Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Auglýst eftir framboðum í stöðu forseta LÍS

LÍS auglýsa í stöðu forseta fyrir starfsárið 2019-2020. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 28. október og skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Kostur er að frambjóðandi hafi reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta, félagsstarfi í háskóla eða sambærilegu starfi.

Untitled design.png

LÍS auglýsa í stöðu forseta fyrir starfsárið 2019-2020. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 28. október og skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Kostur er að frambjóðandi hafi reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta, félagsstarfi í háskóla eða sambærilegu starfi. Kjörgengi til forseta hafa stúdentar sem eru, eða hafa verið síðustu tvö árin, meðlimir í aðildarfélögum LÍS, fulltrúaráði, framkvæmdastjórn eða nefndum LÍS.

Yfirlit yfir helstu hlutverk forseta úr verklagi LÍS:

  • Forseti skal hafa yfirsýn yfir alla starfsemi samtakanna og þekkja þau mál sem liggja fyrir samtökunum hverju sinni.

  • Forseti skal boða framkvæmdastjórnar- og fulltrúaráðsfundi, leggja fram dagskrá og stýra fundum.

  • Forseti hefur umsjón með sameiginlegum gögnum samtakanna – að á þeim sé gott skipulag og að hægt ég að finna öll þau gögn er samtökin varða.

  • Forseti er yfir landsþingsnefnd.

  • Forseti skal koma fram fyrir hönd félagsins og vera málsvari þess á opinberum vettvangi.

  • Forseti skal hafa umsjón með yfirlýsingum í nafni samtakanna og skal hann leggja þær fyrir fulltrúaráð til samþykktar áður en þær eru gefnar út. 

  • Forseti skal gæta jafnt að hagsmunum allra aðildarfélaga og gæta hlutleysis í hvívetna.

  • Forseti er talsmaður samtakanna og skal því vera í samskiptum við mennta- og menningarmálaráðuneyti og aðra hagaðila. Skal halda ræður og erindi á ráðstefnum og fundum sem varða stúdenta sé þess óskað.

  • Forseti skal vera ábyrgur fyrir miðlun upplýsinga til fulltrúa og varafulltrúa í  fulltrúaráði um alla starfsemi LÍS og til aðildarfélaga.

  • Forseti verður að kynna sér allt útgefið efni samtakanna (stefnur, verklag, ársskýrslur, handbækur og svo framvegis). 

Kosið verður í stöðu forseta á fulltrúaráðsfundi samtakanna 29. október og verður forseti að geta hafið störf sem fyrst. Fulltrúaráð LÍS ákvarðar starfs- og launakjör forseta en sóst er eftir einstakling sem getur sinnt 50-100% starfshlutfalli. 

Fyrirspurnir má senda á lis@studentar.is.

Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Markaðsstjóri LÍS 2019 - 2020

Þann 26. september síðastliðinn var Guðbjartur Karl Reynisson kosinn markaðsstjóri LÍS starfsárið 2019 - 2020 af fulltrúaráði samtakanna. Guðbjartur er með MSc gráðu í markaðsfræði og er auk þess þaulreyndur greinahöfundur. 

Þann 26. september síðastliðinn var Guðbjartur Karl Reynisson kosinn markaðsstjóri LÍS starfsárið 2019 - 2020 af fulltrúaráði samtakanna. Guðbjartur er með MSc gráðu í markaðsfræði og er auk þess þaulreyndur greinahöfundur. 

Markaðsstjóri ber ábyrgð á því að vekja athygli á LÍS í samfélaginu og ber ábyrgð á miðlum samtakanna. 

Við bjóðum Guðbjart velkominn til starfa.

IMG_6146.JPG
Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Leitað er að þáttastjórnanda og klippara fyrir Stúdentaspjallið // Looking for a host and editor of Student Talk podcast

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að áhugasömum einstaklingi til að taka að sér spennandi verkefni sem þáttastjórnanda gæðahlaðvarpsins Stúdentaspjallið.

Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma í samráði við viðmælendur og stefnt er að ljúka upptökum í lok nóvember.

Copy of Ert þú með góða útvarpsrödd_.png

— English below —

Þáttastjórnandi Stúdentaspjallsins

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að áhugasömum einstaklingi til að taka að sér spennandi verkefni sem þáttastjórnanda gæðahlaðvarpsins Stúdentaspjallið.

Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma í samráði við viðmælendur og stefnt er að ljúka upptökum í lok nóvember.

Fyrsti þáttur hlaðvarpsins kom út í síðastliðinn nóvember og hefur hann það markmið að kynna hinum almenna háskólanema fyrir gæðamálum í háskólaumhverfinu. Þar eru gæði sett fram á mannamáli og hlutirnir ræddir á léttum nótum. 

Helstu hlutverk

  • Upptaka á þremur þáttum

  • Mynda handrit og taka þátt í hugmyndavinnu

  • Stýra umræðum

  • Læra fullt um gæðamál í íslenskum háskólum

Ef þú:

  • Hefur gaman að því að spjalla við fólk

  • Telur þig vera góð/góðan/gott í að stýra umræðum

  • Veist ekkert um gæðamál en hefur áhuga á að vita meira

  • Hefur lausan tíma af og til næstu vikurnar

  • Langar að næla þér í smá aukapening (já, þetta er launað)

Þá er þetta fullkomið tímabundið hlutastarf fyrir þig! Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara og sendu póst á eyglo@studentar.is með stuttu kynningarbréfi.

Opið er fyrir umsóknir til og með 16. október. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið er hægt að nálgast með því að senda póst á eyglo@studentar.is 

Klippari Stúdentaspjallsins

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að áhugasömum einstaklingi til að taka að sér að klippa og vinna fjóra hlaðvarpsþætti Stúdentaspjallsins.

Þetta er launað verkefni sem verður unnið að næstu vikur fram að byrjun desember. Gert er ráð fyrir þriggja tíma vinnu fyrir hvern þátt.

Hvernig sæki ég um?

Opið er fyrir umsóknir til og með 16. október. Sótt er um með því að senda póst á eyglo@studentar.is með stuttu kynningarbréfi og ferilskrá.

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið er hægt að nálgast með því að senda póst á eyglo@studentar.is 


— English —

The Host of LÍS’s Student Talk podcast

The National Union of Icelandic Students is looking for an enthusiastic individual to take on an exciting project as the podcast host of LÍS’s quality assurance podcast, the Student Talk, or ‘Stúdentaspjallið’.

Working hours are quite flexible but all episodes should be recorded before the end of November.

The first episode of the podcast was aired last November and its aim was to introduce the common university student to quality assurance in the higher education sector. The podcast tackles quality assurance. The aim is to discuss quality assurance in general terms and explain them from a simple perspective.

Responsibilities

  • Record three episodes

  • Form a script and participate in brainstorming

  • Lead discussions

  • Learn about quality assurance in Icelandic universities

If you:

  • Like talking to people

  • Feel you are good at leading discussions

  • Don’t know anything about quality assurance in Iceland, but want to know more

  • Have some free time in the next few weeks

  • Want to earn some easy money (yes, this is a paid position)

Then don’t let this opportunity slip away and send an email with a short introduction letter to eyglo@studentar.is

Applications are open until the 16th of October. We encourage individuals of every gender to apply for the available position. For further information about the position please contact eyglo@studentar.is 

Editor of the podcast Student Talk

The National Union of Icelandic Students is looking for an enthusiastic individual to edit four podcast episodes of the Student Talk podcast.

This is a paid position that will take place in the next few weeks and it’s assumed that each episode will take three hours of work.

How do I apply?

Applications are open until the 16th of October. You can apply by sending an email with an introduction letter and CV to eyglo@studentar.is.
We encourage individuals of every gender to apply for the available position. For further information about the position please contact eyglo@studentar.is

Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Allsherjarverkfall fyrir loftslagið 20. til 27. september 2019

Frá 22. febrúar 2019 hefur ungt fólk safnast saman á Austurvelli hvern föstudag til að krefjast öflugri aðgerða strax af hálfu stjórnvalda og fyrirtækja í baráttunni gegn hamfarahlýnun. LÍS hafa verið hluti af skipulagshóp verkfallanna frá upphafi en skipulagshópurinn efndi til Allsherjarverkfalls fyrir loftslagið frá 20. til 27. september, ásamt Landvernd. Unga kynslóðin hefur svo sannarlega látið til sín taka undanfarna mánuði og var það því ákall allsherjarverkfallsins að eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með á hliðarlínunni styðji við hreyfinguna.  

Frá 22. febrúar 2019 hefur ungt fólk safnast saman á Austurvelli hvern föstudag til að krefjast öflugri aðgerða strax af hálfu stjórnvalda og fyrirtækja í baráttunni gegn hamfarahlýnun. LÍS hafa verið hluti af skipulagshóp verkfallanna frá upphafi en skipulagshópurinn efndi til Allsherjarverkfalls fyrir loftslagið frá 20. til 27. september, ásamt Landvernd. Unga kynslóðin hefur svo sannarlega látið til sín taka undanfarna mánuði og var það því ákall allsherjarverkfallsins að eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með á hliðarlínunni styðji við hreyfinguna.  

Fyrsta hádegisverkfall vikunnar

Fyrsta hádegisverkfall vikunnar

Um 4 milljónir manns tóku þátt í Allsherjarverkfalli fyrir loftslagið 20. september síðastliðinn en boðað var til aðgerða í yfir 150 löndum. Þar á meðal voru ríflega 1200 manns sem tóku þátt á Íslandi. Mótmælendur gengu frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem tók við stútfull dagskrá af ræðum og tónlistaratriðum. Á meðal ræðufólks var Kári Stefánsson, Stjörnu-Sævar, Högni, Eydís Blöndal og grunnskólanemarnir Daði, Emelía, Jökull, Ida og Elís sem hafa öll tekið virkan þátt í verkföllunum undanfarna mánuði. Tónlistarfólkið Friðrik Dór, Krummi og GDRN stigu á stokk og skemmtu viðstöddum. 

Framkvæmdastjórn á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið

Framkvæmdastjórn á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið

Loftslagsverkföll fóru svo fram með hefðbundnu sniði í hverju einasta hádegi í loftslagsvikunni og voru ýmsir hliðarviðburðir skipulagðir samhliða. Til að mynda fór fram bolaprentun og skiltagerð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sem var skipulagt af hópnum List fyrir loftslagið. Bíllausi dagurinn fór fram 22. september þar sem lokað var fyrir umferð á Miklubraut hjá Klambratúni, ásamt Hringbraut, og ferðaðist fólk þaðan á Lækjartorg með öllum mögulegu fararskjótum öðrum en einkabílnum.

Þann 27. september var fjölmennt á Austurvelli. Í kjölfar verkfallsins gengu fulltrúar frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), Stúdentaráði Háskóla Íslands (SHÍ), Ungum umhverifssinnum (UU), Foreldrum fyrir framtíðina og LÍS fyrir hönd skipulagshóps loftslagsverkfallsins á fund með forsvarsaðilum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum. 

Eftirfarandi voru kröfur loftslagsverkfallsins á fundinum:

  1. Við krefjumst þess að Ísland taki af skarið og lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsvárinnar. Þeirri yfirlýsingu verða að fylgja aðgerðir af þeirri stærðargráðu sem tryggja að losun Íslands minnki árlega um a.m.k. 5% þannig að öruggt sé að kolefnishlutleysi náist fyrir árið 2040.

  2. Stjórnvöld fylgi tillögum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) og sjái til þess að árlegar fjárfestingar í aðgerðir gegn loftslagsvánni af hálfu atvinnulífs og hins opinbera séu samtals 3,5% af landsframleiðslu. 

Ásamt kröfunum fylgdi tillaga að yfirlýsingu á neyðarástandi. 

Ríkisstjórnin sá sér ekki fært að skrifa undir en tók fram að hún myndi fara yfir kröfurnar og halda samtalinu áfram síðar. Á fundinum bauð umhverfis- og auðlindaráðherra skipulagshópnum að koma að endurskoðun á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem er af hinu jákvæða. 

Loftslagsverkfallið mun halda áfram að krefjast aukinna aðgerða í loftslagsmálum.  Við viljum afdráttarlausar aðgerðir. Núna. Fyrir framtíðina. Fyrir loftslagið.

Hádegisverkfall föstudaginn 27. september. Á borðanum stendur ,,Loftslagsaðgerðir strax”.

Hádegisverkfall föstudaginn 27. september. Á borðanum stendur ,,Loftslagsaðgerðir strax”.

Read More
Guest User Guest User

Opinn fundur um LÍN

Málefnanefnd Samfylkingarinnar um menntamál bauð LÍS að taka þátt í pallborði á opnum fundi um Lánasjóð íslenskra námsmanna í Iðnó þann 16. september. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður og formaður málefnanefndar Samfylkingarinnar um menntamál, stýrði fundinum. Sigrún Jónsdóttir, varaforseti LÍS, fór fyrir hönd samtakanna og sat í pallborði ásamt Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar og varaformanni allsherjar og menntamálanefndar; Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanns Bandalags háskólamanna og Marinó Erni Ólafssyni, lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Málefnanefnd Samfylkingarinnar um menntamál bauð LÍS að taka þátt í pallborði á opnum fundi um Lánasjóð íslenskra námsmanna í Iðnó þann 16. september. 

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður og formaður málefnanefndar Samfylkingarinnar um menntamál, stýrði fundinum. 

Sigrún Jónsdóttir, varaforseti LÍS, fór fyrir hönd samtakanna og sat í pallborði ásamt Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar og varaformanni allsherjar og menntamálanefndar; Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanns Bandalags háskólamanna og Marinó Erni Ólafssyni, lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Sigrún fór yfir helstu breytingarnar sem frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna hefur í för með sér og ræddi kosti og galla þeirra breytingar út frá umsögn LÍS. Sigrún lagði áherslu á kröfur stúdenta þegar kemur að breyttum vaxtakjörum. Í frumvarpsdrögunum, sem birtust inni á Samráðsgátt stjórnvalda í júlí, kom fram að námsmenn geta valið á milli verðtryggðs og óverðtryggðs láns við námslok og að vextir skulu vera breytilegir og byggja á vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu föstu vaxtaálagi. LÍS telja æskilegra að sett verði þak vexti. Marinó Örn Ólafsson fjallaði svo nánar um áhrif breyttra vaxtakjara út frá ýmsum sviðsmyndum. Þórunn Sveinbjarnardóttir ræddi kosti og galla frumvarpsins út frá sínum hagsmunahópi, greiðendum. Tók hún undir kröfur LÍS um þak á vexti og ræddi meðal annars þjónustuhlutverk SÍN. Guðmundur Andri Thorsson stiklaði á stóru um sögu LÍN og ræddi mikilvægi þess að sjóðurinn gagnist sem félagslegt jöfnunartæki. 

Nálgast má umsögn LÍS vegna frumvarps um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna hér.

Í röð: Guðmundur Andri Thorsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Marinó Örn Ólafsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Í röð: Guðmundur Andri Thorsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Marinó Örn Ólafsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Read More