Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Landsþing LÍS 2025 haldið á Hvanneyri

Landsþing LÍS á Hvanneyri 2025

Landsþing Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) fer fram dagana 3.–6. apríl 2025 á Hvanneyri. Þingið er stærsti samráðsvettvangur íslenskra stúdenta og æðsta ákvörðunarvald samtakanna, þar sem 39 þingfulltrúar, fulltrúaráð, framkvæmdastjórn og aðrir gestir koma saman til að móta stefnu og framtíðarsýn stúdentahreyfingarinnar.

Þema þingsins í ár er „Þátttaka stúdenta í mótun háskólasamfélagsins“ og verður lögð áhersla á samtal, samráð og stefnumótun um þau málefni sem brenna á háskólanemum. Dagskrá þingsins er fjölbreytt, þar sem boðið verður upp á vinnustofur, pallborðsumræður, erindi, stefnumótun, kosningar og félagslega viðburði.

Meðal gesta í ár verða Logi Einarsson, ráðherra háskólamála, María Rut Einarsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis og Páll Winkel nýr framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna. Þau munu taka höndum saman í pallborðsumræðum á föstudaginn, sem verður stýrt af Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS.

Erlingur Sigvaldason og Natan Kolbeinsson úr hlaðvarpinu Á Öðrum bjór

Þeir Natan Kolbeinsson og Erlingur Sigvaldason úr hlaðvarpinu á Öðrum bjór verða svo með okkur alla helgina og taka viðtöl við fundargesti og þingfulltrúa.

Fundarhald hefst formlega föstudaginn 4. apríl í Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ), en þátttakendur hittast fyrst á Bifröst síðdegis daginn áður til undirbúnings og hópeflis. Gist verður í stúdentaíbúðum á Bifröst og LÍS sér um allan mat og ferðir á milli fundarstaðar og gistingar.

Landsþing LÍS er styrkt af Erasmus+. Aðgengi er tryggt fyrir alla og LÍS stendur straum af auknum aðgengisþörfum þátttakenda.

Við hlökkum til samverunnar og öflugrar þátttöku á Landsþingi LÍS 2025!

Dagskrá Landsþings LÍS á Hvanneyri 2025

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

AÐGERÐIR NÚNA: Vinnustofur um loftslagsaktivisma

Taktu þátt í tveimur vinnustofum um samspil hagsmunabaráttu stúdenta og loftslagsaktivisma á Íslandi og í Danmörku. Á vinnustofunum fá stúdentar tækifæri til þess að þróa hugmyndir sínar, búa til verkefni og hrinda þeim í framkvæmd. Þátttakendur munu öðlast nýja færni, stækka tengslanet sitt og kynnast stúdentum frá Íslandi og Danmörku.

Vinnustofurnar verða haldnar 23. - 25. maí í Kaupmannahöfn og 26. - 28. september í Reykjavík. Flugmiðar, gisting og matur eru greidd af LÍS og DSF. 

Áhugasöm eru beðin um að veita stutta útskýringu á af hverju þau hafa áhuga á að taka þátt í vinnustofunum, fyrri reynslu eða þekkingu á stúdenta- og loftslagsmálum og hvaða námi viðkomandi er í. Umsóknarfrestur er til og með 28. mars, umsóknir skulu berast í gegnum umsóknarformið hér.

Ekki er gerð krafa um reynslu eða þekkingu á stúdenta- og loftslagsaktivisma, einungis áhuga á að læra og deila reynslu með öðrum stúdentum. Nokkrir þátttakendur verða valdir til þess að taka þátt í báðum vinnustofunum en einungis hluti íslenskra þátttakenda fer til Kaupmannahafnar. Þátttakendur skuldbinda sig til þess að taka þátt í netfundi eftir vinnustofurnar og að deila reynslu sinni af vinnustofunum með öðrum.

Verkefnið er skipulagt af Landssamtökum íslenskra stúdenta og Danske Studerendes Fællesråd (Landssamtökum stúdenta í Danmörku).


//

Are you interested in climate and student activism?

Then you are invited to participate in two workshops around the interconnection between climate activism and student activism in Iceland and Denmark. The workshops are for students to develop ideas, convert them into projects and learn how to turn those projects into a reality. The participants will gain new skills and a large network among students in Iceland and Denmark.

The workshops will be held on May 23th - 25th in Copenhagen and on September 26th - 28th in Reykjavik. Travel, accommodation and meals will be covered by the organisers.

Applicants are asked to send their motivation, previous experience with climate and/or student activism and which education they are enrolled in. Apply through the application form here. The deadline is 28th of March.

It is not a requirement that you have previous experience with climate and student activism, but you need to have an interest in learning and sharing experiences with other students. Selected participants will have to commit to participate in both workshops as well as a follow up online meeting to share tools and inspiration achieved during the workshops. 

The workshops are organised by The National Union of Icelandic Students (Landssamtök íslenskra stúdenta) and The National Union of Students in Denmark (Danske Studerendes Fællesråd).

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Viðtal við forseta LÍS í kvöldfréttum Stöðvar 2

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna er nú að finna í samráðsgátt stjórnvalda, og forseti LÍS ræddi frumvarpið og vankanta námslánakerfisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 6. mars síðastliðinn.

Í viðtalinu ræddu Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, meðal annars þá staðreynd að þrjátíu milljarðar hafa safnast upp í Menntasjóðnum á meðan stúdentar standa frammi fyrir 9% vöxtum á óverðtryggðum lánum auk vaxtaálags. Einnig var fyrirhugað frumvarp ráðherra rætt og kröfur stúdenta, en fyrir helgi birtu LÍS umsögn um frumvarpsdrögin. Lesa má umfjöllun Vísis í heild sinni hér.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Umsögn LÍS - breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna

Í mörg ár hafa stúdentar kallað eftir betrumbættu námslánakerfi og vakið athygli á vanköntum Menntasjóðs námsmanna. Þegar lögbundin heildarendurskoðun laganna stóð til árið 2023 birtu LÍS ítarlegar kröfur stúdenta um bætt námslánakerfi.
LÍS og aðildarfélög hrintu svo í kjölfarið af stað herferð sem bar yfirskriftina Háskólamenntun í hættu. Tilgangur herferðarinnar var að vekja athygli á vanköntum nýja námslánakerfisins og afleiðingum þeirra á ungt fólk, stúdenta, háskólamenntaða og samfélagið í heild.

Lögbundin heildarendurskoðun laganna hefur dregist, nú síðast vegna stjórnarskipta, en á dögunum birti háskóla-, menningar- og nýsköpunarráðherra drög að frumvarpi um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 í samráðsgátt stjórnvalda. LÍS fengu umsagnarbeiðni og má lesa umsögn LÍS í heild sinni hér.

Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpsdrögunum eru skref í rétta átt að mati LÍS og í anda þess sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - en það er gríðarlega mikilvægt að tefja ekki lögbundna heildarendurskoðun sem er orðin löngu tímabær og kalla eftir víðtækari breytingum á óviðunandi vaxtafyrirkomulagi og greiðslubyrði sem sligar stúdenta.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2025 - 2026!

// English below //

LÍS óska eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2025 - 2026. Framboðsfrestur er til og með 20. mars 2025. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is.


Kosið er í embætti á Landsþingi stúdenta sem haldið verður í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 3. - 6. apríl.

Skipulögð brottför verður frá höfuðborgarsvæðinu og Akureyri til Hvanneyrar seinnipart 3. apríl.

Mikilvægar upplýsingar:

Það eru fimm embætti í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2025 - 2026.

  • Forseti

  • Varaforseti

  • Gæðastjóri

  • Alþjóðafulltrúi

  • Jafnréttisfulltrúi

Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliðaupplýsingar má finna hér.
Á myndunum að neðan má sjá helstu verkefni hvers embættis.

Starfsárið hefst í byrjun júní 2025 og er til loka maí 2026.

Tímabilið frá kosningu embætta á Landsþingi fram að byrjun starfsársins er nýtt til þekkingarmiðlunar nýkjörinna fulltrúa frá fráfarandi framkvæmdastjórnarmeðlimum samtakanna.

  • Vinnutungumál LÍS er íslenska.

    • Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn eru almennt á íslensku

  • Kjörgengi hafa…

    • Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS

    • Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum.

Applications are open for LÍS’ Executive Committee for 2025-2026.

The application deadline is March 20th, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is.

Elections are held at the Student General Assembly which will be held in Hvanneyri, April 3rd - April 6th.

Important information:

There are five positions in the executive board of LÍS for the working year 2024-2025

  • President

  • Vice President

  • Quality officer

  • International officer

  • Equality officer

We encourage candidates to familiarize themselves with the association's laws and procedures, but more detailed information about each position can be found there. You can also contact our current officials, whose contact details can be found here.

The working year starts at the beginning of June 2025 and ends in May 2026.

The period from the election of offices in the National Assembly until the beginning of the working year is used to learn about the role from the outgoing executive committee.

  • The working language of LÍS is Icelandic

    • Material for publication is in both English and Icelandic, but meeting documents are generally in Icelandic

  • Who can apply for the EC?

    • Everyone who is studying at an Icelandic university and/or is a member of LÍS's member associations.

    • Candidates may have completed their studies, if it is less than two years since the end of their studies

Read More