Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Nýr markaðsstjóri LÍS // LÍS‘s new Marketing Officer

Mynd+fyrir+umso%CC%81kn+September+2020.jpg

Við bjóðum Sögu Ýri Hjartardóttur hjartanlega velkomna í stöðu markaðsstjóra LÍS!

Saga var kjörin af fulltrúaráði þann 10. september síðastliðinn.

Saga stundaði nám við Copenhagen Business School, þar sem hún útskrifaðist nýlega með BS gráðu í alþjóðaviðskiptum með sérstaka áherslu á asíska markaðinn. Saga ætlar í áframhaldandi nám við National Chengchi háskólann í Taívan, þar sem hún mun vinna að meistaragráðu í alþjóðasamskiptum. Í náminu hefur verið lögð mikil áhersla á alþjóðaviðskipti, samskipti og markaðssetningu, sem mun nýtast Sögu óskaplega vel í stöðu markaðsstjóra LÍS. Saga hefur einnig þekkingu af starfi í dönskum háskólasamtökum og hefur meðal annars verið hluti af teymi skólans sem tekur á móti nýjum nemendum.

//

We warmly welcome Saga Ýrr Hjartardóttir, LÍS‘s new Marketing Officer!

Saga was elected by the Board of Representative on September 10th.

Saga studied at Copenhagen Business School, where she recently graduated with a BSc in International Business in Asia. Saga plans to continue her studies at National Chengchi University in Taiwan, where she will pursue a master‘s degree in International Communication. During her studies, there has been a high emphasis on international business, communication and marketing, that will be extremely useful to Saga in her new position as LÍS‘s marketing manager. In addition, Saga has previous experience of work within danish student organizations, such as being a part of the introductory team which assures a smooth transition for new students to the school.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Upplýsingar um Menntasjóð námsmanna

LÍS hafa safnað saman upplýsingum um Menntasjóð námsmanna hér á studentar.is

Sk%C3%BDring+2020-09-04+132859.jpg

LÍS hafa safnað saman upplýsingum um Menntasjóð námsmanna hér á studentar.is

Menntasjóðurinn býður upp á talsvert fleiri möguleika en LÍN gerði, svo er síðan hugsuð til þess að gera námsmönnum auðveldara fyrir að upplýsa sig og sækja um lán sem hentar þeim. Helstu nýjungar sem Menntasjóðurinn felur í sér eru:

  • Styrkir vegna framfærslu barna

  • 30% niðurfelling á höfuðstóli láns

  • Mánaðarlegur útborganir lána í staðinn fyrir í lok annar

  • Breytilegir vextir

  • Val á milli verðtryggðs og óverðtryggðs láns

  • Afborgun hefst eitt ár eftir námslok

Upplýsingarnar eru birtar með þeim fyrirvara að þær kunna að taka breytingum, við þiggjum ábendingar og leiðréttingar lis@studentar.is

Við minnum á að umsóknarfrestur fyrir haustönn í Menntasjóðinn er 15. september.

Sækið um hér

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

LÍS auglýsa eftir stúdentafulltrúa í stofnunarúttekt Háskólans á Bifröst / LÍS seeks a student representative for an Institution-Wide Review of Bifröst University

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 13. septmeber.

Sækið um með því að senda kynningarbréf og ferilskrá á lis@studentar.is

Fulltrúinn þarf að vera laus yfir allan daginn, dagana sem úttektin fer fram: 26.-30. október. Um er að ræða launaða stöðu en stúdentafulltrúinn fær greiddar 500.000 ISK fyrir starfið. Ferðir og fæði er greitt af Gæðaráði íslenskra háskóla og sömuleiðis hótelgisting. Þekking og reynsla af gæðastarfi er kostur.

Applications are open until and including Sunday 13 September.

Apply by sending a cover letter and CV to lis@studentar.is

The representative must be available when the review takes place: 26.-30. October. This is a paid position, the student representative is paid ISK 500,000 for the job. Travel and food are paid for by the Quality Council of Icelandic universities, as well as hotel accommodation. Knowledge and experience of quality work is an advantage.

Copy of Simple Border Health Quote Instagram Post.png

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 13. septmeber.

Sækið um með því að senda kynningarbréf og ferilskrá á lis@studentar.is

Fulltrúinn þarf að vera laus yfir allan daginn, dagana sem úttektin fer fram: 26.-30. október. Um er að ræða launaða stöðu en stúdentafulltrúinn fær greiddar 500.000 ISK fyrir starfið. Ferðir og fæði er greitt af Gæðaráði íslenskra háskóla og sömuleiðis hótelgisting. Þekking og reynsla af gæðastarfi er kostur.

Í handbók Gæðaráðs kemur fram að LÍS skuli tilnefna fulltrúa stúdenta frá aðildarfélögum sínum. Þar koma einnig fram eftirfarandi skilyrði:

  • Tilnefndur fulltrúi þarf annaðhvort að vera í háskólanámi eða hafa lokið námi fyrir minna en ári síðan.

  • Fulltrúinn má ekki vera úr sömu stofnun og verið er að taka út, þ.e. má ekki vera þar í námi núna eða hafa verið þar í námi áður.

  • Auk þess má fulltrúinn ekki hafa náin tengsl við stofnunina í gegnum fjölskyldutengsl - að náinn fjölskyldumeðlimur stundi nám við stofnunina eða starfi við hana. Úttektarteymið mun þurfa að skrifa undir yfirlýsingu til staðfestingar á því að engir hagsmunaárekstrar séu til staðar.

  • Stúdentafulltrúinn þarf að vera vel talandi og skrifandi á ensku.

LÍS seeks a student representative for an Institution-Wide Review of Bifröst University

Applications are open until and including Sunday 13 September.

Apply by sending a cover letter and CV to lis@studentar.is

The representative must be available when the review takes place: 26.-30. October. This is a paid position, the student representative is paid ISK 500,000 for the job. Travel and food are paid for by the Quality Council of Icelandic universities, as well as hotel accommodation. Knowledge and experience of quality work is an advantage.

The Quality Enhancement handbook states that LÍS shall nominate student representative from its member associations.

It also states the following conditions:

  • The representative must either be in university or have completed their studies less than a year ago.

  • The representative may not be from the same institution as is being reviewed, ie. may not be studying there now or have studied there before.

  • In addition, the representative must not have a close relationship with the organization through family ties - that a close family member studies or works with the organization. The audit team will need to sign a declaration confirming that there is no conflict of interest.

  • The student representative must be fluent in spoken and written in English.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Grípa þarf til frekari aðgerða fyrir stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta sendu inn umsögn við frumvarp um frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru sem var til umræðu á alþingi í gær. Sjónarmið stúdenta komust þar að einhverju leiti inn í umræðu, að þörf er á því að staða stúdenta sé skoðuð nánar, að átt sé samráð við stúdenta og að gripið verði til aðgerða til þess að styðja stúdenta sem falla milli kerfa, þ.e. njóta hvorki réttar til atvinnuleysisbóta né námslána.

Copy of Simple Border Health Quote Instagram Post.png

Landssamtök íslenskra stúdenta sendu inn umsögn við frumvarp um frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru sem var til umræðu á alþingi í gær. Sjónarmið stúdenta komust þar að einhverju leiti inn í umræðu, að þörf er á því að staða stúdenta sé skoðuð nánar, að átt sé samráð við stúdenta og að gripið verði til aðgerða til þess að styðja stúdenta sem falla milli kerfa, þ.e. njóta hvorki réttar til atvinnuleysisbóta né námslána.

Helsta breytingin sem þetta frumvarp felur í sér er grunnur að átaki að nafni Nám er tækifæri, sem byggt er átakinu Nám er vinnandi vegur frá því í eftirmálum efnahagshrunsins 2008. Í núverandi mynd felur átakið í sér möguleika fyrir 3000 manns til þess að stunda nám án þess að missa rétt til atvinnuleysisbóta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, m.a. að hafa verið atvinnulausir í meira en 6 mánuði. 

Ljóst er að einhverjum mun þykja misrétti fólgin í því að ákveðnir einstaklingar haldi rétt sínum til atvinnuleysisbóta samhliða því að hefja nám, meðan hinn almenni stúdent er alfarið án atvinnuleysistrygginga. Menntasjóður námsmanna á að jafna tækifæri fólks til náms og gera stúdentum kleift að sinna náminu sínu, en úthlutunarreglur sjóðsins gera beinlínis ráð fyrir því að námsmenn vinni með skóla og/eða í námshléum í útreikningum sínum á framfærslu. Stúdentar teljast ekki tryggðir í lögum um atvinnuleysistryggingar, en af því leiðir að atvinnulausir lánþegar þurfa að lifa á grunnframfærslu einni, sem er aðeins 166.859 krónur fyrir námsmann í sambúð, 189.500 krónur fyrir einstakling í leiguhúsnæði og 275.525 krónur fyrir einstætt foreldri með eitt barn svo nokkur dæmi séu nefnd. 

Haldi ríkisstjórnin fast í þá afstöðu að stúdentar skulu áfram teljast ótryggðir í lögum um atvinnuleysisbætur þá leita stúdentar skýringar á því að ákveðnum hópi sé samt veittur þessi stuðningur. Viljum við hér ekki draga úr vanda þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en 6 mánuði, þennan hóp þarf að styðja, en viljum benda á að staða þeirra sem eru í námi er einnig mjög slæm, og að ef koma skal í veg fyrir að fólk neyðist til þess að hætta í námi vegna fjárhagsörðuleika þarf að grípa til frekari aðgerða. 




Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Framfærsla enn of lág / Basic Support is Still Too Low

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið saman ályktun um úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 sem gefnar voru út í lok júlí. Stúdentar hafa lengi barist fyrir því að framfærslulán hækki og að samspil námslána og hlutavinnu með skóla verði til þess að dæmið gangi upp: að stúdentar geti með sanni framfleytt sér.

//

The National Union of Icelandic Students has compiled a resolution on the allocation rules of the Student Education Fund (Menntasjóður námsmanna) for the school year 2020-2021, which were issued at the end of July. Students have long fought for an increase in basic support loans and for the interplay between student loans and part-time employment to add up: that students can reliably support themselves.

-English below-

1.png

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið saman ályktun um úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2020-2021 sem gefnar voru út í lok júlí. Stúdentar hafa lengi barist fyrir því að framfærslulán hækki og að samspil námslána og hlutavinnu með skóla verði til þess að dæmið gangi upp: að stúdentar geti með sanni framfleytt sér.

Helstu breytingar á reglunum má rekja til þess sem má finna í nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna 1. júlí 2020. Með nýjum lögum breytist um þriðjungur láns í styrk við námslok innan ákveðinna tímamarka og framfærsla barna er í formi styrkja en ekki lána.

Önnur nýjung í reglum sjóðsins er fimmföldun frítekjumarks fyrir þá sem koma af atvinnumarkaði í nám, sem hefur einmitt verið krafa LÍS. Þessi breyting er svar við aukna aðsókn í háskólana vegna þess efnahagsástands sem ríkir á tímum heimsfaraldurs.

En LÍS þykir miður að staða þeirra hafi lítið batnað sem voru í námi síðustu önn og verða það áfram í haust. Þrátt fyrir ofangreindar framfarir mætti halda að Menntasjóðurinn sé enn LÍN í dulargervi, þar sem grunnframfærslulán og frítekjumark hins almenna stúdents standa nánast í stað. Í stað þess að nýta tækifæri til úrbóta á úthlutunarreglum við það að taka upp nýtt kerfi, sjá stúdentar fram á að þurfa áfram að vinna með skóla, umfram eða í staðinn fyrir að taka námslán.

Lesa má álytunina í heild sinni hér:



Basic Support is Still Too Low: LÍS’s Resolution on the Student Education Fund’s Allocation Rules

2.png

The National Union of Icelandic Students has compiled a resolution on the allocation rules of the Student Education Fund (Menntasjóður námsmanna) for the school year 2020-2021, which were issued at the end of July. Students have long fought for an increase in basic support loans and for the interplay between student loans and part-time employment to add up: that students can reliably support themselves.

The main changes in the rules can be traced to what can be found in the new law on the Student Education Fund, which took over from the Icelandic Student Loan Fund on July 1st 2020. With the new law, about a third of each loan will be converted into a grant at graduation within a certain time frame, and child support is now in the form of grants rather than loans.

Another improvement in the fund's rules is a fivefold increase of the maximum permitted income limit for those who are returning to school from the labour market, a change that LÍS had called for. This change is a response to the increased enrollment at universities due to the economic situation prevailing during the pandemic.

But LÍS regrets that the situation has not improved much for those who were studying last semester and will continue to do so this autumn. Despite the above-mentioned progress, it could be assumed that the Menntasjóðurinn is still a LÍN in disguise, as the basic support loan and the maximum permitted income limit for the general student are almost the same. Instead of taking advantage of opportunities to improve allocation rules when adopting a new system, students anticipate having to continue working alongside their studies, in addition to or instead of taking out student loans.

Read the resolution in full here:






Read More