
Fulltrúaráð Visku fundar
Fulltrúaráð Visku kom saman 28. nóvember síðastliðinn í fyrsta sinn síðan félagið hóf starfsemi
Fulltrúaráð Visku kom saman 28. nóvember síðastliðinn í fyrsta sinn síðan félagið hóf starfsemi
Innan Visku starfar fulltrúaráð sem er skipað formanni félagsins og fulltrúum starfandi kjaradeilda og faghópa innan félagsins. Ennfremur tilnefnir Landssamband íslenskra stúdenta (LÍS) árlega fulltrúa í ráðið. Er fulltrúaráð stjórn félagsins til ráðgjafar í stefnumótandi málum.
Innan Visku eru nú starfandi ein kjaradeild, kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga, og ellefu faghópar: faghópar arkítekta, djákna, fjölskyldufræðinga, fræðafólks sem starfar sjálfstætt, listmeðferðafræðinga, íþróttafræðinga, myndlistafólks, safnafólks, táknmálstúlka, talmeinafræðinga og tómstunda- og félagsmálafræðinga og annars fagfólks í tómstundastarfi.
Á fundinum var farið yfir hvað hefur gerst á þessu fyrsta starfsári Visku og rætt um hvernig best sé að efla ólíka hópa innan félagsins. Á fundinum var farið yfir hugmyndir að uppbyggingu félagslegra innviða Visku, þar á meðal að útvíkka hópastarf innan félagsins svo að faghópar verði hér eftir nefndir „félagsnet“ sem sé ætlað að efla stöðu þess félagsfólks sem tilheyra þeim, styrkja tengslanet og stuðla að aukinni þekkingu og framþróun á sér- eða áhugasviði þeirra.
Mikill vilji og kraftur er í fulltrúaráði að taka þátt í uppbyggingastarfi Visku og efla félagsstarf á komandi misserum.
Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, á fulltrúaráðsfundi Visku
Forseti LÍS á Kosningavöku RÚV
Þann 30. nóvember var Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, boðið í pallborð í beinni útsendingu á Kosningavöku RÚV, þar sem hún nýtti tækifærið og vakti athygli á veruleika ungs fólks og íslenskra stúdenta - himinhátt leiguverð, háa atvinnuþátttöku stúdenta til að eiga efni á námi sínu og óviðunandi námslánakerfi. LÍS krefjast þess að ný stjórnvöld setji málefni stúdenta og ungs fólks í forgang. Menntun á að vera raunverulegur kostur fyrir öll!
Þáttinn í heild sinni má nálgast hér.
Skjáskot úr þættinum X24 - Kosningavaka
Opið fyrir umsóknir: Stúdentafulltrúi í stofnanaúttekt HR // Applications Open: Student Representative for a Quality Review of Reykjavík University
Are you interested in improving the quality of higher education and being a voice for students? The National Union of Icelandic Students (LÍS) and the Icelandic Agency for Quality Assurance (IAQA) are seeking a student representative to participate in a quality review of the University of Reykjavík. The position is paid.
Ert þú áhugasamur um að bæta gæði háskólanáms og vera rödd stúdenta?
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Gæðamat háskóla leita að stúdentafulltrúa til að taka þátt í stofnanaúttekt á gæðamati Háskólans í Reykjavík. Staðan er launuð.
Hlutverk stúdentafulltrúans
Sem stúdentafulltrúi tekur þú þátt í fundum með teymi gæðaráðs, þar sem þú miðlar sjónarmiðum stúdenta. Fundir fara fram á eftirfarandi dögum:
21. febrúar kl. 9:00-11:00
18. mars kl. 9:00-12:00
22. apríl kl. 12:00-15:00
Skilyrði
Vera stúdent eða hafa nýlega útskrifast (innan árs)
Reynsla af íslenska háskólakerfinu
Góð enskukunnátta í rituðu og mæltu máli
Ekki tengsl við Háskólann í Reykjavík
Umsókn
Ef þú ert áhugasamur, sendu umsókn þína á lis@studentar.is fyrir 22. nóvember. Fyrir nánari upplýsingar, hafðu samband við geadastjori@studentar.is.
English
Are you interested in improving the quality of higher education and being a voice for students?
The National Union of Icelandic Students (LÍS) and the Icelandic Agency for Quality Assurance (IAQA) are seeking a student representative to participate in a quality review of Reykjavík University. The position is paid.
Role of the Student Representative
As a student representative, you will participate in meetings with the review team and share a student perspective. Meetings are scheduled on the following dates:
February 21st, 9:00-11:00
March 18th, 9:00-12:00
April 22nd, 12:00-15:00
Requirements
Current student or recent graduate (within the last year)
Experiance of the Icelandic higher education system
Proficiency in spoken and written English
No direct affiliation with Reykjavík University
Application
If you're interested, send your application to lis@studentar.is by November 22nd. For more information, contact geadastjori@studentar.is.
Student Refugees leita að sjálfboðaliðum // Student Refugees Iceland Seeking Volunteers
Viltu gerast sjálfboðaliði?
Opið er fyrir umsóknir í sjálfboðaliðahóp Student Refugees! Vertu með í að auka aðgengi hælisleitenda og flóttafólks að námi.
Student Refugees er stúdentarekið framtak sem býður hælisleitendum og flóttafólki upp á aðstoð við að sækja um háskólanám á Íslandi sem byggir alfarið á vinnu sjálfboðaliða.
Aðstoðin verður veitt á heimasíðu Student Refugees, í tölvupósti og í eigin persónu á umsóknarkaffi. Umsóknarkaffið eru opnir viðburðir í huggulegu umhverfi þar sem fólk getur komið að vinna í umsóknum undir leiðsögn. Sjálfboðaliðar munu hljóta þjálfun frá verkefnastjórum og sérfræðingum, svo það er engin þörf á fyrri reynslu.
Ábyrgð sjálfboðaliða:
Skipuleggja og mæta á umsóknarkaffihús u.þ.b. einu sinni í mánuði.
Svara fyrirspurnum og vera í sambandi við hælisleitendur og flóttafólk í tölvupósti.
Uppfæra vefsíðu.
Vera í samskiptum við og vinna með hópi sjálfboðaliða.
Safna upplýsingum um framvindu verkefnis.
Sækja um hér
Umsóknarfrestur er til og með 29. október. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna! Frekari upplýsingar veita:
Íris Björk Ágústsdóttir jafnréttisfulltrúi, jafnrettisfulltrui@studentar.is.
Þóra Margrét Karlsdóttir alþjóðafulltrúi, althjodafulltrui@studentar.is.
Would you like to become a volunteer for Student Refugees Iceland?
Come be a part of making higher education more accessible to asylum seekers and refugees!
Student refugees is a student run initiative which provides asylum seekers and refugees with assistance in applying for higher education in Iceland.
This service will be provided through the Student Refugees website, via email and in person at the Application Café. The Application Cafés are open sessions in a cosy environment where people can receive guidance while working on their applications. Volunteers will undergo training from team leaders and specialists, so no prior experience is needed.
Responsibilities:
Plan, host and participate in Application Cafés, about once a month.
Answer questions and contact asylum seekers and refugees via email.
Update website.
Communicate with and meet up in your team of volunteers.
Collect data on progress.
Apply here
Deadline for applications is before midnight on the 29th of October. Please do not hesitate to reach out or ask questions! Further information is provided by:
Íris Björk Ágústsdóttir, Equal Rights Officer, jafnrettisfulltrui@studentar.is.
Þóra Margrét Karlsdóttir, International Officer, althjodafulltrui@studentar.is.
Fulltrúaráðsfundur 15. október 2024
Þriðjudaginn 15. október kl. 17:00-19:00 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Borgartúni 27, á fyrstu hæð. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.