
Sumarstörf í boði, meðal annars hjá LÍS! // Summer jobs now available, among other places at LÍS!
Nú hafa fjölmörg sumarstörf fyrir stúdenta birst á vef vinnumálastofnunar!
Þar er meðal annars að finna spennandi sumarstarf sem verkefnastjóri hjá LÍS! Sótt er um í gegnum vef vinnumálastofnunar en ekki hika við af hafa samband við lis@studentar.is ef spurningar vakna.
//
Summer jobs for students are now being advertised on the Directorate of Labours’ website!
There you can also find an exciting summer project manager position at LÍS! Apply through the link above, but feel free to send any questions to lis@studentar.is.
Nú hafa fjölmörg sumarstörf fyrir stúdenta birst á vef vinnumálastofnunar!
Þar er meðal annars að finna spennandi sumarstarf hjá LÍS! Sótt er um í gegnum vef vinnumálastofnunar en ekki hika við af hafa samband við lis@studentar.is ef spurningar vakna.
Ath. stöðunni hefur verið breytt úr 50% í 100% og umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 23. maí
Landssamtök íslenskra stúdenta leita að tímabundnum verkefnastjóra til þess að halda utan um ýmis átaksverkefni í sumar og leggja góðan grunn að næsta starfsári samtakanna. Ný stjórn tekur við 25. maí og nýr verkefnastjóri myndi hefja störf 1. júní. Um er að ræða hlutastarf í 100% stöðu og laun eru samkvæmt kjarasamningi skrifstofufólks hjá VR. Aðrir starfsmenn samtakanna eru forseti og varaforseti, einnig í hlutastarfi í sumar. Ráðningartímabilið er frá 1. júní -15. ágúst en möguleiki er á því að endurnýja samninginn um haustið og ganga í hlutverk framkvæmdastjóra LÍS til lok maí 2022.
Hlutverkið felur í sér umsjón með fjármálum, rekstri og undirbúning viðburða og verkefna sem hluti af 8 manna stjórn. Þetta felur m.a. í sér:
Að leita að og sækja um styrki og annars konar tækifæri til fjáröflunar
Bókhald og launagreiðslur
Skipulagning viðburða varðandi praktísk atriði (staðsetning, veitingar, o.s.frv.)
Þátttaka í ýmsum verkefnum samtakanna (hagsmunagæsla, fundarhald, almannatengsl)
Við mælum eindregið með því að skoða lög og verklag samtakanna áður en sótt er um, sérstaklega kafla um starfsfólk samtakanna og framkvæmdastjóra. Þar sem ráðið er í stöðuna en ekki kosið þá þarf verkefnastjóri að gæta hlutleysis og hefur ekki heimild til þess að koma fram opinberlega fyrir hönd samtakanna. Samt sem áður er kostur að þekkja til eða hafa reynslu af vinnu í stúdentabaráttu. Önnur hæfisskilyrði eru eftirfarandi:
Góð íslenskukunnátta
Góð enskukunnátta
Skipulögð vinnubrögð
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
Þekking eða reynsla af bókhaldsvinnu
Þekking eða reynsla af fjáröflun og styrktarumsóknum
Frumkvæði og skipulagshæfni
//
Summer jobs now available, among other places at LÍS!
Summer jobs for students are now being advertised on the Directorate of Labours’ website!
There you can also find an exciting summer position at LÍS! Apply through the link above, but feel free to send any questions to lis@studentar.is.
The National Union of Icelandic Students is looking for a temporary project manager to manage various initiatives this summer and lay a good foundation for the union’s next year of operation. A new board will take over on 25 May and the new project manager would start work on 1 June. This is a full time position and the salary is according to the wage agreement of VR's office staff. Other employees oare the president and vice president, also part-time this summer. The period is from June 1st -August 15th, but there is a possibility of renewing the contract in the autumn and taking on the role of LÍS's Executive Officer until the end of May 2022.
The role involves overseeing finances, operations and preparation of events and projects as part of an 8-member board. This includes e.g. includes:
Looking for and applying for grants and other types of fundraising opportunities
Accounting and payroll
Chair of the Finance Committee (2-5 volunteers who can be assigned tasks)
Organization of events regarding practical issues (location, refreshments, etc.)
Participation in various projects of the association (advocacy, meetings, public relations)
We strongly recommend reviewing the association's laws before applying, especially the section on the association's staff. As the position is hired rather than elected, the project manager must maintain neutral and is not authorized to appear publicly on behalf of the union. However, it is an advantage to have experience of working within the student movement. Other eligibility requirements are as follows:
Good Icelandic skills
Good English skills
Organized work practices
Education and experience of use in the position
Knowledge or experience of accounting work
Knowledge or experience of fundraising and grant applications
Good organizational skills and initiative
Yfirlýsing LÍS um aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 // LÍS’ statement on governmental action in response to COVID-19
Aukin framlög til geðheilbrigðismála í háskólum fagnaðarefni, en kalli eftir hærri framfærslulánum aðeins svarað að hluta
/
Increased contributions to mental health services in universities welcomed, but calls for higher subsistence loans only partially answered
Yfirlýsing LÍS um aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19:
Aukin framlög til geðheilbrigðismála í háskólum fagnaðarefni, en kalli eftir hærri framfærslulánum aðeins svarað að hluta
Aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 sem tilkynnt voru á föstudaginn fela í sér ýmis atriði sem snúa að stúdentum. Þegar hafði verið tilkynnt um sumarnám, námslán að sumri og sérstök sumarstörf fyrir stúdenta, allar mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til þess að styðja við stúdenta í gegnum faraldurinn.
Í þessari tilkynningu kemur fram að veita eigi fjármagn sérstaklega til háskólanna til að auka stuðning við stúdenta í geðheilbrigðismálum vegna aukinnar eftirspurnar frá því að heimsfaraldurinn hófst. Við fögnum þessu innilega sem og öðrum skrefum sem hafa verið tekin í því að bæta aðgengi ungs fólks almennt að geðheilbrigðisþjónustu. LÍS og stúdentahreyfingarnar hafa lengi bent á slæma geðheilsu stúdenta og skort á úrræðum, en með þessum framförum á fólk betri möguleika á því að njóta sín í námi og byggja stöðugan grunn að sinni framtíð.
Samt sem áður verða LÍS að lýsa yfir vonbrigðum yfir því að stjórnvöld hafi ekki svarað kalli stúdenta eftir hærri framfærslulánum nema að takmörkuðu leiti. Eftir mikinn þrýsting frá stúdentum var niðurstaða ríkisstjórnarinnar sú að stúdentar sem þéna undir frítekjumarkið geta sótt um auka lán sem nemur 6% af framfærslu. Við vonum innilega að þessi aðgerð komi þeim að gagni sem hafa lent í tekjutapi vegna faraldursins, en barátta stúdenta um viðunandi framfærslu snerist ekki um tímabundna aðgerð fyrir afmarkaðan hóp.
Yfirlýsinguna í heild má lesa hér:
//
LÍS’ statement on governmental action in response to COVID-19:
Increased contributions to mental health services in universities welcomed, but calls for higher subsistence loans only partially answered
The government's action on COVID-19 announced on Friday includes a number of student issues. Summer studies, summer student loans and special student jobs had already been announced, all important and necessary measures to support students through the pandemic.
This newest announcement states that funding will be provided specifically to universities to increase support for students’ mental health due to increased demand since the onset of the pandemic. We sincerely welcome this, as well as other steps that have been taken to improve young people's access to mental health services in general. LÍS and the student movements have long pointed out the poor mental health of students and the lack of resources, and with these improvements people have a better chance of making the most of their studies and building a solid foundation for their future.
However, LÍS has to express its disappointment that the government has not responded to students' calls for higher maintenance loans except to a limited extent. After a lot of pressure from students, the government decided that students earning under the maximum income limit can apply for an extra loan amounting to 6% of the subsistence loan. We sincerely hope that this measure will benefit those who have lost income due to the pandemic, but students' demands for adequate financial support was not about a temporary measure for a limited group.
The statement as a whole can be seen here:
Norður-Evrópskir stúdentafulltrúar sammælast mikilvægi samstöðu, umhverfisvitund og félagslega ábyrgð
Nú fyrr í mánuðinum fór fram 79. samráðsfundur NOM eða Nordisk Ordförande Möte þar sem komu saman fulltrúar landssamtaka stúdenta í Norður Evrópu. Að vana átti LÍS sína fulltrúa á fundinum og voru það Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir, nýkjörin alþjóðafulltrúi, ásamt Sylvíu Lind Birkiland, fráfarandi alþjóðafulltrúa sem sóttu ráðstefnuna.
Sú venja hefur verið höfð á að aðildarfélög NOM skiptist á að skipuleggja viðburði NOM sem alla jafna eru haldnir tvisvar á ári í heimalandi skipuleggjanda. Sú óvenjulega staða kom upp að landssamtök einstnestra stúdenta (EÜL) sem stóðu fyrir samráðsfundi síðastliðins hausts, NOM78, skipulögðu nú sína aðra ráðstefnu í röð en ástæðu þess má rekja til þess að síðasti fundur fór fram rafrænt vegna COVID-19. Það var vonin að aðstæður yrðu þegar betri nú í apríl svo EÜL fengi tækifæri til að að fylgja hefðinni um heimboð. Því miður voru aðstæður í Norður Evrópu ekki metnar fullnægjandi til ferðalaga fyrir fulltrúa aðildarfélaga og var því lendingin að NOM79 yrði einnig haldið rafrænt.
Ráðstefnan spannaði tvo daga að þessu sinni og var yfirskriftin „Environmental Awareness & Social Responsibility.“ Dagskráin var tvískipt en fyrri daginn voru málstofur og vinnustofur helgaðar þeim titli út frá sjónarhorni stúdenta. Á dagskránni mátti meðal annars finna umfjöllun um loftslagsvána og hringrásarhagkerfið þar sem sérfræðingar fræddu fulltrúa um það hvernig örplast og önnur mengun afvöldum óábyrgrar neyslu í okkar umhverfi hefur áhrif á lífríkið allt í kring, ekki síst okkur mannfólkið. Í þessum málaflokki sé heildræn nálgun aðalatriðið, engin ein lausn dugi, standi hún ein, en meðvitund um ástandið sé lykilatriði til framfara. Fulltrúar voru hvattir til að stuðla að endurskoðun námskerfisins í hverju landi fyrir sig og skoða mikilvægi menntunar í átt að aukinni meðvitund sem svo skili sér í framförum.
Fyrri vinnustofa dagsins fjallaði um órjúfanleg tengsl á milli félagslegrar þróunar og frelsis enda skuli samfélagið taka þarfir hinna fjölbreyttu hópa innan þess fremur en að þrýsta öllum þegnum þess innan fyrirfram ákveðins ramma, enda sé markmiðið að allir geti lagt sitt að mörkum við betrun umhverfis og samfélags.
Seinni vinnustofan tók svo til umræðu áhrifamátt smáþjóða undir yfirskriftinni: „How small countries can save the world.“ Fulltrúum LÍS þó mikið til efnisins koma enda hefur samfélagsumræðan ósjaldan hér á landi beinst að áhrifamætti smáþjóðarinnar Íslands í hinum ýmsu málefnum, þar með töldu jafnrétti kynjanna, loftslagsmálum og nú nýlega góðum árangri íslensku þjóðarinnar í baráttunni gegn COVID-19. Þrátt fyrir oft á tíðum ótrúlegan áhrifamátt hverrar þjóðar fyrir sig þá sammældust fulltrúar um að bestur árangur gæti einungis nást með góðri samvinnu og samstarfi. Lykilatriði væri að Norður- og Eystrasaltslöndin ynnu saman til að ná ákjósanlegum árangri og deila upplýsingum inn á milli en þannig mætti meðal annars koma í veg fyrir tvíverknað og spekileka (e. brain drain). Þar undirstrikast mikilvægi samráðsvettvanga stúdenta á borð við NOM svo að stúdentar megi styðja hvert annað í baráttunni um loftlagsvánna. Stúdentar ættu ekki að veigra sér við að sýna róttækni: „Stúdentar fara með lykilhlutverk sem vinnuafl framtíðarinnar, nýtum okkur þá staðreynd!“
Á dagskrá seinni dagsins var hinn formlegi NOM fundur. Á meðal fundarefna voru fundarefni BM80 eða komandi aðalfundar European Student Union (ESU) en hann fer fram nú dagana 3.-7. maí. Þá var réttilega rætt um núverandi áskorun NOM-samstarfsins í kjölfar heimsfaraldursins og það hvernig megi tryggja áhrifaríkan samstarfsvettvang aðilfarfélagana á milli í nánustu framtíð. Þess ber að nefna að óðum styttist í að LÍS taki við keflinu sem gestgjafi NOM samkvæmt hefðinni sem fjallað er um hér að framan. Síðast tóku LÍS á móti aðildarfélögunum í Reykjavík árið 2017 og munu þau að öllu óbreyttu koma til með að endurtaka leikinn vorið 2022.
Fulltrúar LÍS þakka skipuleggjendum fyrir upplýsandi og vel að staðinni ráðstefnu.
Opið fyrir framboð í gæðastjóra LÍS til 18. maí // Candidacy open for Quality Assurance Officer until may 18th
Ekki barst framboð í hlutverk gæðastjóra á Landsþingi 2021, svo nú hefur verið opnað fyrir framboð á ný. Framboðsfrestur er til 18. maí 2021. Kosing mun fara fram á skiptafundi þann 25. maí, þar sem frambjóðendur fá að kynna sig fyrir fulltrúaráði. Kosið er til eins árs, þ.e. til lok maí 2022. Allir háskólanemar á Íslandi og meðlimir SÍNE eru kjörgeng í embætti LÍS, allt að tveimur árum eftir útskrift úr námi. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á lis@studentar.is. Ekki hika við að hafa samband núverandi gæðastjóra, Indiu Bríet (india@studentar.is) til að spyrja nánar út í stöðuna.
Það er mjög mikilvægt að kynna sér samtökin vel þegar hugað er að framboði, til dæmis með því að kíkja á stefnur samtakanna, lög og verklag. Kjarninn í vinnu LÍS er að bæta stöðu stúdenta og auka aðgengi allra að háskólanámi, en gæðastjóri skipar einmitt lykilhlutverki í þeirri vinnu. Í gæðavinnu á sér stað samtal milli stúdenta og skipuleggjendur náms þar sem vandamál eru rædd og unnið er að lausnum.
Nánar um hlutverk gæðastjóra:
Fylgja eftir Gæðastefnu LÍS
gæðavinna í háskólum snýst um stöðugar úrbætur þ.a. upplifun og ávinningur af námi verði sem best
Fylgja eftir stefnu LÍS um samstarf
tryggja að stúdentar eigi sæti við borðið í ákvarðanatöku sem þau varða
Fræða stúdenta um gæðamál
m.a. með því að halda gæðanámskeið
Sjá um skipun stúdentafulltrúa í ýmsar nefndir og störf
Ýmis verkefni sem hluti af framkvæmdastjórn LÍS
Þátttaka í nefndum sem starfa á íslensku
Candidacy open for Quality Assurance Officer until may 18th
No candidacy was received for the role of Quality Officer at Landsþing 2021, so now the candidacy has been reopened. The deadline for running is May 18, 2021. The election will take place at the exchange meeting on May 25, where candidates will be able to present themselves to the Representative Board. The term is for one year. All university students in Iceland and members of SÍNE are eligible for election to LÍS’ offices, up to two years after graduation. If you are interested, send an introductory letter and CV to lis@studentar.is. Do not hesitate to contact the current Quality Officer, India Bríet (india@studentar.is) to inquire further about the position. NOTE this position requires participation in committees that work in Icelandic.
It is very important to get to know the association well when considering candidacy, for example by looking at the association's policies, laws and procedures. The core of LÍS’ work is to improve the position of students and increase everyone's access to university, and the Quality Officer plays a key role in that work. In quality work, conversations take place between students and HE organisers where problems are discussed and solutions found.
More about the role of Quality Officer:
Follow the LÍS Quality Policy
Quality work in universities is about continuous improvement, i.e. the experience and benefits of learning will be the best
Follow LÍS's policy on co-operation
ensure that students have a seat at the table in decision-making that concerns them
Educate students about quality issues
eg. by hosting quality courses
Oversee appointments of student representatives to various committees and positions
Various projects as part of the executive committee of LÍS
Participation in committees that work in Icelandic
Óskað eftir stúdentafulltrúa í úttekt á Listaháskóla Íslands / Seeking student representative for a review of the Iceland Academy of the Arts
LÍS hefur borist beiðni um að tilnefna stúdentafulltrúa í úttekt á Listaháskóla Íslands sem fer fram 20-24. september 2021.
Í handbók gæðaráðs kemur fram að LÍS skuli tilnefna stúdenta frá aðildarfélögum sínum og einnig að tilnefndur fulltrúi geti ekki verið úr sömu stofnun og verið er að taka út (LHÍ).
Fulltrúinn má ekki hafa náin tengsl við stofnunina í gegnum fjölskyldutengsl - að náinn fjölskyldumeðlimur stundi nám við stofnunina eða starfi við hana.
Ekki má vera meira en eitt ár frá útskrift stúdentafulltrúa
Stúdent skal hafa reynslu af íslensku háskólakerfi og hafa verið stúdent við íslenskan háskóla
Úttektarteymið skrifar undir yfirlýsingu til staðfestingar á því að engir hagsmunaárekstrar séu til staðar
Þessi talning er ekki tæmandi og lokaákvörðun um gjaldgengi umsóknar er tekin af gæðaráði
Fulltrúinn þarf að vera laus allan daginn, þá daga sem úttektin fer fram. Um er að ræða launaða stöðu en stúdentafulltrúinn fær greitt sömu þóknun og aðrir meðlimir úttektarteymisins. Ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu hvort úttektin fari fram staðbundið eða með rafrænum hætti. Stúdentafulltrúinn skal vera vel talandi og skrifandi á ensku.
Óskað er eftir tilnefningum frá öllum aðildarfélögum LÍS, fyrir utan SLHÍ í síðasta lagi 25. apríl, með ferilskrá og kynningarbréfi viðkomandi aðila. Tilnefningar skulu berast á lis@studentar.is
Það er kjörið tækifæri fyrir áhugasama stúdenta að nýta sér gæðanámskeið LÍS sem fer fram sunnudaginn 18. apríl kl.10-13 til þess að kynnast gæðamálum íslensks háskólasamfélags.
Endilega hafið samband við Indiu Bríeti, gæðastjóra LÍS (india@studentar.is) ef einhverjar spurningar vakna.
-ENGLISH-
Seeking student representative for a review of the Iceland Academy of the Arts
LÍS has received a request to nominate a student representative for a quality review of the Iceland Academy of the Arts, which will take place 20-24. September 2021
The Quality Boards's handbook states that LÍS shall nominate students from its member associations and also that a nominated representative may not be from the same institution as is being reviewed (LHÍ).
The student representative must not have a close connection with the institution through family ties - that a close family member studies or works with the institution.
The student representative may not have graduated more than one year earlier
The student representative must have experience of the Icelandic university system and have been a student at an Icelandic university
The review team signs a statement confirming that there is no conflict of interest
This list of requirements is not exhaustive and the final decision on eligibility is made by the Quality Board.
The representative must be available all day, on the days of the audit. This is a paid position and the student representative is paid the same fee as other members of the review team. It is not possible to say at this time whether the review is carried out locally or electronically. The student representative must be fluent in spoken and written English.
We request nominations from all LÍS member associations, except SLHÍ, no later than April 25, with a CV and cover letter from the applicant. Nominations should be sent to lis@studentar.is
It is an ideal opportunity for interested students to take advantage of the LÍS quality course which will take place on Sunday 18 April at 10-13 in order to get to know the quality issues of the Icelandic university community.
Please contact India Bríeti, LÍS quality manager (india@studentar.is) if you have any questions.