Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Fulltrúaráðsfundur 24. ágúst

Fimmtudaginn 24. ágúst kl 17:00 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.

Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.

Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn á 4. hæði í Borgartúni 6 (sal BHM). Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.

Dagksrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

  2. Kynning frá Q félagi hinsegin stúdenta

  3. Ráðning framkvæmdastjóra

  4. Reiknilíkan háskólanna

    Hlé

  5. Kjör í stöðu jafnréttisfulltrúa

  6. Sameining Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum

  7. Ívilnanir námslána fyrir nema ákveðinna námsgreina

  8. Önnur mál 

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir framboð í stöðu jafnréttisfulltrúa LÍS 2023-2024!

// English below

LÍS óskar eftir framboði í stöðu jafnréttisfulltrúa LÍS fyrir starfsárið 2023-2024.

Framboðsfrestur er til og með 23. ágúst 2023. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is

Kosið er í embættið á fulltrúaráðsfundi LÍS sem verður haldinn 24. júní.

Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliða upplýsingar má finna hér.

Starfsárið hefst í ágúst 2023 og er til lok maí 2024.

Kjörgengi hafa:

  • Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS

  • Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum


Helstu verkefni jafnréttisfulltrúa eru:

  • Forseti jafnréttisnefndar

  • Stuðlar að auknu aðgengi að námi og bættri stöðu allra stúdenta

  • Hefur yfirumsjón með jafnréttismálum samtakanna

  • Verkefnastjóri Student Refugees Iceland


ENGLISH

Open for applications for LÍS's equal rights officer 2023-2024!

Dear students,


LÍS is opening the call for candidates for next year’s equal rights officer. The application deadline is 23rd of August, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is

The voting takes place on LÍS´s meeting the 24th of June.


Eligability to run:

Any university student in Iceland and/or member of an Icelandic student union (e.g. member of SÍNE, the union if Icelandic students abroad).

Candidates may have finished studying, as long as they have been a student within the last two years.

The main tasks are:

  • Chairs the equal rights committee

  • Advocates for equal access to education and students' welfare

  • Project manager of Student Refugees Iceland

Read More
Fréttabréf Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttabréf Landssamtök íslenskra stúdenta

Fréttabréf LÍS 2023 tbl. 1

Könnun á högum foreldra í námi, Íslendingar á Landsþingi MFS í Færeyjum, þátttaka stúdenta í Gleðigöngunni í Reykjavík og fleira í þessu fyrsta fréttabréfi LÍS.

Við stefnum á að senda fréttabréfin út mánaðarlega að minnsta kosti að áramótum. Markmiðið með fréttabréfunum er að vekja athygli á starfsemi samtakanna og auka upplýsingaflæði til og milli aðildarfélaganna.

Þér er velkomið að senda á varaforseti@studentar.is ef þú ert með athugasemdir eða hefur efni í huga til að birta í næsta tölublaði!

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Landsþing færeyskra stúdenta

Meginfelag Føroyskra Studenta (MFS), systursamtök LÍS í Færeyjum buðu tveimur fulltrúum frá LÍS á landsþing MFS í Þórshöfn.

Á nýliðnu starfsári unnu LÍS og MFS að því að styrkja böndin á milli félaganna og héldu til að mynda sameiginlega vinnuhelgi í Reykjavík í febrúar og þá kom forseti MFS á landsþing LÍS á Akureyri.

Forseti og fyrrverandi alþjóðafulltrúi LÍS sóttu þingið í Færeyjum og fengu um leið góða innsýn inn í störf systursamtakanna og stöðu hagsmunabaráttu stúdenta í Færeyjum. Á þinginu voru m.a. fulltrúar frá Stúdentaráði Háskólans í Færeyjum og fulltrúar færeyskra stúdenta í Danmörku og Noregi. 

Háskólanemar á Íslandi og í Færeyjum eiga um margt sameiginlegt. Hátt hlutfall stúdenta í báðum löndum vinna hlutfallslega mikið með námi og því er bættur fjárhagsstuðningur við stúdenta baráttumál á báðum stúdnetum. Þá er stór hluti stúdenta í báðum löndum foreldrar eða með börn undir sinni umsjá.

Føroyar Pride var í haldið í sömu viku og gengu stúdentar saman í göngunni.

LÍS þakkar MFS kærlega fyrir boðið og hlökkum við til þess að styrkja rækta sambandið um komandi ár.

Hópur stúdenta á Pride í Færeyjum

Forester MFS og LÍS við höfuðstöðvar MFS

Forseti og fyrrverandi alþjóðafulltrúi LÍS við aðalbyggingu Háskólans í Færeyjum (Fróðskapasetur Færeyja)

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra // The National Union of Icelandic Students seeks a new CEO

//English below//

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) eru regnhlífarsamtök allra háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. Hlutverk samtakanna er að standa vörð um hagsmuni stúdenta hérlendis sem og hagsmuni íslenskra stúdenta á alþjóðavettvangi og um leið skapa samstarfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög.Samtökin halda utan um verkefni af ýmsum toga sem eiga það sameiginlegt að bæta hagsmuni stúdenta og tryggja jafnrétti til náms.

Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með fjármálum samtakanna

  • Gerð fjárhagsáætlunar og ársreiknings

  • Umsjón með vefsíðu samtakanna

  • Hefur samningsumboð fyrir hönd samtakanna og sækir um styrki

  • Heldur utan um framkvæmd viðburða

Hæfniskröfur: 

  • Þekking og reynsla af fjármálum og bókhaldi er skilyrði

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur 

  • Góð samskiptahæfni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð

  • Áhugi og þekking á hagsmunabaráttu stúdenta er æskileg

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku 

  • Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi

Framkvæmdastjóri verður ráðinn í 40% starf til og með 1. júní 2024 og hefur vinnuaðstöðu á skrifstofu LÍS í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. 

Spurningum um starfið er hægt að beina til forseta LÍS: Alexandra Ýr van Erven, alexandra@studentar.is, s. 6946764

Umsókn sendist á netfang samtakanna lis@studentar.is með kynningarbréfi auk ferilskrár. Umsóknarfrestur er til 23:59 miðvikudaginn 9. Ágúst.

//

The National Union of Icelandic Students seeks a new CEO

The National Union of Icelandic Students is the umbrella organisation for student unions at all universities in Iceland as well as the association of Icelandic students studying abroad. The union's role is to safeguard student rights both in Iceland and of Icelandic students abroad. The organisation manages projects of various kinds.

According to LÍS's law, the managing director handles day-to-day operations and oversees the association's finances. 

Main tasks and responsibilities:

  • Overseeing the association's finances. 

  • Prepares the annual report and budget plan

  • Oversees the organisation's website

  • Contracts and communication with various stakeholders

  • Event management

Qualification

  • Knowledge and experience of finance and accounting

  • An education that is useful in the job is an advantage

  • Good communication skills and independent and disciplined work methods

  • Interest and knowledge about student interest struggle

  • Good knowledge of Icelandic and English

  • Other knowledge and experience that is useful in the job

The CEO will be hired for a 40% position until the 1st of june 2024 and will be situated in LÍS´s headquarters in Borgartún 6, 105 Reykjavík.

Any questions shall be directed to LÍS´s president Alexandra Ýr van Erven, lis@studentar.is, s. 6946764

Applications shall be sent to  lis@studentar.is along with a letter of intent and a CV. Application deadline is at 23:59 the 9th of august. 








Read More