Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Útgáfuhelgi Student Refugees Iceland // Student Refugees Iceland launch weekend

Student Refugees Iceland er stúdentarekið framtak með það að markmiði að auka aðgengi hælisleitenda og flóttafólks að háskólamenntun á Íslandi. Síðusta helgi var viðburðarrík fyrir framvindu verkefnisins. Haldið var námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða og ný vefsíða sett í loftið. …
Student Refugees Iceland is a student run initiative with the goal of increasing access to higher education for asylum seekers and refugees in Iceland. Last weekend was eventful for the progress of the project. New volunteers received training and a new website was launched. …

— Scroll down for the English version —

Stór helgi hjá Student Refugees Iceland

Student Refugees Iceland er stúdentarekið framtak með það að markmiði að auka aðgengi hælisleitenda og flóttafólks að háskólamenntun á Íslandi. Síðusta helgi var viðburðarrík fyrir framvindu verkefnisins. Haldið var námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða og ný vefsíða sett í loftið. Námskeiðinu stýrðu verkefnastjórar Student Refugees í Danmörku sem eru á vegum Studenterhuset í Kaupmannahöfn. Þeim var boðið til landsins með styrk frá European Students Union. Sjá má nýju vefsíðuna hér. Fylgist með næstu skrefum þar og á samfélagsmiðlum.

— English —

Big weekend for Student Refugees Iceland

Student Refugees Iceland is a student run initiative with the goal of increasing access to higher education for asylum seekers and refugees in Iceland. Last weekend was eventful for the progress of the project. New volunteers received training and a new website was launched. The training was led by project managers of a related project run by Studenterhuset in Denmark, who were invited to the country on a grant from the European Student Union. See the new website here. Follow the next steps there and on our social media.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir umsóknir í sjálfbærninefnd LÍS - framlengdur umsóknarfrestur // Open for application to LÍS's sustainability committee

Sjálfbærninefnd er ný nefnd sem mun hafa það hlutverk að skrifa sjálfbærnistefnu LÍS sem unnin er upp úr gögnum frá landsþingi LÍS 2019. Landsþingið hafði yfirskriftina ,,Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?” og koma gögnin úr vinnustofum sem fóru þar fram. Sjálfbærninefnd LÍS hefur einnig það hlutverk að endurskoða starfsemi samtakanna með sjálfbærni í huga. Laus sæti í nefndinni eru fjögur.

Green and Blue Illustrated Plant Earth Day Poster (1).jpg

------------ Scroll down for the english version ------------

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í sjálfbærninefnd LÍS!

Sjálfbærninefnd er ný nefnd sem mun hafa það hlutverk að skrifa sjálfbærnistefnu LÍS sem unnin er upp úr gögnum frá landsþingi LÍS 2019. Landsþingið hafði yfirskriftina ,,Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?” og koma gögnin úr vinnustofum sem fóru þar fram. Sjálfbærninefnd LÍS hefur einnig það hlutverk að endurskoða starfsemi samtakanna með sjálfbærni í huga. Laus sæti í nefndinni eru fjögur.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Sonju Björgu Írisar Jóhannsdóttir, forseta LÍS. Netfang: sonja@studentar.is

HVERNIG SÆKI ÉG UM? 

Opið er fyrir umsóknir frá 23. september til og með 6. október. Sótt er um með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á sonja@studentar.is

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um!

------------ English ------------

The National Union of Icelandic Students call for members in LÍS’s Sustainability Committee!

The Sustainability Committee is a new committee that will have the role of writing the LÍS’ Sustainability Policy which will be made from data from LÍS’s National Assembly. The National Assembly was entitled “Sustainability and the University Community - What is our corporate social responsibility?” and will we be using the data from the workshops there. LÍS's sustainability committee also has the role of reviewing the organization's activities with sustainability in mind.
There are four available seats in the committee.
If you wish for further information you can contact Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir, the President of LÍS. Email: sonja@studentar.is

HOW DO I APPLY?

Applications are open from September 23rd until October 6th. You apply by sending your CV and a short introduction letter to sonja@studentar.is

We encourage individuals of every gender to apply for the committee!

Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

LÍS hljóta viðurkenningu frá Íslandsdeild Amnesty International

Greta Thunberg hlaut á dögunum titlilinn ,,samviskusendiherra”, heiðursverðlaun Amnesty International. Titlinum deilir hún með alþjóðlegu loftslagsverkfallshreyfingu ungmenna, Fridays For Future. Í kjölfarið veitti Íslandsdeild Amnesty International skipuleggjendum loftslagsverkfallanna hérlendis viðurkenningu fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni…

Greta Thunberg hlaut á dögunum titlilinn ,,samviskusendiherra”, heiðursverðlaun Amnesty International. Titlinum deilir hún með alþjóðlegu loftslagsverkfallshreyfingu ungmenna, Fridays For Future. Í kjölfarið veitti Íslandsdeild Amnesty International skipuleggjendum loftslagsverkfallanna hérlendis viðurkenningu fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni. Fjögur samtök hlutu viðurkenninguna að þessu sinni og voru LÍS þar á meðal, ásamt Stúdentaráði Háskóla Íslands, Ungum Umhverfissinnum og Sambandi Íslenskra Framhaldsskólanema. Nelson Mandela, Malala Yousafzai og Colin Kaepernick eru meðal þeirra sem áður hafa hlotið heiðursverðlaun Amnesty og það er LÍS verulegur heiður að fá að deila þessum titli með þeim og Gretu Thunberg. 

Samtökunum er sannur heiður að hljóta viðurkenningu af þessu tagi. Viðurkenningin á þó best heima hjá börnunum sem hafa mætt alla föstudaga á verkföllin og krafist aðgerða. Þau eru uppsprettan og drifkrafturinn að verkföllunum í þágu umhverfisins.

Frá vinstri: Sigrún Jónsdóttir, Jóna Þórey Pétursdóttir, Sigurður Loftur Thorlacius, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Jóhanna Steina Matthíasdóttir

Frá vinstri: Sigrún Jónsdóttir, Jóna Þórey Pétursdóttir, Sigurður Loftur Thorlacius, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Jóhanna Steina Matthíasdóttir

Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Samningur við mennta- og menningarmálaráðuneytið

LÍS skrifuðu nýlega undir samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggir fjármögnun samtakanna til næstu fimm ára. Eins og kemur fram á heimasíðu þess vill mennta- og menningarmálaráðuneytið með samningnum stuðla að öflugum samstarfsvettvangi háskólastúdenta og að LÍS sé öflugur tengiliður stjórnvalda við íslenska háskólastúdenta í umræðu um skipulag og stefnumótun háskólastigsins.

LÍS skrifuðu nýlega undir samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggir fjármögnun samtakanna til næstu fimm ára. Eins og kemur fram á heimasíðu þess vill mennta- og menningarmálaráðuneytið með samningnum stuðla að öflugum samstarfsvettvangi háskólastúdenta og að LÍS sé öflugur tengiliður stjórnvalda við íslenska háskólastúdenta í umræðu um skipulag og stefnumótun háskólastigsins.

Samningur til fimm ára tryggir samtökunum aukinn stöðugleika sem er einstaklega dýrmætt fyrir samtök í örri þróun. Fjármagnið gerir samtökunum kleift að fjölga stöðugildum á skrifstofu LÍS sem er mikið fagnaðarefni.

Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Higher Education: Its Relevance to Students and Society

Þann 31. ágúst fór fram ráðstefnan Higher Education: Its Relevance to Students and Society. Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Reykjavík og skipulögð af Gæðaráði íslenskra háskóla ásamt mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Stúdentafulltrúar frá Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Færeyjum

Stúdentafulltrúar frá Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Færeyjum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hélt inngangsræðu um gæðamál innan háskólakerfisins með áherslu á menntastefnu til 2030, sem er í bígerð. Eins og kemur fram í gæðastefnu LÍS ætti slík stefna að vera mótuð í góðu samstarfi við stúdenta, háskólana og aðra viðeigandi hagsmunaaðila. 

Fyrir hádegi var rætt um hlutverk háskóla. Háskólar hafa verið miðstöð þekkingar og uppspretta nýsköpunar en nú er ætlast til meira af þeim. Það er ætlast til þess að háskólar teygi anga sína út í samfélagið og hafi áhrif á sitt nærumhverfi með beinum hætti. Ellen Hazelkorn, meðlimur í Gæðaráði íslenskra háskóla frá Dublin Institute of Technology, fjallaði um samfélagslega ábyrgð háskólakerfisins og sagði: “While societal problems are not solely the responsibility of higher education, universities have a responsibility to help solve them.”

Eftir hádegi fór fram pallborð um starfsnám. Hvorki er fjallað um starfsnám á háskólastigi í lögum um háskóla né öðrum settum reglum og áríðandi að svo sé. Slíkar reglur eiga meðal annars að kveða á um ábyrgð háskóla og starfsvettvangs. Hanne Smidt, ráðgjafi hjá European University Association, endaði pallborðið um starfsnám á orðunum “Higher education should not be a lottery” en umræðurnar sem vöknuðu endurspegla að á Íslandi skortir almennilegan ramma utan um starfsnám.

Einnig fór fram pallborð um samfélagslega ábyrgð háskóla. Umræðurnar voru líflegar og var rætt um nýsköpun, samspil háskóla og atvinnulífsins og krafðist fulltrúi stúdenta í pallborðinu, Julian Lu Curlo sem er alþjóðaforseti landssamtaka danskra stúdenta, að háskólar taki fullan þátt í baráttunni gegn loftslagsvánni. 

Seinasti liður dagskránnar samanstóð af pallborði þar sem fulltrúar stúdenta frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Færeyjum sátu. Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti LÍS, sat í pallborðinu fyrir hönd samtakanna. Umræðuefnið var sjónarhorn stúdenta á mikilvægi háskólastigsins. Stúdentar gagnrýndu að á ráðstefnu þar sem samfélags ábyrgð háskóla hafi verið tekin fyrir hafi umhverfismál ekki verið í forgrunni. Þau ræddu einnig mikilvægi þess að háskólar leggi áherslu á ánægju nemenda í námi frekar en að meta gæði háskóla eftir því hvar þau standa í niðurröðun Times Higher Education.  

Read More