Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Skiptafundur LÍS

Fimmtudaginn 25. maí kl 18:00 verður skiptafundur LÍS 2023 haldinn í Borgartúni 6. Á skiptafundi verður árið gert upp, ársskýrsla lögð til samþykktar og ný stjórn og fulltrúaráð taka við keflinu. Að fundi loknum verður gleðistund þar sem verður skálað fyrir öflugu starfsári. Við hvetjum öll áhguasöm um hagsmunabaráttu stúdenta að mæta á fundinn. Fulltrúar geta nálgast fundargögn á heimasvæði ráðsins. Dagskrá fundarins er eftirafrandi:

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

  2. Fjárhagsáætlun 2023-2024

  3. Árskýsla 2022-2023

  4. Alþjóðamál

  5. Framboð til framkvæmdastjórnar

  6. Fráfarandi framkvæmdastjórn og fulltrúaráð gefa keflið áfram

  7. Forseti ávarpar fundinn

  8. Önnur mál

Þá skal vakin sérstök athygli á því að kosið verður í embætti alþjóða- og jafnréttisfulltrúa LÍS. Frekari upplýsingar um kjörgengi og framboð sjá hér.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2023-2024! / Open for applications for LÍS's executive committee 2023-2024!

// English below


LÍS óskar eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2023-2024. Tvær stöður eru lausar: Alþjóðafulltrúi og jafnréttisfulltrúi

Framboðsfrestur er til og með 26. júní 2023. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is

Kosið er í embætti á fulltrúaráðsfundi LÍS sem verður haldinn 27. júní. Fundarboð berst umsækjendum.

Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliða upplýsingar má finna hér.

Starfsárið hefst í júlí 2023 og er til lok maí 2024.


Kjörgengi hafa:

Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS

Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum

Hér fyrir neðan kemur stutt samantekt um embættin tvö sem er laust til framboðs en eins og áður segir eru það alþjóðafulltrúi og jafnréttisfulltrúi. 


Alþjóðafulltrúi

  • Forseti alþjóðanefndar

  • Sækir ráðstefnur erlendis fyrir hönd samtakanna

  • Viðheldur tengslaneti LÍS á alþjóðavísu

  • Verkefnastjóri Student Refugees Iceland

Jafnréttisfulltrúi

  • Forseti jafnréttisnefndar

  • Stuðlar að auknu aðgengi að námi og bættri stöðu allra stúdenta

  • Hefur yfirumsjón með jafnréttismálum samtakanna

  • Verkefnastjóri Student Refugees Iceland

ENGLISH

Dear students,

LÍS is opening the call for candidates for next year’s Executive Committee. The application deadline is 26th of June, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is

The voting takes place on LÍS´s end of the year meeting the 27th of June. An invite to the meeting will be sent to applicants timely.

Eligability to run:

Any university student in Iceland and/or member of an Icelandic student union (e.g. member of SÍNE, the union if Icelandic students abroad).

Candidates may have finished studying, as long as they have been a student within the last two years.

There are two positions available on the executive committee:

International officer

  • President of the International committee

  • Attends conference abroad on behalf of the association

  • Maintains LÍS´s international network

  • Project manager of Student Refugees Iceland

Equal Rights Officer

  • Chairs the equal rights committee

  • Advocates for equal access to education and students' welfare

  • Project manager of Student Refugees Iceland

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Fulltrúaráðsfundur 15. maí

Mánudaginn 15. maí kl 17:00 verður haldinn fundur hjá fulltrúaráði LÍS.

Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn á 4. hæði í Borgartúni 6 (sali BHM). Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.

Dagksrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

  2. Fréttir

  3. Aðildargjöld

  4. Ályktun um flóttafólk í háskólanámi

  5. Innritunargátt háskólanna

  6. Landsþingsuppgjör

  7. Menntasjóðsherferð

  8. Herferð BHM og LÍS

  9. Ráðning sumarstarfsmanns (eingöngu opið fyrir fulltrúa í  fulltrúaráði)

  10. Önnur mál (19:25-19:30)



Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa sumarstarf fyrir háskólanema // Summer job for a student at LÍS

Um er að ræða stöðu til þriggja mánaða með starfsaðstöðu á skrifstofu Landssamtakanna og möguleika á fjarvinnu. Starfið felst í að framkvæma rannsókn á högum foreldra í námi og verður unnið undir handleiðslu tveggja leiðbeinenda við Háskóla Íslands. Leitað er að háskólanema sem býr yfir þekkingu á tölfræði og framkvæmd rannsókna. Starfið hentar einkar vel fyrir nemendur í stjórnmálafræði, félagsfræði, sálfræði eða öðrum greinum þar sem lögð er stund á tölfræðirannsóknir.

Um verkefnið:

Verkefninu er ætlað að dýpka þekkingu og skilning á stöðu foreldra í háskólanámi. Niðurstöður evrópsku rannsóknarinnar, Eurostudent, benda til þess að um þriðjungur háskólanema á Íslandi eigi eitt eða fleiri börn, sem er mun hærra hlutfall en annars staðar í Evrópu. Brýnt er að afla upplýsinga um hvort stúdentar með börn búi við aðrar aðstæður til náms en stúdentar án barna, þar sem aukin þekking á stöðu mismunandi hópa stúdenta er forsenda vinnu við að tryggja jafnrétti til náms. Í verkefninu verða aðstæður stúdenta rannsakaðar með því að leggja spurningalista fyrir nemendur í öllum háskólum landsins. Ætlunin er að bera saman stúdenta með börn og stúdenta án barna, stúdenta utan af landi og stúdenta frá höfuðborgarsvæðinu og námsframvindu stúdenta með og án barna, svo fátt eitt sé nefnt. 


Niðurstöðurnar munu nýast við gerð stefnu stúdenta í fjölskyldumálum, en þau eru þema starfsársins 2022-2023. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og mun því vera mikilvæg viðbót við þekkingu á stöðu barnafjölskyldna og stúdenta á Íslandi. Töluvert hefur verið ritað um stuðning norrænna velferðarkerfa við barnafjölskyldur en nær ekkert hefur verið birt um hvers kyns stuðningur stendur foreldrum í námi til boða og hvernig þeim gengur að samþætta nám og foreldrahlutverkið.

Helstu verkefni:

  • Samning spurningalista

  • Samskipti við aðildarfélög samtakanna

  • Samantekt og úrvinnsla gagna

  • Gerð skýrslu og kynning á helstu niðurstöðum á málþingi

Hæfniskröfur:

  • Haldgóð þekking á tölfræði

  • Reynsla af tölfræðivinnslu

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

  • Góð samskiptahæfni

  • Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi

  • Góð þekking á bæði íslensku og ensku


Laun eru í samræmi við úthlutun frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Umsóknir berast á netfangið lis@studentar.is með kynningarbréfi auki ferilskrár. Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Frekari upplýsingar veitir Emilía Björt Írisardóttir Bachmann, framkvæmdastjóri LÍS, emilia@studentar.is eða í síma 771-3088.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Umræðuvettvangur stúdenta um gæðamál í íslenskum háskólum

Umræðuvettvangur stúdenta um gæðamál í íslenskum háskólum

Þann 16. maí verður haldinn umræðuvettvangur stúdenta um gæðamál. Markmið vettvangsins er að skapa samtal milli stúdentafulltrúa um hvernig Gæðaráð íslenskra háskóla getur eflt samstarf við stúdenta í gæðaúttektum háskólanna. Á viðburðinum verða tveir fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. 

Staður og stund

Umræðuvettvangurinn mun fara fram í Háskólanum í Reykjavík þann 16. Maí kl. 10:15 - 12:00. LÍS hefur umsjón með fundinum en er hann óformlegur hluti af árlegri ráðstefnu Gæðaráðs íslenskra háskóla sem verður haldinn sama dag í HR. 

Stúdentafulltrúarnir fá greiddan ferðakostnað og boðið verður upp á hádegismat. Að fundinum loknum sitja fulltrúarnir árlega ráðstefnu Gæðaráðs frá kl. 13:00 til 16:00. Ráðstefnan sjálf er opin öllum stúdentum en einungis fulltrúarnir á umræðuvettvangnum fá greiddan ferðakostnað. Skráningarskjal á ráðstefnuna má finna hér.

Umræðuefni

Á fundinum verður snert á umræðuefnum um hvernig má efla samtal og samstarf á milli stúdenta og háskóla þegar kemur að gæðastarfi háskólanna. Á fundinum verður rætt um reynslu stúdenta og leitað að leiðum til að efla þátttöku stúdenta í ferli gæðaúttekta ásamt því að styrkja stöðu stúdenta sem taka þátt í gæðastarfi sinna háskóla. 


Read More