
Kallað eftir samstöðu með stúdentum í Hvíta-Rússlandi
European Student Union (ESU) hefur nýlega gefið út yfirlýsingu í ljósi ástandsins sem nú ríkir í Hvíta-Rússlandi, en þar hafa mikil mannréttindabrot átt sér stað á síðustu misserum. Í yfirlýsingu sinni eru taldar til kröfur sem ESU setur yfirvöldum þar í landi og tekur LÍS undir þær kröfur.
//
The European Student Union (ESU) recently released a statement in light of the current events in Belarus, where the population has recently been subject of human rights violations. In their statement, ESU demands action from the Belarusian government. LÍS fully supports these demands.
Yfirlýsing vegna mannréttindabrota í Hvíta-Rússlandi og áhrif þeirra á stúdenta þar í landi
European Student Union (ESU) hefur nýlega gefið út yfirlýsingu í ljósi ástandsins sem nú ríkir í Hvíta-Rússlandi, en þar hafa mikil mannréttindabrot átt sér stað á síðustu misserum. Í yfirlýsingu sinni eru taldar til kröfur sem ESU setur yfirvöldum þar í landi og tekur LÍS undir þær kröfur. Yfirlýsingu LÍS má lesa í heild sinni að neðan:
Statement due to human rights violations in Belarus and its impact on the country’s students
The European Student Union (ESU) recently released a statement in light of the current events in Belarus, where the population has recently been subject of human rights violations. In their statement, ESU demands action from the Belarusian government. LÍS fully supports these demands. The statement can be read in full, below:
LÍS taka undir yfirlýsingu SHÍ vegna úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna // LÍS supports SHÍ’s statement on the allocation rules of Menntasjóðu
LÍS vill leggja áherslu á mikilvægi þess að Menntasjóður mæti þörfum stúdenta varðandi hækkun grunnframfærslu, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna faraldursins.
//
LÍS wishes to emphasize the importance of Menntasjóður meeting the needs of students regarding the increase in basic subsistence, particularly in light of the current situation of the pandemic.
- English Below -
Í sumar fimmfaldaði Menntasjóður námsmanna frítekjumark þeirra stúdenta sem ekki höfðu verið í námi sl. 6 mánuði. Breytingarnar áttu sér stað vegna aðstæðna sökum faraldursins og hækkaði hámark heildartekna þessa stúdenta því allt að 6.820.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ), líkt og LÍS, leit jákvæðum augum á þær breytingar sem væru að eiga sér stað, en höfðu þó orð á að úrræðið stæði ekki til boða þeim stúdentum sem þegar voru í námi. Nýlega kom að auki í ljós að Menntasjóður námsmanna hefði keyrt í gegn breytingar á frítekjumarkinu án þess að breyta úthlutunarreglum né auglýsa þessar breytingar meðal stúdenta. Þessar breytingar höfðu í för með sér að nemendur sem höfðu verið í námi, en ekki verið á námslánum sl. 6 mánuði, fengu einnig sjálfkrafa fimmfalda hækkun á frítekjumarki. SHÍ furðar sig á að Menntasjóður geri upp á milli námsfólks með þessum hætti og að nemendur fái ekki fréttir af svona stórum breytingum. SHÍ hefur metið að það hafi eflaust verið stúdentar sem ekki sóttu um námslán vegna skerðingar á frítekjumarki, en sem hefðu gert það við fregnir af hækkun frítekjumarks.
Núverandi umræða vegna úthlutunarreglna Menntasjóðs varðar tekjur stúdenta í bakvarðasveit. Bæði LÍS og SHÍ hafa lagt áherslu á að þátttaka stúdenta í bakvarðasveit eigi ekki að valda skerðingum á námslánum. SHÍ hefur fundið þörf á að frítekjumarkið verði endurskoðað m.t.t. allra stúdenta. Einnig hafi störf verið af skornum skammti vegna faraldursins, en þau hafa verið nauðsyn hjá mörgum stúdentum meðfram námslánum. SHÍ metur að vegna þessa, sé aukin þörf á að hækka frítekjumarkið og grunnframfærslu námslána. LÍS lýsti fyrr í sumar yfir áhyggjum sínum af of lágum grunnframfærslulánum og frítekjumarki. LÍS, ásamt fleiri stúdentahreyfingum, hafa krafist hækkun grunnframfærslu og frítekjumarks síðan í sumar.
LÍS lýsir yfir fullum stuðningi við SHÍ í yfirlýsingu sinni vegna úthlutunarrerglna Menntasjóðs námsmanna.
LÍS vill leggja áherslu á mikilvægi þess að Menntasjóður mæti þörfum stúdenta varðandi hækkun grunnframfærslu, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna faraldursins. Mikið atvinnuleysi ríkir meðal stúdenta og ljóst er að stúdentar geti ekki lifað einungis á grunnframfærslunni. Hækkun frítekjumarksins fyrir alla stúdenta kemur að auki til móts við þeim stúdentum sem hafa þörf á hærri ráðstöfunartekjum, sem og þeim stúdentum sem kunna hafa farið yfir frítekjumarkið fyrr á árinu en hafa síðar misst vinnuna. LÍS óskar að auki að Menntasjóður endurmeti umsóknarferlið og opni aftur fyrir umsóknir. Umsóknarfrestur Menntasjóðs var snemma á önn, en þá getur verið erfitt fyrir stúdenta að meta fjárhagsþörf sína og stöðu atvinnumarkaðs.
Yfirlýsingu SHÍ má finna í heild sinni hér.
Fyrri yfirlýsingu LÍS um kröfu á hækkun grunnframfærslu námslána má finna hér.
LÍS supports Stúdentaráð Háskóla Íslands’ (SHÍ’s) statement on the allocation rules of Menntasjóður námsmanna
This summer, the Icelandic student loan fund, Menntasjóður, presented a fivefold increase in the maximum permitted income of students. The increase enabled eligible students to earn a maximum of 6.820.000 kr. alongside their student loans. Both Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) and LÍS have welcomed this improvement and have viewed it as a positive change in the allocation rules. However, this improvement was only available to students who had not been studying the previous 6 months. SHÍ pointed out the limitations of the offer, as it is not available to students who are in the midst of their studies. Recently, SHÍ found that Menntasjóður had implemented a change to the maximum permitted income of students, without making changes to the allocation rules or informing students about this change. The new changes automatically enabled current students, who had been studying the past 6 months but did not take a student loan, to receive a fivefold increase in their maximum permitted income. SHÍ addressed their surprise as to how Menntasjóður could differentiate students in this manner, and why this information was not conveyed further. Moreover, SHÍ evaluates that there have most likely been several students who did not apply for student loans due to their belief that there was a lower cap of maximum permitted income per student that would have severely reduced their loans.
The current discussion regarding the allocation rules within Menntasjóður revolves around the students who are currently working in the reserve forces in the health sector. Both LÍS and SHÍ have highly emphasized the importance that students currently working increased hours in the reserve forces, in order to fight the virus, will not have their student loans severely reduced due to their work. SHÍ has expressed their opinion that the maximum permitted income limit should be reevaluated with regards to all students. Moreover, there has been a lack of job opportunities for students during the pandemic, but the income from student jobs often plays a fundamental role in students’ finances. SHÍ therefore evaluates that there is an increased need for a higher basic subsistence loan. Earlier this fall, LÍS made a statement regarding the organisation’s worries as to the low basic substance low as well as the restriction of a maximum permitted income cap. LÍS, amongst multiple other student organizations, have demanded an improvement in the basic subsistence loans, as well as a raise in the maximum permitted income amongst all students, since the summer. LÍS shows SHÍ full support on its statement regarding the allocation rules of Menntasjóður.
LÍS wishes to emphasize the importance of Menntasjóður meeting the needs of students regarding the increase in basic subsistence, particularly in light of the current situation of the pandemic. Unemployment amongst students is visible and it is clear that students cannot survive solely on the basic subsistence. The raise in the maximum permitted income limit for all students would benefit students who need an increase in disposable income, as well as the students who have exceeded the maximum permitted income limit earlier this year, and later lost their jobs. LÍS wishes that Menntasjóður reconsiders its application process and opens up for applications again. The application deadline was early in the semester, limiting students in evaluating their financial need and the situation of the job market.
SHÍ’s full statement can be found here.
LÍS’ previous statement demanding an increased basic subsistence can be found here.
ESC40 og NOM78 - Alþjóðlegar ráðstefnur á tímum COVID
Um miðjan september, þann 17. til 19., sótti alþjóðafulltrúi ráðstefnu ESU, European Student Convension en ráðstefnan, sem er haldin tvisvar á ári, var nú haldin í fertugasta sinn. Undir venjulegum kringumstæðum hefði dagskráin farið fram í Króatíu á vegum the Croatian Student Council (CSC) en vegna aðstæða var ráðstefnan haldin rafrænt í samstarfi við framkvæmdarstjórn ESU.
Þrátt fyrir aðstæður vegna COVID-19 hefur þátttaka LÍS í alþjóðastarfi farið hratt af stað þessa önnina, þó vissulega með öðru sniði en vanalega. Um miðjan september, þann 17. til 19., sótti alþjóðafulltrúi ráðstefnu ESU, European Student Convension en ráðstefnan, sem er haldin tvisvar á ári, var nú haldin í fertugasta sinn. Undir venjulegum kringumstæðum hefði dagskráin farið fram í Króatíu á vegum the Croatian Student Council (CSC) en vegna aðstæða var ráðstefnan haldin rafrænt í samstarfi við framkvæmdarstjórn ESU.
Ráðstefnan tókst að mati alþjóðafulltrúa vel til en yfirskriftin í þetta skipti var „Students organizing in times of Disruption – Stocktaking, impact assessment and drawn lessons from a semester under lockdown.“ Líkt og titillinn gefur til kynna þá voru umfjöllunarefni almennt lituð af heimsfaraldinrum sem geysað hefur síðastliðna mánuði og áhrifin hann hefur haft, ekki síst á stúdenta.
Alþjóðafulltrúi LÍS nýtti sér tóman fundarsal í húsakynnum samtakanna til þess að sitja ESC en á meðal umræðuefna voru gæði stafrænna kennsluaðferða
Rætt var um Evrópska háskólasvæðið, fjallað var um framtíð menntunar innan Evrópu ásamt almennum hindrunum er kemur að menntun og lýðræði á alþjóðavísu þar sem áheyrendur fengu að hlýða á fulltrúa stúdenta frá öðrum heimshornum lýsa aðstæðum í sínu heimalandi. Þá var farið yfir ýmsar stefnur samtakanna, þar á meðal Mental Health Charter - nýtt skjal sem ESU mun bera fyrir næsta þing samtakanna um stefnu þeirra í geðheilbrigðismálum stúdenta.
Síðastliðna helgi eða þann 18. október síðastliðinn var svo haldinn hálfsárslegur fundur NOM eða Nordisk Ordförande Möte. Þar koma saman fulltrúar stúdenta frá Norðurlöndum og Eystasaltsskaga til þess að ræða sérstaklega aðstæður stúdenta í Norður Evrópu. Skipulagning fundarins féll í hlut landssamtaka eisteskra stúdenta (EÜL) en fór fram rafrænt líkt og fyrrnefnd ráðstefna. Fundinn sóttu alþjóðafulltrúi LÍS, Sylvía Lind Birkiland og tveir meðlimir alþjóðanefndar, Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir og Judit Rodríguez.
LÍS báru upp erindi á fundinum um fjármál stúdenta á vegum COVID með það markmið að bera saman stöðuna á Íslandi og í nágrannalöndunum. Staðan reyndist svipuð hjá flestum en amennt hefur atvinnuleysi á meðal stúdenta aukist þó nokkuð. Misjafnt var hvernig löndin hafa tekið á málunum en flest hafa þau boðið einhverja björgunarpakka ætlaða stúdentum, ýmist í formi lána eða beinna styrkja. LÍS stefnir á að nýta sér niðurstöðurnar til áframhaldandi vinnu við þrýsting á stjórnvöld en á meðal þess sem alþjóðanefnd vinnur að á árinu er heildar samanburður Norður Evrópulanda er kemur að fjármálum stúdenta almennt.
Á fundinum var auk þess farið yfir málin fyrir næsta Evrópuþing stúdenta sem fer fram nú í komandi viku. Að lokum var samþykkt að EÜL muni endurtaka hlutverk sitt sem fundarhaldarar og bjóða heim að hálfu ári liðnu á næsta NOM fund, fari svo að aðstæður leyfi.
Brugðið á leik á NOM78 - að sjálfsögðu voru svörin lituð af stúdentapólitík!
Það hefur vissulega verið óvenjulegt að sækja ráðstefnur með þessu móti en almennt er stór partur af þeim í formi samkoma sem þátttakendur nýta til byggja upp tengslanet. Fundahaldarar hafa þó ekki dáið ráðalausir heldur nýtt sér tæknina til þess að hrista upp í mannskapnum í gegnum netið og þóttu þær tilraunir alveg ágætlega heppnaðar. Fulltrúar LÍS vonast þó til að hægt verði að halda ráðstefnur með hefðbundu móti sem fyrst en þangað til þá getum við verið fullviss um að baráttan fyrir réttindum stúdenta í Evrópu er tryggilega fylgt eftir!
LÍS biðla til háskólanna að skylda stúdenta ekki til að mæta í próf á prófstað / LÍS appeal to universities to not require students to show up to exams in person
Krafa LÍS um aðgengi að fjarnámi felur í sér að hægt sé að stunda námið alfarið að heiman frá. Það er óásættanlegt að gerð sé ófrávíkjanleg krafa um að stúdentar mæti á prófstað til að taka próf. Til er fjölmargar lausnir til þess að meta námsárangur í fjarnámi. LÍS biðlar til fagsfólks háskólanna að leita annara leiða til námsmats en próf á prófsað, þannig að fjarnám verði raunverulegur kostur fyrir þá sem þess þurfa.
—English—
LÍS’s requirement for access to distance learning means that it should be possible to continue studying entirely from home. A mandatory requirement for students to show up at exam locations to take exams is unacceptable. There are numerous solutions for evaluating academic achievement through distance learning. LÍS urges university professionals to look for other ways of assessment than exams in person, so that distance learning becomes a real option for those who need it.
—ENGLISH BELOW—
Undanfarna daga og vikur, samhliða fjölgun smita, hafa stúdentar í mörgum háskólum landsins þurft að þreyta miðannar próf og lokapróf áfanga sem skiptast í lotur. Borið hefur á því að stúdentum sé skylt að mæta á prófstað, sem þeim þykir eðlilega óþægilegt í ljósi þess að yfirvöld hafa biðlað til fólks að halda sig heima. Eini möguleikinn fyrir þá sem geta ekki eða treysta sér ekki til þess að mæta er að sækja um að taka sjúkrapróf seinna í haust. Háskóli íslands hefur fellt niður kröfu um læknisvottorð til þess að fá að taka sjúkrapróf, nóg er að láta vita í pósti ef einstaklingur kemst ekki í próf vegna einangrunar eða sóttkví. En að mati LÍS er hér aðeins verið að velta vandamálinu á undan okkur.
Það hefur verið krafa LÍS frá byrjun faraldursins að fjarnám verði í boði fyrir öll sem kjósa, en að reyna skuli að halda staðnám á þeim námsleiðum sem erfitt er að aðlaga að fjarnámi. Krafan um að boðið sé upp á staðnám er auðvitað háð því að gætt sé að sóttvörnum eftir tilmælum sóttvarnarlæknis.
Háskólar hafa aðlagað sig að aðstæðum og breytt mörgum námsleiðum í fjarnám, og gert sóttvarnarráðstafanir til þess geta haldið staðnámi gangandi að einhverju leiti, með því að minnka hópa, gæta að fjarlægð, skylda þá sem mæta til að vera með grímur og með reglulegum þrifum.
Það er eðlilegt að stúdentar meti hverju sinni eftir þeim tilmælum og upplýsingum sem berast frá yfirvöldum hvort þau treysti sér til þess að mæta í staðnám enda kunna nemendur sjálfir eða aðstandendur þeirra að vera í áhættuhóp. Þar sem að smitum fer ört vaxandi í samfélaginu undanfarna daga virðast æ fleiri kjósa að stunda nám sitt heiman frá.
Krafa LÍS um aðgengi um fjarnám felur í sér að hægt sé að stunda námið alfarið að heiman frá. Það er óásættanlegt að gerð sé ófrávíkjanleg krafa um að stúdentar mæti á prófstað til að taka próf. Til er fjölmargar lausnir til þess að meta námsárangur í fjarnámi. LÍS biðlar til fagsfólks háskólanna að leita annara leiða til námsmats en próf á prófsað, þannig að fjarnám verði raunverulegur kostur fyrir þá sem þess þurfa.
Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér:
LÍS appeal to universities to not require students to show up to exams in person
In recent days and weeks, alongside an increase in COVID-19 infections, students in many universities in the country have had to take midterm and final exams. It had come to our attention that many students have been required to show up in person, which many understandably find uncomfortable in light of the fact that the authorities have asked people to stay at home. The only option for those who cannot or do not feel safe enough to attend is to apply for makeup exams later this autumn. The University of Iceland has dropped the requirement for a medical certificate in order to take a makeup exam, it is enough to notify by email if an individual cannot make it due to isolation or quarantine. It is LÍS’s stance that this solution only pushes the problem ahead.
It has been LÍS's demand since the beginning of the pandemic that distance learning should be made available to all who choose, but that an attempt be made to maintain on-site learning in those study programs that are difficult to adapt to distance learning. The requirement to offer on-site training is, of course, subject to care being taken to prevent infection according to the recommendations of epidemiologists.
Universities have adapted to the situation and changed many study paths to distance learning, and have taken measures to keep on-site study going to some extent, by having groups smaller, keeping distance and obliging those who attend to wear masks. It is natural for students to assess at any given time according to the recommendations and information received from the authorities whether they trust themselves to attend on-site studies, as students themselves or their relatives may be at risk. As infection has been growing rapidly in the community in recent days, more and more people seem to choose to study from home.
LÍS’s requirement for access to distance learning means that it should be possible to continue studying entirely from home. A mandatory requirement for students to show up at exam locations to take exams is unacceptable. There are numerous solutions for evaluating academic achievement through distance learning. LÍS urges university professionals to look for other ways of assessment than exams in person, so that distance learning becomes a real option for those who need it.
The full statement can be seen here:
Stuðningsyfirlýsing við umsögn Rauða Krossins um breytingar á lögum um útlendinga
Fulltrúar LÍS fundu sig knúin til þess að taka afstöðu gangvart frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga og atvinnumál útlendinga. Þó að málið virðist ekki varða beint málefni stúdenta, þá finnum við fyrir samfélagslegri ábyrgð til þess að tala fyrir mannréttindum og gegn því sem frumvarpið felur í sér, skerðingu á möguleikum umsækjenda um alþjóðlega vernd til að hljóta hér dvalarleyfi. Í stefnu LÍS um alþjóðavæðingu íslenskra háskóla er lagt áherslu á verðmæti fjölmenningar fyrir öflugt háskólasamfélag. LÍS vinna að bættu aðgengi flóttafólks að háskólamenntun með verkefninu Student Refugees Iceland og látum við því okkur þetta málefni varða.
Fulltrúar LÍS fundu sig knúin til þess að taka afstöðu gangvart frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga og atvinnumál útlendinga. Þó að málið virðist ekki varða beint málefni stúdenta, þá finnum við fyrir samfélagslegri ábyrgð til þess að tala fyrir mannréttindum og gegn því sem frumvarpið felur í sér, skerðingu á möguleikum umsækjenda um alþjóðlega vernd til að hljóta hér dvalarleyfi. Í stefnu LÍS um alþjóðavæðingu íslenskra háskóla er lagt áherslu á verðmæti fjölmenningar fyrir öflugt háskólasamfélag. LÍS vinna að bættu aðgengi flóttafólks að háskólamenntun með verkefninu Student Refugees Iceland og látum við því okkur þetta málefni varða.
Málið var síðast til umræðu á þingi í maí og til umfjöllunar í allsherjar og menntamálanefnd í júní, en við birtum stuðngingyfirlýsinguna núna þar sem það liggur nú fyrir að farið verður áfram með málið þar sem það er að finna á þingmálaskrá 2020-2021.
Samkvæmt greinargerð frumvarpsins er markmið breytinganna að auka skilvirkni og gagnsæi í málsmeðferðum umsókna um alþjólega vernd.
Lagt er til að þetta verði gert með ýmsu móti en meðal annars með því að setja umsóknir í forgang sem ólíklegt er að verði samþykktar og stytta þannig biðtíma umsækjenda. En með styttri biðtíma er í raun verið að gera Útlendingastofnun kleift að synja fleirum, hraðar.
Í stað þess að skrifa umsögn sjálf vísum við á umsögn Rauða Krossins, og treystum þannig á sérþekkingu þeirra á málefnum innflytjenda og flóttafólks. Við vísum einnig á umsögn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið.
Hér er okkar samantekt á helstu atriðum umsagnarinnar:
2. grein felur í sér að synjun umsóknar verði sjálfkrafa send til kærunefndar útlendingamála, vissulega til þess að málsmeðferðartími styttist, en í raun er verið að gefa kæranda takmakaðari tíma til að afla gagna til stuðnings síns máls og ýta undir líkurnar á synjun í annað skipti.
5. grein felur í sér að skilgrein skuli allar umsóknir frá öruggum ríkjum sem „bersýnilega tifhæfulausum“, þannig að það megi vísa þeim strax frá án efnislegrar meðferðar. Þá yrði einstaklingi sem annars uppfyllir skilyrði um vernd vísað frá án þess að mál þeirra sé skoðað einungis vegna vegna upprunalands síns.
6. grein felur í sér að ríkari sönnunarkröfur verði gerðar á umsækjendum frá örruggum ríkjum en gengur og gerist í málum er varða alþjóðlega vernd, sem Rauði Krossinn telur „augljóslega vera í andstöðu við 2. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 (ssl.). þar sem fram kemur að óheimilt sé að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.“ Þar að auki eru í frumvarpinu ákvæði sem takmarka fjölskyldusameiningu og fleiri atriði sem þrengja að umsækjendum um vernd.
Afstaða LÍS er sú að tekið skal mark á umsögnum Rauða Krossins og Flóttamannastofnun sameinuðu þjóðanna.
Stuðningsyfirlýsinguna má sjá undir útgefið efni og hér að neðan. Hún var sett var fram af Derek T. Allen, jafréttisfulltrúa LÍS, og samþykkt á fundi fulltrúaráðs LÍS.