaatriði er varða aðgerðir um nýliðun kennara

Almennar upplýsingar:

Frestur til að sækja um stöðuna er til og með 24.október 2022.

Athuga skal að staðan er ólaunuð en er hinsvegar ómetanleg starfsreynsla.

Umsóknir sendist á lis@studentar.is

Hæfniskröfur:

Kostur er að umsækjandi hafi reynslu af kennaranámi, hagsmunabaráttu stúdenta eða sambærilegu starfi

Góð færni í mannlegum samskiptum og vinnur vel í hóp.

Sveigjanleiki til að tryggja mætingu á fundi.

ENGLISH:

The National Association of Icelandic Students (LÍS) is seeking a candidate for the position of student representative in an advisory committee of the Ministry of Education and Children’s Affairs for the implementation and follow-up of measures to increase teacher recruitment. The term of office for the representative is set for June 3, 2024.

The role of the Advisory Committee includes:

- follow up on the implementation of activities, have an overview, and provide advice as needed,

– follow up an agreement on paid internships for final year teacher students;

– follow up recruitment fund procedures;

– be responsible for the annual review of actions about results and improvements;

– other issues of redress concerning actions on recruitment of teachers

General information:

The deadline for applying for the post is 24 October 2022.

Note that the position is unpaid, however, it is an invaluable work experience.

Applications are sent to lis@studentar.is.

Qualifications:

Ideally, the candidate may have experience in teacher training, student interest campaigns or similar work.

Skilled human interaction and skills working well in a team.

Flexibility to ensure attendance at meetings.


Read More
Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Haustþing LÍS 2022 og þema Landsþings afhjúpað!

Haustþing LÍS 2022 var haldið 8. september í Borgartúninu. Sérstakt þema var fjölskyldumál.

Haust er þegar laufin fara að falla, pumpkin spice latte fæst á kaffitár, gular viðvaranir snúa aftur og Haustþing LÍS er haldið.

Meðlimir LÍS í framkvæmdastjórn, fulltrúaráði og nefndum samtakanna hittust saman laugardaginn 8. október í höfuðstöðum LÍS í Borgartúni.

Helga Lind Mar með kynningu um stofnun LÍS og mikilvægi starfsins.

Sérstakur gestur og fyrrum LÍS-ari Helga Lind Mar setti þingið með hvetjandi hugvekju og umræðu um stofnun LÍS og mikilvægi starfsins okkar. Þar á eftir tóku meðlimir framkvæmdarstjórnar við og kynntu sínar verkáætlanir fyrir komandi starfsár.

Á síðasta fulltrúaráðsfundi var þema Landsþings LÍS ákveðið og verður þema ársins fjölskyldumál stúdenta. Í tengslum við það fengum við kynningar frá þremur mæðrum í háskólanámi, þeim Birgittu Ásbjörnsdóttur, hagsmunafulltrúa NFHB Jónu Guðbjörgu Ágústsdóttur, forseta fjölskyldunefndar SHÍ og Nönnu Hermannsdóttur, meðstjórnanda SÍNE. Þær ræddu sína reynslu af því að vera foreldri, reynslu sína af lánasjóðskerfinu og háskólanámi almennt. Við þökkum þeim sérstaklega fyrir komuna og fyrir mjög fræðandi kynningar um mikilvægan málaflokk.

Jóna Guðbjörg, forseti Fjölskyldunefndar SHÍ með kynningu.

Við enduðum þingið í tveimur vinnustofum þar sem rætt var í þaula um hvaða málaflokkar innan stúdentabaráttunnar eiga að heyra undir fjölskyldustefnu og hvernig geta LÍS og stúdentahreyfingar beitt sér fyrir hagsmunabaráttu foreldra í námi?

Eftir þing var trítlað á happy hour og enduðum daginn í hlátrasköllum og skemmtilegheitum.

——— English —--—

Autumn is when the leaves start to fall, pumpkin spice lattes are available in Kaffitár, yellow warnings return and LÍS's Autumn assembly is held.

The members of LÍS's executive board, representative council and the association's committees met on Saturday, October 8, at LÍS's headquarters in Borgartún.

Special guest and former LÍS member Helga Lind Mar opened the session with an inspiring, thought-provoking discussion about the establishment of LÍS and the importance of our work. After that, the members of the executive board took over and presented their project plans for the coming working year.

At the last representative council meeting, the theme of LÍS's National Assembly was decided, and this year's theme will be student family issues. In connection with that, we received presentations from three mothers in university, Birgitta Ásbjörnsdóttir, NFHB representative, Jóna Guðbjörga Ágústsdóttir, president of SHÍ's family committee and Nanna Hermannsdóttir, co-member of SÍNE.

They discussed their experience of being a parent, their experience with the loan fund system and university education in general. We especially thank them for coming and for very informative presentations on an important issue.

We ended the session in two workshops where we discussed , which issues within the student struggle should come under family policy and how can LÍS and student movements act for the interest of parents in education?

After the meeting, we went to happy hour and ended the day with laughter and fun.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Nýr framkvæmdastjóri á skrifstofu Landssamtaka íslenskra stúdenta

Emilía Björt Írisardóttir Bachmann hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri á skrifstofu Landssamtaka íslenskra stúdenta.

Emilía Björt er 24 ára laganemi við Háskóla Íslands. Áður hefur hún lokið BA gráðu í stjórnmálafræði við sama skóla. Þá lauk hún stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 2017.


Meðfram námi hefur hún starfað við ýmis störf m.a. Hjá Hagstofu Íslands og Skattinum. Hjá Skattinum starfaði hún einna helst við að aðstoða skuldara við innheimtu og gerð greiðsluáætlana. Þá hefur hún fjölbreytta reynslu úr félagsstörfum m.a. sem gjaldkeri Politicu, nemendafélags stjórnmálafræðinema. Hún sat einnig í Lagabreytinganefnd SHÍ við endurskoðun laga Stúdentasjóðs.


Emilía Björt hefur mikinn áhuga á og metnað fyrir hagsmunabaráttu stúdenta. Bæði menntun hennar og fyrri störf munu nýtast vel starfi hennar sem framkvæmdastjóri. Hún býr sömuleiðis yfir jákvæðu viðmóti og ríkri þjónustulund. Fulltrúaráð LÍS ákvað því að ráða hana sem framkvæmdastjóra samtakanna og hlökkum við til samstarfsins framundan.


Read More
Auglýsingar Landssamtök íslenskra stúdenta Auglýsingar Landssamtök íslenskra stúdenta

Framlengdur umsóknarfrestur í nefndir LÍS!

Hefur þú áhuga á félagsstörfum? Brennur þú kannski fyrir hagsmunabaráttu stúdenta? Langar þig til að hafa áhrif? Viltu starfa með stúdentum frá öllum háskólum landsins? 

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í nefndir samtakanna en þær eru gæðanefnd, lagabreytinganefnd, fjármálanefnd, alþjóðanefnd, markaðsnefnd, jafnréttisnefnd og nýsköpunarnefnd. 

HVAÐ ERU LÍS?

Landssamtök íslenskra stúdenta, eða LÍS, voru stofnuð 3. nóvember 2013 og eru samtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. LÍS eru regnhlífarsamtök og standa að þeim átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis. LÍS er því í forsvari fyrir rúmlega 20 þúsund íslenskra stúdenta.

Lesa má meira um samtökin hér

 

HVERNIG SÆKI ÉG UM? 

Einfalt! Þú fyllir í umsóknarformið okkar með því að smella hér

Opið er fyrir umsóknir frá 2. september til og með 1. október.

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um þær lausu stöður sem í boði eru.

 

Nánar um hverja nefnd:

GÆÐANEFND

Brennur þú fyrir eflingu íslensks háskólaumhverfis? Þá er gæðanefndin fyrir þig. Nefndin starfar náið með fjölbreyttum einstaklingum og stofnunum á landsvísu sem vinna að eflingu gæða háskólanáms svo sem Rannís og Gæðaráði íslenskra háskóla. Skemmtileg verkefni eru á döfinni starfsárið 2020-2021 t.d. endurskoðun á stefnu, verkefni tengt upplýsingaöflun o.fl. Öll verkefni hafa það að markmiði að auka þekkingu á gæðamálum meðal íslenskra stúdenta sem og að efla þátttöku þeirra í gæðastarfi háskólanna. Um er að ræða einstakt tækifæri til að efla gæði háskólanáms á Íslandi. Við óskum eftir þremur metnaðarfullum og vinnusömum einstaklingum í nefndina.

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Kolbrúnu Láru Kjartansdóttur, gæðastjóra LÍS. Netfang: kolbrunlara@studentar.is 

FJÁRMÁLANEFND

Fjármálanefnd sér um utanumhald fjármála LÍS auk fjáröflunar samtakanna og helstu viðburða. Það vinnur náið með Markaðsnefndinni við skipulagningu og framkvæmd viðburða sambandsins. Nefndin sér um að byggja upp og viðhalda samstarfi LÍS og fyrirtækja með þjónustusamningum eða styrkjum auk þess að vinna að styrkumsóknum innan stærri stofnana. Fyrir utan að öðlast færni í styrkumsóknum er það líka frábært tækifæri til að hitta annað fólk og vinna saman sem teymi. Leitað er að þremur áhugasömum aðilum til að sitja í fjármálanefnd auk framkvæmdastjóra.

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Emilíu Björt Írisardóttur, Framkvæmdastjóra LÍS. Netfang: emilia@studentar.is 

 

ALÞJÓÐANEFND

Alþjóðanefnd LÍS sinnir alþjóðlegum skuldbindingum LÍS, sækir fróðleik til alþjóðlegra stúdenta og færir þann fróðleik heim til Íslands. Nefndin sinnir undirbúningsvinnu og úrvinnslu í kringum alþjóðlega viðburði sem fulltrúar LÍS sækja, þá einna helst á vegum Evrópusamtaka stúdenta (ESU), ásamt því að endurskoða alþjóðastefnu LÍS. Með þátttöku í nefndinni munu meðlimir fá innsýn inn í starf LÍS og ekki síður inn í störf alþjóðlegra stúdentahreyfinga en nefndin sér um að kynna sér og vekja athygli á tækifærum til þátttöku stúdenta í alþjóðlegu stúdentasamstarfi. Nefndin mun í sameiningu móta starf vetrarins undir handleiðslu alþjóðafulltrúa. Laus sæti í nefndinni eru fjögur og leitumst við eftir fjölbreyttum hópi af áhugasömu fólki. Hvers kyns reynsla eða þekking á alþjóðlegri umhverfi er kostur en alls ekki krafa, einungis brennandi áhugi á því að læra nýja hluti!

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Sigríði Helgu Olafsson, alþjóðafulltrúa LÍS. Netfang: sigga@studentar.is 

MARKAÐSNEFND

Markaðsnefndin miðar að því að efla sýnileika samtakanna innan íslensks samfélags og sérstaklega háskólasamfélagsins. Nefndin heldur utan um vefsíðu samtakanna, samfélagsmiðla og hlaðvarpi, í samvinnu við önnur embætti og nefndir varðandi innihald. Nefndin skipuleggur og framkvæmir tvær markaðsherferðir á hverju ári til þess að vekja athygli á réttindabaráttu stúdenta og er einnig ábyrg fyrir skipulagningu viðburða samtakanna ásamt fjármálanefnd. Reynsla og/eða þekking á grafískri hönnun, ritun og/eða samfélagsmiðlum er kostur. Laus sæti í nefndinni eru þrjú.

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Sigtý Ægi Kárason, markaðstjóra LÍS. Netfang: sigtyr@studentar.is 

JAFNRÉTTISNEFND

Jafnréttisnefnd heldur utan um verkefni og viðburði LÍS sem tengjast jafnréttismálum. Nefndin ber ábyrgð á því að jafnrétti sé framfylgt í öllum málum og skal vera framkvæmdarstjórn LÍS til ráðgjafar í störfum og málefnum stjórnar. Nefndin mun eiga í samráði við jafnréttisnefndir háskólanna og taka þátt í öðrum verkefnum. Laus sæti í nefndinni eru þrjú.

Ef þú vilt fleiri upplýsingar getur þú haft samband við Ernu Benediktsdóttur, jafnréttisfulltrúa LÍS. Netfang: erna@studentar.is

 

LAGABREYTINGANEFND

Lagabreytinganefnd LÍS sér um endurskoðun á lögum og verklagi á hverju ári. Tryggja þarf að lögin séu í samræmi við starf samtakanna og að samtökin fylgi þeim í hvívetna. Lagabreytinganefnd sér um gerð á breytingartilögum sem lagðar eru fyrir fulltrúarráð LÍS. Séu tilögurnar samþykktar þar fara þær fyrir Landsþing LÍS sem er æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Möguleikarnir til þess að bæta skilvirkni og starf samtakanna eru því miklir með þátttöku í lagabreytinganefnd. Óskað er eftir einstaklingum sem hafa áhuga á lögum og lagabreytingum. Lögfræðiþekking er ekki skilyrði en þó kostur. Laus sæti í nefndinni eru fjögur.

Umsóknir og upplýsingar má fá hjá Antoni Birni Helgasyni, varaforseta samtakanna með því að senda tölvupóst á anton@studentar.is

NÝSKÖPUNARNEFND

Nýsköpunarnefndin er tímabundin nefnd fyrir árið 2022-2023 til að móta Nýsköpunarstefnu samtakanna. Á síðasta landsþingi LÍS var þemað Nýsköpun og rannsóknir í háskólasamfélagi og mun nefndin vinna með gögnum sem var safnað í vinnustofum ásamt því að nýta eigin þekkingu til að móta stefnuna. 

Umsóknir og upplýsingar má fá hjá Alexöndru Ýr van Erven, forseta samtakanna með því að senda tölvupóst á alexandra@studentar.is

Read More