
Kröfur Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 skal fara fram endurskoðun á lögunum innan þriggja ára frá því þau komu til framkvæmda og niðurstöður endurskoðunarinnar kynntar eigi síðar en á haustþingi 2023. Í ljósi þess að ekki er kveðið á um reglulega endurskoðun þessara laga er ljóst að endurskoðun þessi veitir gríðarlega mikilvægt tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi námslána hér á landi.
Í bráðabirgðaákvæði þessu er ekki kveðið nánar á um hvernig endurskoðunin skuli fara fram. Er það vilji stúdenta að þetta tækifæri verði nýtt til hins ítrasta og að kerfið í heild sinni verði tekið til ítarlegrar skoðunar og í kjölfarið verði lagt fram nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna á haustþingi 2023.
Hlutverk Menntasjóðs námsmanna er að vera félagslegur jöfnunarsjóður sem veitir stúdentum tækifæri til náms, óháð efnahagi eða stöðu að öðru leiti. Þörf er á mikilli vinnu og talsverðum breytingum á lögum sjóðsins til þess að þetta hlutverk sé uppfyllt.
LÍS leggur fram eftirfarandi sameiginlegar kröfur stúdenta um þær breytingar sem gera þarf á kerfinu og ferlinu framundan. Hér má finna kröfurnar heild í sinni. Kröfurnar snerta á fjölbreyttum þáttum og þar á meðal eftirfarandi:
Námsstyrkur. Stúdentar leggja áherslu á að við styrkveitingu sé horft sé til jafnréttissjónarmiða í víðum skilningi og krefjast breytinga á styrkveitingum á þann hátt að kerfið sé sambærilegt hinum norska lánasjóði þ.e. með 25% niðurfelling í lok hverrar annar og 15% viðbótar niðurfelling við námslok óháð lengd námstíma. Stúdentar gera þá kröfu til íslenskra stjórnvalda að þau sýni sama metnað og norsk stjórnvöld í fyrirkomulagi námsstyrkja.
Þá ber að hafa í huga að markmið núverandi styrkjakerfis er að skapa hvata fyrir stúdenta til þess að ljúka námi á tilsettum tíma. Í því ljósi leggur LÍS höfuðáherslu á að stjórnvöld skoði lengd námstíma háskólanema á Íslandi í víðara samhengi og taki tillit til þátta líkt og framfærslu námsfólks og hárrar atvinnuþátttöku stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunar gætu þau ekki verið í námi. Við gerð hvatakerfis er því mikilvægt að unnin er greining á þeim ástæðum sem búa að baki löngum námstíma stúdenta hérlendis og vinna að lausnum út frá niðurstöðum hennar. Sömuleiðis þarf að greina hvaða hópi núverandi hvata- og styrkjakerfi gagnast og skoða í kjölfarið hvort markmið sjóðsins sem félagslegs jöfnunartóls verði betur uppfyllt með öðrum útfærslum
Árleg hækkun námslána verði lögbundin. Stúdentar krefjast þess að ákvæði þess efnis að upphæðir námslána skuli endurskoðaðar til hækkunar árlega, m.t.t. verðlagsbreytinga, þróunar leiguverðs og gengisbreytinga verði bætt við lög um Menntasjóð námsmanna. Í núgildandi lögum er ekkert sem skyldar stjórn Menntasjóðsins eða ráðherra til að bregðast við þegar efnahagsaðstæður breytast til hins verra. Í núverandi efnahagsástandi er slíkt ákvæði nauðsynlegt.
Lægra vaxtaþak. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak bæði verðtryggðra og óverðtryggða námslána frá Menntasjóði námsmanna verði lækkað. Með því að lækka vaxtaþakið á ný er komið í veg fyrir að markaðsáhætta og áhætta vegna affalla falli alfarið á lántaka. Þannig er dregið úr óvissu fyrir lántaka sem stuðlar að því að markmiði sjóðsins um að veita aðgengi að námi án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti sé betur uppfyllt.
Í dag eru vextir á verðtryggðum lánum frá Menntasjóði námsmanna 2,49% en í október mældist verðbólga 9,4% sem þýðir að raunvextir af verðtryggðum lánum frá Menntasjóði námsmanna eru nú 11,9%. Vextir á óverðtryggðum lánum frá sjóðnum eru aftur á móti 7,13%. LÍS krefst þess að við endurskoðunina verði sérstaklega athugað hvernig hægt sé að bregðast við aðstæðum sem þessum, enda er ekki tækt að vaxtabyrði stúdenta sé eins há og raun ber vitni, það skerðir ekki aðeins aðgengi að námi, heldur má einnig ætla að það dragi úr jafnréttisáhrifum sjóðsins.
Svigrúm vegna fæðingarorlofs. Eins og kerfið er sett upp er engin leið fyrir foreldri í námi til að taka sér orlof til að hlúa að nýfæddu barni. Þar sem skólar eru almennt skipulagðir í önnum gæti foreldri, eftir fæðingarmánuð barns, neyðst til þess að taka tvær núll eininga annir í röð. Slíkur námsárangur er ekki lánshæfur svo ekki er hægt að fá aukið svigrúm til námsloka vegna barneigna eins og framkvæmd sjóðsins hefur verið.
Kröfur stúdenta voru unnar í samvinnu allra aðildarfélaga LÍS og hafði starfshópur LÍS um menntasjóðmál umsjá með vinnunni. Í starfshópnum sátu Alexandra Ýr van Erven (forseti LÍS), María Sól Antonsdóttir, (lánasjóðsfulltrúi SHÍ), María Nína Gunnarsdóttir (hagsmunafulltrúi SFHR), Nanna Hermannsdóttir (meðstjórnandi SÍNE) og Rebekka Karlsdóttir (forseti SHÍ).
LÍS auglýsa eftir doktorsnema í ráðgjafarnefnd um mat á rannsóknum (REAC) // LÍS are seeking a doctoral student representative for For The Research Evaluation Advisory Committee (REAC)
// ENGLISH BELOW //
Framlengdur frestur.
Landssamtök íslenskra stúdenta ásamt Gæðaráði íslenskra háskóla auglýsa eftir doktorsnema við íslenskan háskóla til að sitja í ráðgjafarnefnd um mat á rannsóknum (REAC).
REAC er ráðgefandi nefnd fyrir Gæðaráð íslenskra háskóla en í henni sitja fulltrúar frá hverjum íslenskum háskóla ásamt fulltrúa Gæðaráðs, formanni vísindanefndar vísinda- og tækniráðs, doktorsnema og nýdoktor.
Fundir REAC eru yfirleitt degi eftir að Gæðaráð fundar og er fundað ársfjórðunglega.
Helstu skyldur REAC eru að styðja við mat á stjórnun rannsókna, þróun rannsóknarupplýsinga og þróun rannsóknarmats innan Rammaáætlunar um eflingu gæða á sviði æðri menntunar (QEF) á sama tíma og tryggja áframhaldandi áherslu á að efla jákvæða námsupplifun stúdenta.
Nánari upplýsingar um REAC er að finna á heimasíðu Gæðaráðsins.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar og þið getið sótt um með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á kolbrun@studentar.is
The National Union of Icelandic Students together with the Quality Board for Icelandic Higher Education are advertising for a PhD student at an Icelandic University to sit on the Research Evaluation Advisory Committee (REAC).
The Research Evaluation Advisory Committee (REAC) is an advisory committee to the Quality Board.
REAC is chaired by a Board member, and each university is represented by one member. Also included in REAC’s membership are the Chair of the Science Committee of the Icelandic Science and Technology Policy Council, a representative of the Quality Council, a doctoral student and a postdoctoral researcher.
The Board Chair and Secretariat may also attend meetings of REAC as observers.
Activities of REAC: REAC meetings are normally scheduled the day after a Quality Board meeting.
The main responsibilities of REAC are to support the evaluation of research management, the development of research information and the development of research assessment within the QEF while ensuring continued focus on enhancing students’ learning experience. More information on REAC is available on the Quality Board’s website.
Application deadline is until the 30th of january. You can apply by sending your CV and Cover letter to kolbrun@studentar.is
Umsóknarkaffi á vorönn // Application Cafe spring semester
ICELANDIC BELOW
Are you a refugee in Iceland?
Are you interested in applying for higher education?
At our Application Cafe you will have a chance to come and talk to us directly. This can involve not only assistance with your applications but also help with any problems that might arise during the application process.
Sign up: click here
Where: Grófin Library- Tryggvagata 15, 101 Reykjavík (click here for directions)
When: Monthly from 16:30 to 18:00
12. January, 2023
2. February, 2023
2. March, 2023
19. April, 2023
Our student volunteers can provide information about where, how and when to apply to university.
• What programs are available?
• What are the entry requirements?
• When are the deadlines?
• What documents do I need?
• How can I get my previous education recognized?
If you have any questions regarding Student Refugees Iceland or accessing higher education in Iceland, we hope to see you at the Application Cafe! If you won't be able to make it you can also send us an e-mail: info@studentrefugees.is
____________________________________________________________________
Ert þú flóttamaður á Íslandi?
Hefur þú áhuga á háskólanámi?
Í hverjum mánuði bjóðum við upp á aðstoð við umsóknarferlið. Þar gefst þér tækifæri á að koma og ræða við okkar góðu sjáflboðaliða um allt mögulegt tengt umsóknarferlinu.
Skráning: Ýttu hér.
Hvar: Borgarbókasafnið í Grófinni, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík.
Hvenær: Mánaðarlega frá 16:30 til 18:30.
12. janúar 2023
2. febrúar, 2023
2. mars, 2023
19. apríl, 2023
Sjálfboðaliðarnir okkar geta aðstoðað við ýmis atriði í umsóknarferlinu. Þar á meðal;
Hvaða námsleiðir standa til boða?
Hver eru umsóknarskilyrðin?
Hvenær er umsóknarfrestur?
Hvaða gögn þarf ég?
Hvernig get ég fengið fyrri menntun metna?
Við vonumst til þess að sjá þig! Annars má alltaf senda okkur póst á netfangið info@studentrefugees.is
Um hvippinn og hvappinn - Annáll Alþóðafulltrúa LÍS 2022 // Here and there - International representative's annal 2022
LÍS leggur mikið upp úr samvinnu og samstarfi við evrópskar stúdentahreyfingar og sækir því reglulega fundi og ráðstefnur erlendis. Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsdóttir alþjóðafulltrúi LÍS fer fyrir alþjóðanefnd og hefur umsjón með alþjóðaverkefnum LÍS.
Á haustönn 2022 sóttu fulltrúar LÍS eftirfarandi fundi:
Sigga hóf ferðaárið á að ferðast til Portúgals í september vegna árlegrar ráðstefnu evrópskra stúdentafélaga. Þema ráðstefnunnar var: veturinn er að nálgast, hvernig tryggjum við að stúdentar lifi af. Á þessum árlega viðburði koma saman leiðtogar stúdenta víðsvegar að úr Evrópu til að ræða þau brýnu mál sem stúdentar standa frammi fyrir og móta sameiginlega aðgerðaáætlun. Sigga tók þátt í ýmsum vinnufundum, fyrirlestrum og tengslamyndunarviðburðum.
Sigga og Erla voru fulltrúar LÍS árlegan fund um nemendasamstarf Norður-Atlantshafseyja (NAIS) í Kaupmannahöfn í Danmörku. Á ráðstefnunni koma saman nemendur frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku til að ræða málefni sem snerta nemendur á svæðinu. Sigga tók þátt í pallborðsumræðum og málstofum um ýmis málefni, allt frá geðheilbrigðisaðstoð til nemenda til sjálfbærrar þróunar.
Í október var haldinn 82. fundur Landsamtaka stúdenta í Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum (NOM) í Gautaborg í Svíþjóð. Meðal mála á dagskrá var vinnustofa um geðheilbrigðismál stúdenta og vinnuumhverfi stúdenta. Einnig var fjallað um nemendamiðaða kennslu og móttaka flóttafólks í háskóla.
Í nóvember var haldinn 83. stjórnarfundur (BM) Evrópska stúdentssambandsins (ESU) í Prag í Tékklandi. Ásamt Siggu sóttu fundinn Alexandra, forseti LÍS og Sylvía meðlimur alþjóðanefndarinnar. ESU er net landssambands stúdenta frá öllum Evrópulöndum og stjórnarfundurinn er mikilvægt tækifæri fyrir stúdentaleiðtoga til að ræða sameiginlegar áskoranir og aðferðir við að beita sér fyrir réttindum stúdenta. Þær gátu miðlað af reynslu sinni í LÍS og lært af jafnöldrum sínum frá öðrum löndum. Meðal mála á dagskrá voru skóla- og skrásetningargjöld háskóla í evrópu, nemendamiðuð kennsla, kynbundið ofbeldi og húsnæðismál stúdenta.
Í heildina var Sigga ásamt meðlimum í alþjóðanefnd og fulltrúm LÍS afkastamikil á ferðalögum sínum í ár og beitti sér fyrir réttindum stúdenta. Þau gátu dregið lærdóm af öðrum stúdentum og lagt sitt af mörkum til mikilvægra umræðna um margvísleg málefni sem snertu stúdenta.
——English——
LÍS strongly emphasizes cooperation and collaboration with European student movements and regularly attends meetings and conferences abroad. International representative Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsdóttir leads the international committee and oversees LÍS’s international projects.
During the fall semester of 2022, representatives of the LÍS attended the following meetings:
Sigga began the travel year to travel to Portugal in September for the annual European Student Convention. The conference theme was: “Winter is coming, how do we ensure that students survive? . At this annual event, student leaders from around Europe gather to discuss the pressing issues facing students and develop a joint action plan. Sigga participated in various workshops, lectures, and networking events.
Sigga and Erla, a member of the international committee, were representatives of LÍS for the annual North-Atlantic Islands’ Student cooperation (NAIS) meeting in Copenhagen, Denmark. The conference brings together students from Iceland, Greenland, the Faroe Islands, and Denmark to discuss issues that affect local students. Sigga participated in panel discussions and workshops on a range of topics ranging from mental health support to student aid to sustainable development.
In October, the 82nd meeting of the Nordic and Baltic National Student Association (NOM) was held in Gothenburg, Sweden. Issues on the agenda included a workshop on student mental health issues and students’ working environments. Student-centered teaching and reception of refugees at universities were also discussed.
In November, the 83rd European Student Union (ESU) Board meeting (BM) was held in Prague, Czech Republic. Along with Sigga were Alexandra, the president of the LÍS and Sylvía, a member of the International Committee also present. ESU is a network for the National Union of Students from all European countries and the board meeting is an important opportunity for student leaders to discuss common challenges and approaches to applying for student rights. They could share their experiences from LÍS and learn from their peers from other countries. Issues on the agenda included tuition and registration fees for European universities, student-centered education, gender-based violence, and student housing.
Overall, Sigga along with members of the International Committee and representatives of LÍS were prolific in their travels this year, advocating for student rights. They could learn from other students and contribute to important discussions on a wide range of topics that concerned students.
Samfélagsstyrkur Landsbankans fyrir SRI
LÍS hlaut á dögunum samfélagsstyrk Landsbankans fyrir verkefnið Student Refugees Iceland. SRI er eitt af verkefnum LÍS og eru Sigga, alþjóðafulltrúi LÍS, og Erna, jafnréttisfulltrúi LÍS, verkefnastjórar þesss. Ásamt þeim starfa fjöldi sjálfboðaliða innan verkefnisins.
Student Refugees Iceland er verkefni sem veitir flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi aðstoð við að sækja um háskólanám hér á landi. Verkefnið er byggt á þeirri hugmynd að menntun teljist til mannréttinda í sjálfu sér og þar af leiðandi eigi allir rétt á sama aðgengi að námi. Student Refugees reynir því að veita áhugasömum allar þær upplýsingar sem þau þurfa, ef þau hyggjast sækja nám í íslenskum háskólum. Einnig vill Student Refugees aðstoða flóttafólk við að komast yfir þær hindranir sem kunna að standa í vegi þegar verið er að sækja um nám.
Jafnt aðgengi allra að menntun er eitt af sautján Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir 2030. Stefnumótunin var samþykkt af stjórnvöldum aðildarríkja árið 2015. Þessi þróunarmarkmið eru alls sautján en hafa samtals 169 undirmarkmið. Hjá Student Refugees einbeitum við okkur að markmiði númer 4 er varðar menntun, að tryggja eigi jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla.
SRI gerir sér grein fyrir þeim hindrunum sem flóttafólk stendur frammi fyrir þegar kemur að aðgengi að háskólamenntun hér á landi, og að þeim hindrunum fer fjölgandi. Lög um hælisleitendur og flóttafólk breytast í sífellu sem getur gert fólki erfitt fyrir við að uppfylla skilyrði umsókna um nám. Student refugees stefnir að því að upplýsa hælisleitendur og flóttafólk um rétt sinn til náms og möguleikana sem til staðar eru hverju sinni, með því heildarmarkmiði að gera æðri menntun aðgengilegri fyrir alla.
Á vefsíðu Student refugees Iceland má finna frekari upplýsingar um verkefnið og m.a. finna upplýsingar um mánaðarlega umsóknarkaffi fyrir flóttafólk.
Á meðan við þökkum Landsbankanum kærlega fyrir þennan mikilvæga styrk sem verður nýttur í þágu flóttafólks á Íslandi viljum við nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum innan SRI, sjálfboðaliðium jafnt sem öðrum samstarfsfélögum.
Ef þú vilt verða sjálfboðaliði í SRI ekki hika við að hafa samband!