Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

LÍS auglýsa eftir stúdentafulltrúa í stofnunarúttekt Háskólans á Bifröst / LÍS seeks a student representative for an Institution-Wide Review of Bifröst University

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 13. septmeber.

Sækið um með því að senda kynningarbréf og ferilskrá á lis@studentar.is

Fulltrúinn þarf að vera laus yfir allan daginn, dagana sem úttektin fer fram: 26.-30. október. Um er að ræða launaða stöðu en stúdentafulltrúinn fær greiddar 500.000 ISK fyrir starfið. Ferðir og fæði er greitt af Gæðaráði íslenskra háskóla og sömuleiðis hótelgisting. Þekking og reynsla af gæðastarfi er kostur.

Applications are open until and including Sunday 13 September.

Apply by sending a cover letter and CV to lis@studentar.is

The representative must be available when the review takes place: 26.-30. October. This is a paid position, the student representative is paid ISK 500,000 for the job. Travel and food are paid for by the Quality Council of Icelandic universities, as well as hotel accommodation. Knowledge and experience of quality work is an advantage.

Copy of Simple Border Health Quote Instagram Post.png

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 13. septmeber.

Sækið um með því að senda kynningarbréf og ferilskrá á lis@studentar.is

Fulltrúinn þarf að vera laus yfir allan daginn, dagana sem úttektin fer fram: 26.-30. október. Um er að ræða launaða stöðu en stúdentafulltrúinn fær greiddar 500.000 ISK fyrir starfið. Ferðir og fæði er greitt af Gæðaráði íslenskra háskóla og sömuleiðis hótelgisting. Þekking og reynsla af gæðastarfi er kostur.

Í handbók Gæðaráðs kemur fram að LÍS skuli tilnefna fulltrúa stúdenta frá aðildarfélögum sínum. Þar koma einnig fram eftirfarandi skilyrði:

  • Tilnefndur fulltrúi þarf annaðhvort að vera í háskólanámi eða hafa lokið námi fyrir minna en ári síðan.

  • Fulltrúinn má ekki vera úr sömu stofnun og verið er að taka út, þ.e. má ekki vera þar í námi núna eða hafa verið þar í námi áður.

  • Auk þess má fulltrúinn ekki hafa náin tengsl við stofnunina í gegnum fjölskyldutengsl - að náinn fjölskyldumeðlimur stundi nám við stofnunina eða starfi við hana. Úttektarteymið mun þurfa að skrifa undir yfirlýsingu til staðfestingar á því að engir hagsmunaárekstrar séu til staðar.

  • Stúdentafulltrúinn þarf að vera vel talandi og skrifandi á ensku.

LÍS seeks a student representative for an Institution-Wide Review of Bifröst University

Applications are open until and including Sunday 13 September.

Apply by sending a cover letter and CV to lis@studentar.is

The representative must be available when the review takes place: 26.-30. October. This is a paid position, the student representative is paid ISK 500,000 for the job. Travel and food are paid for by the Quality Council of Icelandic universities, as well as hotel accommodation. Knowledge and experience of quality work is an advantage.

The Quality Enhancement handbook states that LÍS shall nominate student representative from its member associations.

It also states the following conditions:

  • The representative must either be in university or have completed their studies less than a year ago.

  • The representative may not be from the same institution as is being reviewed, ie. may not be studying there now or have studied there before.

  • In addition, the representative must not have a close relationship with the organization through family ties - that a close family member studies or works with the organization. The audit team will need to sign a declaration confirming that there is no conflict of interest.

  • The student representative must be fluent in spoken and written in English.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Grípa þarf til frekari aðgerða fyrir stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta sendu inn umsögn við frumvarp um frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru sem var til umræðu á alþingi í gær. Sjónarmið stúdenta komust þar að einhverju leiti inn í umræðu, að þörf er á því að staða stúdenta sé skoðuð nánar, að átt sé samráð við stúdenta og að gripið verði til aðgerða til þess að styðja stúdenta sem falla milli kerfa, þ.e. njóta hvorki réttar til atvinnuleysisbóta né námslána.

Copy of Simple Border Health Quote Instagram Post.png

Landssamtök íslenskra stúdenta sendu inn umsögn við frumvarp um frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru sem var til umræðu á alþingi í gær. Sjónarmið stúdenta komust þar að einhverju leiti inn í umræðu, að þörf er á því að staða stúdenta sé skoðuð nánar, að átt sé samráð við stúdenta og að gripið verði til aðgerða til þess að styðja stúdenta sem falla milli kerfa, þ.e. njóta hvorki réttar til atvinnuleysisbóta né námslána.

Helsta breytingin sem þetta frumvarp felur í sér er grunnur að átaki að nafni Nám er tækifæri, sem byggt er átakinu Nám er vinnandi vegur frá því í eftirmálum efnahagshrunsins 2008. Í núverandi mynd felur átakið í sér möguleika fyrir 3000 manns til þess að stunda nám án þess að missa rétt til atvinnuleysisbóta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, m.a. að hafa verið atvinnulausir í meira en 6 mánuði. 

Ljóst er að einhverjum mun þykja misrétti fólgin í því að ákveðnir einstaklingar haldi rétt sínum til atvinnuleysisbóta samhliða því að hefja nám, meðan hinn almenni stúdent er alfarið án atvinnuleysistrygginga. Menntasjóður námsmanna á að jafna tækifæri fólks til náms og gera stúdentum kleift að sinna náminu sínu, en úthlutunarreglur sjóðsins gera beinlínis ráð fyrir því að námsmenn vinni með skóla og/eða í námshléum í útreikningum sínum á framfærslu. Stúdentar teljast ekki tryggðir í lögum um atvinnuleysistryggingar, en af því leiðir að atvinnulausir lánþegar þurfa að lifa á grunnframfærslu einni, sem er aðeins 166.859 krónur fyrir námsmann í sambúð, 189.500 krónur fyrir einstakling í leiguhúsnæði og 275.525 krónur fyrir einstætt foreldri með eitt barn svo nokkur dæmi séu nefnd. 

Haldi ríkisstjórnin fast í þá afstöðu að stúdentar skulu áfram teljast ótryggðir í lögum um atvinnuleysisbætur þá leita stúdentar skýringar á því að ákveðnum hópi sé samt veittur þessi stuðningur. Viljum við hér ekki draga úr vanda þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en 6 mánuði, þennan hóp þarf að styðja, en viljum benda á að staða þeirra sem eru í námi er einnig mjög slæm, og að ef koma skal í veg fyrir að fólk neyðist til þess að hætta í námi vegna fjárhagsörðuleika þarf að grípa til frekari aðgerða. 




Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Framfærsla enn of lág / Basic Support is Still Too Low

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið saman ályktun um úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 sem gefnar voru út í lok júlí. Stúdentar hafa lengi barist fyrir því að framfærslulán hækki og að samspil námslána og hlutavinnu með skóla verði til þess að dæmið gangi upp: að stúdentar geti með sanni framfleytt sér.

//

The National Union of Icelandic Students has compiled a resolution on the allocation rules of the Student Education Fund (Menntasjóður námsmanna) for the school year 2020-2021, which were issued at the end of July. Students have long fought for an increase in basic support loans and for the interplay between student loans and part-time employment to add up: that students can reliably support themselves.

-English below-

1.png

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið saman ályktun um úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 sem gefnar voru út í lok júlí. Stúdentar hafa lengi barist fyrir því að framfærslulán hækki og að samspil námslána og hlutavinnu með skóla verði til þess að dæmið gangi upp: að stúdentar geti með sanni framfleytt sér.

Helstu breytingar á reglunum má rekja til þess sem má finna í nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna 1. júlí 2020. Með nýjum lögum breytist um þriðjungur láns í styrk við námslok innan ákveðinna tímamarka og framfærsla barna er í formi styrkja en ekki lána.

Önnur nýjung í reglum sjóðsins er fimmföldun frítekjumarks fyrir þá sem koma af atvinnumarkaði í nám, sem hefur einmitt verið krafa LÍS. Þessi breyting er svar við aukna aðsókn í háskólana vegna þess efnahagsástands sem ríkir á tímum heimsfaraldurs.

En LÍS þykir miður að staða þeirra hafi lítið batnað sem voru í námi síðustu önn og verða það áfram í haust. Þrátt fyrir ofangreindar framfarir mætti halda að Menntasjóðurinn sé enn LÍN í dulargervi, þar sem grunnframfærslulán og frítekjumark hins almenna stúdents standa nánast í stað. Í stað þess að nýta tækifæri til úrbóta á úthlutunarreglum við það að taka upp nýtt kerfi, sjá stúdentar fram á að þurfa áfram að vinna með skóla, umfram eða í staðinn fyrir að taka námslán.

Lesa má álytunina í heild sinni hér:



Basic Support is Still Too Low: LÍS’s Resolution on the Student Education Fund’s Allocation Rules

2.png

The National Union of Icelandic Students has compiled a resolution on the allocation rules of the Student Education Fund (Menntasjóður námsmanna) for the school year 2020-2021, which were issued at the end of July. Students have long fought for an increase in basic support loans and for the interplay between student loans and part-time employment to add up: that students can reliably support themselves.

The main changes in the rules can be traced to what can be found in the new law on the Student Education Fund, which took over from the Icelandic Student Loan Fund on July 1st 2020. With the new law, about a third of each loan will be converted into a grant at graduation within a certain time frame, and child support is now in the form of grants rather than loans.

Another improvement in the fund's rules is a fivefold increase of the maximum permitted income limit for those who are returning to school from the labour market, a change that LÍS had called for. This change is a response to the increased enrollment at universities due to the economic situation prevailing during the pandemic.

But LÍS regrets that the situation has not improved much for those who were studying last semester and will continue to do so this autumn. Despite the above-mentioned progress, it could be assumed that the Menntasjóðurinn is still a LÍN in disguise, as the basic support loan and the maximum permitted income limit for the general student are almost the same. Instead of taking advantage of opportunities to improve allocation rules when adopting a new system, students anticipate having to continue working alongside their studies, in addition to or instead of taking out student loans.

Read the resolution in full here:






Read More
Anna Kristín Jensdóttir Anna Kristín Jensdóttir

Skólastarf nemenda í áhættuhópum á tímum kórónuveirunnar

Á þeim fordæmalausu tímum sem nú eru í samfélaginu er að mörgu að hyggja og þar á meðal er skólahald og framkvæmd þess á öllum skólastigum. Mörg hagsmunafélög fatlaðs fólks hafa bent á mikilvægi þess að tryggja nemendum í áhættuhópi, sem margir hverjir þurfa að forðast margmenni, þjónustu til að geta sinnt námi og fengið félagslegan stuðning til að einangrast ekki. Allir skólar hafa breytt skipulagi sínu með tilliti til þeirra reglna sem nú gilda um sóttvarnir. Skólunum hefur verið skipt upp í hólf til að lágmarka hópamyndun, aðgangur að skólunum hefur verið takmarkaður og mikið er um fjarnám, annað hvort alfarið eða að hluta. Allt eru þetta leiðir sem mögulegt er að fara en þá er einnig nauðsynlegt að huga að fleiri þáttum þegar kemur að nemendum í áhættuhópum.

Á þeim fordæmalausu tímum sem nú eru í samfélaginu er að mörgu að hyggja og þar á meðal er skólahald og framkvæmd þess á öllum skólastigum. Mörg hagsmunafélög fatlaðs fólks hafa bent á mikilvægi þess að tryggja nemendum í áhættuhópi, sem margir hverjir þurfa að forðast margmenni, þjónustu til að geta sinnt námi og fengið félagslegan stuðning til að einangrast ekki. Allir skólar hafa breytt skipulagi sínu með tilliti til þeirra reglna sem nú gilda um sóttvarnir. Skólunum hefur verið skipt upp í hólf til að lágmarka hópamyndun, aðgangur að skólunum hefur verið takmarkaður og mikið er um fjarnám, annað hvort alfarið eða að hluta. Allt eru þetta leiðir sem mögulegt er að fara en þá er einnig nauðsynlegt að huga að fleiri þáttum þegar kemur að nemendum í áhættuhópum.

Alþjóðaheilbrigðisyfirvöld hafa gefið út upplýsingar um ákveðna hópa sem myndu síður þola að veikjast af veirunni og gætu í versta falli látið lífið. Það á við um fólk sem býr við hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, taugasjúkdóma og aðra sjúkdóma sem hafa áhrif á ónæmiskerfi líkamans. Samkvæmt þessum leiðbeiningum er fólki í þessum hópum ráðlagt að fara varlega, forðast margmenni eins og kostur er ásamt því að huga vel að sóttvörnum. Fólk í áhættuhópum eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þó það sé mikilvægast að hlífa áhættuhópum frá smiti þarf einnig bregðast við mögulegum langtíma afleiðingum sóttvarnarreglna.

Í ljósi þess að þeim einstaklingum sem þetta á við sé ráðlagt að vera heima að þarf að huga að nýjum lausnum. Fyrir ákveðin hóp nemenda sem býr við mjög mikla fötlun er fjarnám ef til vill ekki fýsilegur kostur vegna skertrar getu. Þessir nemendur hafa líkt og aðrir nemendur greitt greitt skráningargjöld og skólagjöld og stefndu á að hefja tiltölulega venjulega önn. Það hefur hins vegar orðið breyting á því, nú þegar ljóst er að veiran er að taka sig upp á ný.

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, hefur skorað á menntamálayfirvöld „að gera við­eig­andi ráð­staf­anir til að tryggja fötl­uðum nem­endum á öllum skóla­stigum þau mann­rétt­indi að hafa tæki­færi til náms til jafns við aðra og að taka til­lit þarfa til sem þau hafa vegna fötl­unar sinn­ar.“ Þau mannréttindi fela í sér að þátttaka þeirra í öllum þáttum námsins sé tryggð með viðeigandi stuðningi og lausnum. Þessir hópar eru illa útsettir fyrir langtíma afleiðingum einagrunar og rútínuleysi og því þarf að huga að fleiru en smithættunni einni. 

Það er nauðsynlegt að geta boðið þessum nemendum upp á úrræði til að geta haldið áfram námi sínu, ekki bara námslegum stuðningi heldur einnig félagslegum. Heppilegt væri að geta boðið upp á stuðning á heimilum nemenda. Skipuleggja þarf félagslíf þannig að þátttaka í fjarfundabúnaði sé möguleg. Hvaða úrræði stendur þessum nemendahópi til boða til að stunda námi sínu? Hvaða úrræði standa þeim til boða til að taka þátt í félagslífi með skólafélögum sínum?

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Taktu þátt! Opið fyrir umsóknir í nefndir LÍS

Hefur þú áhuga á félagsstörfum? Brennur þú kannski fyrir hagsmunabaráttu stúdenta? Langar þig til að hafa áhrif? Viltu starfa með stúdentum frá öllum háskólum landsins?

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í nefndir samtakanna en þær eru gæðanefnd, lagabreytinganefnd, fjármálanefnd, alþjóðanefnd, markaðsnefnd og jafnréttisnefnd.

Find this information in English here!

Hefur þú áhuga á félagsstörfum? Brennur þú kannski fyrir hagsmunabaráttu stúdenta? Langar þig til að hafa áhrif? Viltu starfa með stúdentum frá öllum háskólum landsins? 

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í nefndir samtakanna en þær eru gæðanefnd, lagabreytinganefnd, fjármálanefnd, alþjóðanefnd, markaðsnefnd og jafnréttisnefnd. 

Hvað eru LÍS?

Landssamtök íslenskra stúdenta, eða LÍS, voru stofnuð 3. nóvember 2013 og eru samtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. LÍS eru regnhlífarsamtök og standa að þeim átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis. LÍS er því í forsvari fyrir rúmlega 20 þúsund íslenskra stúdenta.

Lesa má meira um samtökin hér

Hvernig sæki ég um? 

Opið er fyrir umsóknir frá 24. ágúst til og með 11. september. Í umsókn skal koma fram: Hvaða nefnd þú sækir um í, nafn, menntun, reynsla af félagsstörfum og/eða önnur reynsla sem gæti nýst og stutt lýsing á ástæðu umsóknar. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um þær lausu stöður sem í boði eru.


Nánar um hverja nefnd:

Gæðanefnd

Brennur þú fyrir eflingu íslensks háskólaumhverfis? Þá er gæðanefndin fyrir þig. Nefndin starfar náið með fjölbreyttum einstaklingum og stofnunum á landsvísu sem vinna að eflingu gæða háskólanáms svo sem Rannís og Gæðaráði íslenskra háskóla. Skemmtileg verkefni eru á döfinni starfsárið 2020-2021 t.d. endurskoðun á stefnu, verkefni tengt upplýsingaöflun o.fl. Öll verkefni hafa það að markmiði að auka þekkingu á gæðamálum meðal íslenskra stúdenta sem og að efla þátttöku þeirra í gæðastarfi háskólanna. Um er að ræða einstakt tækifæri til að efla gæði háskólanáms á Íslandi. Við óskum eftir þremur metnaðarfullum og vinnusömum einstaklingum í nefndina.

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Indiu Bríeti Böðvarsdóttur Terry, gæðastjóra LÍS. Netfang: india@studentar.is 

Fjármálanefnd

Fjármálanefnd sér um utanumhald fjármála LÍS auk fjáröflunar samtakanna og helstu viðburða. Það vinnur náið með Markaðsnefndinni við skipulagningu og framkvæmd viðburða sambandsins. Nefndin sér um að byggja upp og viðhalda samstarfi LÍS og fyrirtækja með þjónustusamningum eða styrkjum auk þess að vinna að styrkumsóknum innan stærri stofnana. Fyrir utan að öðlast færni í styrkumsóknum er það líka frábært tækifæri til að hitta annað fólk og vinna saman sem teymi. Leitað er að þremur áhugasömum aðilum til að sitja í fjármálanefnd auk framkvæmdastjóra.

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Alyona Samar, Framkvæmdastjóra LÍS. Netfang: alyona@studentar.is 

Alþjóðanefnd

Alþjóðanefnd LÍS sinnir alþjóðlegum skuldbindingum LÍS, sækir fróðleik til alþjóðlegra stúdenta og færir þann fróðleik heim til Íslands. Nefndin sinnir undirbúningsvinnu og úrvinnslu í kringum alþjóðlega viðburði sem fulltrúar LÍS sækja, þá einna helst á vegum Evrópusamtaka stúdenta (ESU), ásamt því að endurskoða alþjóðastefnu LÍS. Með þátttöku í nefndinni munu meðlimir fá innsýn inn í starf LÍS og ekki síður inn í störf alþjóðlegra stúdentahreyfinga en nefndin sér um að kynna sér og vekja athygli á tækifærum til þátttöku stúdenta í alþjóðlegu stúdentasamstarfi. Nefndin mun í sameiningu móta starf vetrarins undir handleiðslu alþjóðafulltrúa. Laus sæti í nefndinni eru fjögur og leitumst við eftir fjölbreyttum hópi af áhugasömu fólki. Hvers kyns reynsla eða þekking á alþjóðlegri umhverfi er kostur en alls ekki krafa, einungis brennandi áhugi á því að læra nýja hluti!

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Sylvíu Lind Birkiland, alþjóðafulltrúa LÍS. Netfang: sylvia@studentar.is 

Markaðsnefnd

Markaðsnefndin miðar að því að efla sýnileika samtakanna innan íslensks samfélags og sérstaklega háskólasamfélagsins. Nefndin heldur utan um vefsíðu samtakanna, samfélagsmiðla og hlaðvarpi, í samvinnu við önnur embætti og nefndir varðandi innihald. Nefndin skipuleggur og framkvæmir tvær markaðsherferðir á hverju ári til þess að vekja athygli á réttindabaráttu stúdenta og er einnig ábyrg fyrir skipulagningu viðburða samtakanna ásamt fjármálanefnd. Reynsla og/eða þekking á grafískri hönnun, ritun og/eða samfélagsmiðlum er kostur. Laus sæti í nefndinni eru þrjú.

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Guðbjart Karl Reynisson, fráfarandi markaðstjóra LÍS. Netfang: bjartur@studentar.is 

Jafnréttisnefnd

Jafnréttisnefnd heldur utan um verkefni og viðburði LÍS sem tengjast jafnréttismálum. Nefndin ber ábyrgð á því að jafnrétti sé framfylgt í öllum málum og skal vera framkvæmdarstjórn LÍS til ráðgjafar í störfum og málefnum stjórnar. Nefndin mun eiga í samráði við jafnréttisnefndir háskólanna og taka þátt í öðrum verkefnum. Laus sæti í nefndinni eru þrjú.

Ef þú vilt fleiri upplýsingar getur þú haft samband við Derek T. Allen, jafnréttisfulltrúa LÍS. Netfang: derek@studentar.is  

Lagabreytinganefnd

Lagabreytinganefnd LÍS sér um endurskoðun á lögum og verklagi á hverju ári. Tryggja þarf að lögin séu í samræmi við starf samtakanna og að samtökin fylgi þeim í hvívetna. Lagabreytinganefnd sér um gerð á breytingartilögum sem lagðar eru fyrir fulltrúarráð LÍS. Séu tilögurnar samþykktar þar fara þær fyrir Landsþing LÍS sem er æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Möguleikarnir til þess að bæta skilvirkni og starf samtakanna eru því miklir með þátttöku í lagabreytinganefnd. Óskað er eftir einstaklingum sem hafa áhuga á lögum og lagabreytingum. Lögfræðiþekking er ekki skilyrði en þó kostur. Laus sæti í nefndinni eru fjögur.

Umsóknir og upplýsingar má fá hjá Önnu Kristínu Jensdóttur varaforseta samtakanna með því að senda tölvupóst á annakristin@studentar.is

Read More