Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Umsóknarkaffi á vorönn // Application Cafe spring semester

ICELANDIC BELOW

Are you a refugee in Iceland?
Are you interested in applying for higher education?

At our Application Cafe you will have a chance to come and talk to us directly. This can involve not only assistance with your applications but also help with any problems that might arise during the application process.

Sign up: click here

Where: Grófin Library- Tryggvagata 15, 101 Reykjavík (click here for directions)

When: Monthly from 16:30 to 18:00

12. January, 2023

2. February, 2023

2. March, 2023

19. April, 2023

Our student volunteers can provide information about where, how and when to apply to university.

• What programs are available?
• What are the entry requirements?
• When are the deadlines?
• What documents do I need?
• How can I get my previous education recognized?

If you have any questions regarding Student Refugees Iceland or accessing higher education in Iceland, we hope to see you at the Application Cafe! If you won't be able to make it you can also send us an e-mail: info@studentrefugees.is

____________________________________________________________________

Ert þú flóttamaður á Íslandi?

Hefur þú áhuga á háskólanámi?

Í hverjum mánuði bjóðum við upp á aðstoð við umsóknarferlið. Þar gefst þér tækifæri á að koma og ræða við okkar góðu sjáflboðaliða um allt mögulegt tengt umsóknarferlinu.

Skráning: Ýttu hér.

Hvar: Borgarbókasafnið í Grófinni, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík.

Hvenær: Mánaðarlega frá 16:30 til 18:30.

12. janúar 2023

2. febrúar, 2023

2. mars, 2023

19. apríl, 2023

Sjálfboðaliðarnir okkar geta aðstoðað við ýmis atriði í umsóknarferlinu. Þar á meðal;

  • Hvaða námsleiðir standa til boða?

  • Hver eru umsóknarskilyrðin?

  • Hvenær er umsóknarfrestur?

  • Hvaða gögn þarf ég?

  • Hvernig get ég fengið fyrri menntun metna?

Við vonumst til þess að sjá þig! Annars má alltaf senda okkur póst á netfangið info@studentrefugees.is

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Um hvippinn og hvappinn - Annáll Alþóðafulltrúa LÍS 2022 // Here and there - International representative's annal 2022

LÍS leggur mikið upp úr samvinnu og samstarfi við evrópskar stúdentahreyfingar og sækir því reglulega fundi og ráðstefnur erlendis. Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsdóttir alþjóðafulltrúi LÍS fer fyrir alþjóðanefnd og hefur umsjón með alþjóðaverkefnum LÍS. 

Á haustönn 2022 sóttu fulltrúar LÍS eftirfarandi fundi:

Sigga hóf ferðaárið á að ferðast til Portúgals í september vegna árlegrar ráðstefnu evrópskra stúdentafélaga. Þema ráðstefnunnar var: veturinn er að nálgast, hvernig tryggjum við að stúdentar lifi af.  Á þessum árlega viðburði koma saman leiðtogar stúdenta víðsvegar að úr Evrópu til að ræða þau brýnu mál sem stúdentar standa frammi fyrir og móta sameiginlega aðgerðaáætlun. Sigga tók þátt í ýmsum vinnufundum, fyrirlestrum og tengslamyndunarviðburðum.

Sigga og Erla voru fulltrúar LÍS árlegan fund um nemendasamstarf Norður-Atlantshafseyja (NAIS) í  Kaupmannahöfn í Danmörku. Á ráðstefnunni koma saman nemendur frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku til að ræða málefni sem snerta nemendur á svæðinu. Sigga tók þátt í pallborðsumræðum og málstofum um ýmis málefni, allt frá geðheilbrigðisaðstoð til nemenda til sjálfbærrar þróunar. 

Í október var haldinn 82. fundur Landsamtaka stúdenta í Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum (NOM) í Gautaborg í Svíþjóð. Meðal mála á dagskrá var vinnustofa um geðheilbrigðismál stúdenta og vinnuumhverfi stúdenta. Einnig var fjallað um nemendamiðaða kennslu og móttaka flóttafólks í háskóla. 


Í nóvember var haldinn 83. stjórnarfundur (BM) Evrópska stúdentssambandsins (ESU) í Prag í Tékklandi. Ásamt Siggu sóttu fundinn Alexandra, forseti LÍS og Sylvía meðlimur alþjóðanefndarinnar. ESU er net landssambands stúdenta frá öllum Evrópulöndum og stjórnarfundurinn er mikilvægt tækifæri fyrir stúdentaleiðtoga til að ræða sameiginlegar áskoranir og aðferðir við að beita sér fyrir réttindum stúdenta. Þær gátu miðlað af reynslu sinni í LÍS og lært af jafnöldrum sínum frá öðrum löndum. Meðal mála á dagskrá voru skóla- og skrásetningargjöld háskóla í evrópu, nemendamiðuð kennsla, kynbundið ofbeldi og húsnæðismál stúdenta. 

Í heildina var Sigga ásamt meðlimum í alþjóðanefnd og fulltrúm LÍS afkastamikil á ferðalögum sínum í ár og beitti sér fyrir réttindum stúdenta. Þau gátu dregið lærdóm af öðrum stúdentum og lagt sitt af mörkum til mikilvægra umræðna um margvísleg málefni sem snertu stúdenta.

——English——

LÍS strongly emphasizes cooperation and collaboration with European student movements and regularly attends meetings and conferences abroad. International representative Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsdóttir leads the international committee and oversees LÍS’s international projects. 

During the fall semester of 2022, representatives of the LÍS attended the following meetings: 

Sigga began the travel year to travel to Portugal in September for the annual European Student Convention. The conference theme was: “Winter is coming, how do we ensure that students survive? . At this annual event, student leaders from around Europe gather to discuss the pressing issues facing students and develop a joint action plan. Sigga participated in various workshops, lectures, and networking events. 

Sigga and Erla, a member of the international committee, were representatives of LÍS for the annual North-Atlantic Islands’ Student cooperation (NAIS) meeting in Copenhagen, Denmark. The conference brings together students from Iceland, Greenland, the Faroe Islands, and Denmark to discuss issues that affect local students. Sigga participated in panel discussions and workshops on a range of topics ranging from mental health support to student aid to sustainable development. 

In October, the 82nd meeting of the Nordic and Baltic National Student Association (NOM) was held in Gothenburg, Sweden. Issues on the agenda included a workshop on student mental health issues and students’ working environments. Student-centered teaching and reception of refugees at universities were also discussed. 

In November, the 83rd European Student Union (ESU) Board meeting (BM) was held in Prague, Czech Republic. Along with Sigga were Alexandra, the president of the LÍS and Sylvía, a member of the International Committee also present. ESU is a network for the National Union of Students from all European countries and the board meeting is an important opportunity for student leaders to discuss common challenges and approaches to applying for student rights. They could share their experiences from LÍS and learn from their peers from other countries. Issues on the agenda included tuition and registration fees for European universities, student-centered education, gender-based violence, and student housing. 

Overall, Sigga along with members of the International Committee and representatives of LÍS were prolific in their travels this year, advocating for student rights. They could learn from other students and contribute to important discussions on a wide range of topics that concerned students. 






Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Samfélagsstyrkur Landsbankans fyrir SRI

LÍS hlaut á dögunum samfélagsstyrk Landsbankans fyrir verkefnið Student Refugees Iceland. SRI er eitt af verkefnum LÍS og eru Sigga, alþjóðafulltrúi LÍS, og Erna, jafnréttisfulltrúi LÍS, verkefnastjórar þesss. Ásamt þeim starfa fjöldi sjálfboðaliða innan verkefnisins.

Student Refugees Iceland er verkefni sem veitir flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi aðstoð við að sækja um háskólanám hér á landi. Verkefnið er byggt á þeirri hugmynd að menntun teljist til mannréttinda í sjálfu sér og þar af leiðandi eigi allir rétt á sama aðgengi að námi. Student Refugees reynir því að veita áhugasömum allar þær upplýsingar sem þau þurfa, ef þau hyggjast sækja nám í íslenskum háskólum. Einnig vill Student Refugees aðstoða flóttafólk við að komast yfir þær hindranir sem kunna að standa í vegi þegar verið er að sækja um nám.

Jafnt aðgengi allra að menntun er eitt af sautján Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir 2030. Stefnumótunin var samþykkt af stjórnvöldum aðildarríkja árið 2015. Þessi þróunarmarkmið eru alls sautján en hafa samtals 169 undirmarkmið. Hjá Student Refugees einbeitum við okkur að markmiði númer 4 er varðar menntun, að tryggja eigi jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla.

SRI gerir sér grein fyrir þeim hindrunum sem flóttafólk stendur frammi fyrir þegar kemur að aðgengi að háskólamenntun hér á landi, og að þeim hindrunum fer fjölgandi. Lög um hælisleitendur og flóttafólk breytast í sífellu sem getur gert fólki erfitt fyrir við að uppfylla skilyrði umsókna um nám. Student refugees stefnir að því að upplýsa hælisleitendur og flóttafólk um rétt sinn til náms og möguleikana sem til staðar eru hverju sinni, með því heildarmarkmiði að gera æðri menntun aðgengilegri fyrir alla.

Á vefsíðu Student refugees Iceland má finna frekari upplýsingar um verkefnið og m.a. finna upplýsingar um mánaðarlega umsóknarkaffi fyrir flóttafólk.

Á meðan við þökkum Landsbankanum kærlega fyrir þennan mikilvæga styrk sem verður nýttur í þágu flóttafólks á Íslandi viljum við nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum innan SRI, sjálfboðaliðium jafnt sem öðrum samstarfsfélögum.

Ef þú vilt verða sjálfboðaliði í SRI ekki hika við að hafa samband!

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Yfirlýsing LÍS vegna langvarandi fjársvelti háskólastigsins

LÍS sendi þingmönnun eftirfarandi brýningu fyrir síðustu umræðu fjárlagafrumvarpsins Við bentum m.a. á að fyrirhuguð hækkun opinberu háskólanna á skrásetningargjaldinu er enn önnur birtingarmynd fjársvelts háskólastigs.

Við komum inn á að framlög til íslenskra háskóla eru lág í samanburði við önnur OECD lönd og þá sérstaklega Norðurlöndin. Heildartekjur á ársnema við Háskóla Íslands voru 2,9 milljónir árið 2019, til samanburðar voru meðaltekjur á ársnema sama ár við háskóla í Danmörku 5,5 milljónir og 4,8 milljónir í Noregi.

Þá vöktum við sérstaka athygli á þessi samanburður er sérstaklega varaverður í ljósi lágs menntunarstigs á Íslandi. Aðsókn ungs fólks að háskólanámi er mun minni á Íslandi en í öðrum löndum með svipaða efnahagsstöðu. Einungis 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. Því er ljóst að langvarandi fjársvelti háskólastigsins hér á landi verður ekki rökstudd með tilvísan í aðgangsstýringar í ýmsum háskólum Norðurlandanna.

Yfirlýsinguna má sjá hér í heild sinni.

Fjármögnun háskólastigsins er á ábyrgð stjórnvalda en ekki stúdenta.

Þá var bent á að þessarar 20.000 kr. sem opinberu háskólarnir hyggjast bæta við skrásetningargjaldið duga skamma leið til þess að lækna fjársvelti skólanna. Þessi upphæð er þó há fyrir stúdenta en nái breytingin fram að ganga verður heildarupphæð skrásetningargjalda 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna. Breytingin yrði því veruleg skerðing á jafnrétti til náms en í ljósi lágrar aðsóknar ungs fólks í háskólanám á Íslandi ætti hið opinbera fremur að einbeita sér að því að greiða leið ungs fólks að háskólanámi í stað þess að skapa þeim hindranir.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Umsögn LÍS vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 (launatekjur o.fl.)

Landssamtökum íslenskra stúdenta hefur borist til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna er varðar launatekjur námsmanna og fyrningarfrest. LÍS telur umbætur á Menntasjóði námsmanna vera nauðsynlegar en leggur höfuðáherslu á að allar breytingar á lögum um menntasjóðinn séu til þess fallnar að uppfylla hlutverk sjóðsins sem félagslegur jöfnunarsjóður.

Fyrsta grein frumvarpsins mælir fyrir því að við áætlun framfærslulána verði ekki tekið tillit til launatekna námsmanns eða fjölskyldu hans. Með öðrum orðum mælir greinin fyrir afnámi skerðingar vegna launatekna hjá Menntasjóði námsmanna. LÍS telur mikilvægt að samspil frítekjumarksins og grunnframfærslunnar sé vandlega skoðað og fundin sé leið til að koma í veg fyrir að frítekjumarkið hamli því að stúdentar nái eðlilegri framfærslu.

Framfærslulán á vegum Menntasjóði námsmanna hefur verið ófullnægjandi í of langan tíma og leiðir hún til mikillar atvinnuþátttöku stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur á námslánakerfið og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar. 

Það er með öllu ótækt að vera með kerfi sem ýtir undir atvinnuþátttöku og samtímis refsar fyrir hana.

Fyrirkomulagið skapar vítahring framfærslulána og frítekjumarks sem mikilvægt er að rjúfa. Í þessu samhengi má benda á að námslán eru (að jafnaði) veitt fyrir 9 mánuðum ársins en stúdentar þurfa að afla tekna til að standa undir hinum mánuðunum. Samkvæmt úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2022-2023 er frítekjumark námsmanns 1.483.000 í árstekjur og því algengt að námsmenn fullnýti frítekjumarkið með sumarvinnu.

Það er því nauðsynlegt að breytingar verði á frítekjumarki Menntasjóðs námsmanna en LÍS telur þó mikilvægt að stigið verði varlega til jarðar þegar kemur að því að afnema með öllu skerðingar vegna atvinnutekna en slík aðgerð gæti dregið úr hlutverki Menntasjóðsins sem félagslegur jöfnunarsjóður. Því verður að ráðast í ítarlega greiningu á hækkun, afnámi, þrepaskiptingu sem og öðrum breytingum sem hægt er að gera á frítekjumarkinu. Þá má skoða útfærslu líkt og að tekjur utan anna verði undanskildar frítekjumarki.

Hér má sjá umsögnina í heild sinni.

Read More