
Rektorar styðja kröfu stúdenta // Rectors support the demand of students
Samstarfsnefnd háskólastigsins, sem samanstendur af öllum rektorum Íslands, styður erindi LÍS um rýmri rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta. LÍS árétta kröfu sína um að tryggja þurfi stúdentum rétt til atvinnuleysisbóta yfir sumartímann og senda ákall til stjórnvalda um að grípa þurfi til viðeigandi aðgerða svo að fjárhagsöryggi stúdenta sé í raun tryggt.
— English below —
Samstarfsnefnd háskólastigsins, sem samanstendur af öllum rektorum Íslands, styður erindi LÍS um rýmri rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta. LÍS árétta kröfu sína um að tryggja þurfi stúdentum rétt til atvinnuleysisbóta yfir sumartímann og senda ákall til stjórnvalda um að grípa þurfi til viðeigandi aðgerða svo að fjárhagsöryggi stúdenta sé í raun tryggt.
Samtökin minna á að ef stúdent verður af atvinnu yfir sumartímann getur hann orðið fyrir verulegum tekjumissi. Þar sem stúdentar eiga almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum og Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum ekki fyrir framfærslu yfir sumartímann standa þeim engar bjargir til boða sem geta mætt þessum tekjumissi.
Forsætisráðherra vakti athygli á kröfu stúdenta á samfélagsmiðlum sínum þann 30. mars 2020 og tók undir að mikilvægt væri að bregðast við stöðunni. Vísaði ráðherra í tillögu fjárlaganefndar um að setja 100 milljónir í Nýsköpunarsjóð námsmanna til þess að búa til störf í sumar. Að mati ráðherra væri það það besta sem hægt væri að gera í núverandi stöðu.
Að efla Nýsköpunarsjóð námsmanna er eitt og sér fagnaðarefni, hins vegar bendum við á að frekari aðgerða er þörf. Samtökin gera ráð fyrir að opnað yrði fyrir umsóknarfrest á ný í sjóðinn ef aðgerðin á að koma að gagni í sumar en þrátt fyrir það myndi takmarkaður fjöldi stúdenta geta nýtt sér þetta. LÍS leggja enn á ný ríka áherslu á kröfu stúdenta um að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta.
—
All the rectors of Iceland have declared their support for the demand of students regarding increased right to unemployment benefits. LÍS iterates the demand that students need to be ensured the right for unemployment benefits over the summer period and calls upon the government to take the actions needed to ensure that students' financial security is guaranteed.
LÍS reminds readers that if a student becomes unemployed during the summer then the substantial loss of income will be great. As a student, you generally do not have the right to unemployment benefits and the Icelandic Student Loan Fund does not allow students to be eligible for loans during the summer. Therefore, students have no resources available to meet this loss of income.
The Prime Minister drew attention to the demand of students on her social media on March 30th, 2020 and stressed the importance of responding to the situation. The Minister referred to the Budget Committee's proposal to add 100 million krónas to the Student Innovation Fund to create jobs this summer. In the Minister's opinion, this might be the best thing to do considering the situation. Enhancing the Student Innovation Fund is a reason for joy, however, LÍS points out that further action is needed. The Union expects that the fund will re-open the application process for this year if the action is to be of use this summer, but even so, a limited number of students would benefit from it. LÍS re-emphasises that students should be ensured the right to unemployment benefits.
Innri stefna LÍS nú aðgengileg // Inner policy of LÍS now accessible
Innri stefna LÍS er nú aðgengileg á studentar.is
— English below —
Innri stefna LÍS snýr að innra starfi LÍS og miðar að því að gera samtökin sterkari inn á við. Stefnan er byggð á ytri stefnum samtakanna, hugmyndum frá aðildarfélögunum og gildum sem aðildarfélögin kusu um um í lok árs 2019. Gildin eru: Jafnrétti, lýðræði, gagnsæi og samstaða. Stefnan var samþykkt á landsþingi LÍS 2020 á Akureyri.
Innri stefnuna má sjá hér en einnig er hægt að nálgast undir útgefið efni.
—
LÍS’s internal policy is about LÍS’s internal work and aims to make the Union stronger internally. The policy is based on the Union’s external policies, ideas from the member unions and the values that the member unions voted for at the end of 2019. The values are: equality, democracy, transparency and solidarity. The policy was approved at LÍS’s 2020 General Assembly in Akureyri.
The internal policy is available in Icelandic here.
Stúdentar hafa rödd í heimsfaraldri // Students have a voice in the pandemic
Um miðbik mars skipaði mennta- og menningarmálaráðherra samráðshóp um skólahald vegna heimsfaraldurs COVID-19. Hópnum var í fyrstu ætlað að fjalla um samræmd viðbrögð helstu hagsmunaaðila ef til samkomubanns kæmi og var svo sannarlega þörf á því. Stuttu eftir fyrsta fund samráðshópsins skall samkomubannið á og var einstaklega verðmætt að lykilaðilar skólasamfélagsins voru nú þegar komnir saman á einum stað.
— English below —
Um miðbik mars skipaði mennta- og menningarmálaráðherra samráðshóp um skólahald vegna heimsfaraldurs COVID-19. Hópnum var í fyrstu ætlað að fjalla um samræmd viðbrögð helstu hagsmunaaðila ef til samkomubanns kæmi og var svo sannarlega þörf á því. Stuttu eftir fyrsta fund samráðshópsins skall samkomubannið á og var einstaklega verðmætt að lykilaðilar skólasamfélagsins voru nú þegar komnir saman á einum stað. Lögð var áhersla á að reyna eftir bestu getu að halda námi og kennslu áfram við gríðarlega krefjandi aðstæður. Á tímum sem þessum skiptir sköpum að hafa góðan samráðsvettvang milli helstu aðila skólakerfisins svo vel muni fara og á ráðherra hrós skilið fyrir að skapa slíkan samráðsvettvang. Í samráðshópnum situr forseti LÍS, Sigrún Jónsdóttir, og stendur vörð um hagsmuni stúdenta.
Samráðshópurinn hefur fundað jafnt og þétt síðustu vikur. Á fundum þess hefur hverju skólastigi gefist tækifæri til þess að varpa ljósi á stöðu mála innan síns stigs og vakið athygli á þeim vandamálum sem eru mest aðkallandi. Háskólastigið hefur verið sammála frá fyrsta fundi um mikilvægi þess að tryggja áframhaldandi kennslu með aðstoð stafrænna kennsluhátta. Það er stúdentum hjartans mál að þær takmarkanir sem fylgja samkomubanninu hafi sem minnst áhrif á námsframvindu þeirra. Á fyrsta fundi samráðshópsins lá það helst á fulltrúa stúdenta að fá staðfestingu á því hvort Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) myndi sýna sveigjanleika á tímum sem þessum og var mikið gleðiefni að fá það staðfest frá ráðherra. LÍN mun taka við annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda í stað vottorða fyrir loknar einingar. Einnig stendur lánþegum til boða að sækja um auka ferðalán vegna heimsfaraldursins séu þau í námi erlendis og í þokkabót hefur umsóknarfresti til námslána verið lengt frá 15. apríl til 1. maí.
Hvað námsframvindu stúdenta varðar hefur hver og einn háskóli unnið að viðeigandi ráðstöfunum út frá sinni starfsemi og hvetja samtökin stúdenta að fylgjast vel með þeim tilkynningum sem skólarnir senda út á sína stúdenta. Aðildarfélög LÍS eru mörg hver í virku sambandi við stjórnendur síns skóla og vinna svo sannarlega með hagsmuni stúdenta að leiðarljósi.
Innan samráðshópsins hefur andleg líðan stúdenta komið til tals og nokkur aðildarfélög LÍS sent út kannanir til þess að athuga líðan sinna stúdenta í þeim aðstæðum sem ríkja. Fyrstu niðurstöður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) og Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) eru sláandi og er hægt að lesa nánar um þær hér og hér. Stór hluti þátttakenda upplifir streitu og/eða álag sem hefur áhrif á námsframvindu. Þátttakendur bentu á að óvissan er verst og er því mikilvægt að háskólar viðhaldi góðu upplýsingaflæði og bjóði upp á viðeigandi úrræði fyrir stúdenta. Niðurstöður könnunar Nemendafélags Háskólans á Bifröst eiga eftir að berast.
Stúdentar krefjast geðheilbrigðisúrræða innan hvers háskóla, sér í lagi á þessum fordæmalausu tímum, og hefur LÍS staðið fast á því innan samráðshópsins.
Innan hópsins hefur einnig verið vakin athygli á kröfu stúdenta um rýmri rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta og væntum við frekari fregna vegna þessa.
—
In mid-March, the Minister of Education and Culture appointed a consultation group on schooling in the COVID-19 pandemic. The group was initially intended to address coordinated strategy of the majority of stakeholders in the event of a ban on gatherings, which was certainly necessary. Shortly after the first meeting of the consultation group, the ban was set, and it was extremely valuable that the key members of the school community had already come together in one place. It was emphasised from the very start that the consulation group should try to keep learning and teaching going in these changing and challenging times. In times like these, it is crucial to have a good forum for consultation between majority stakeholders and the Minister deserves praise for putting together the consultation group in question. The President of LÍS, Sigrún Jónsdóttir, sits in the consultation group and stands guard of students interests.
The consultation group has been meeting steadily for the past few weeks. At its meetings, each school level has been provided an opportunity to shed a light on the state of affairs within its level and draw attention to the most pressing problems. The university level has been unanimous since the first meeting on the importance of ensuring continued teaching with the help of digital teaching methods. It is extremely important for students that the restrictions associated with the ban have the least impact on their learning progression. At the consultation group´s first meeting, the student representative wanted primarily to get confirmed whether the Icelandic Student Loan Fund (LÍN) would show flexibility and it was therefore very reassuring to hear by the Minister that LÍn would do so. LÍN will now receive another form of confirmation of completed ECTS. Borrowers can also apply for extra travel loans due to the pandemic if they are studying abroad and the grant application deadline for student loans has been extended from 15th of April to 1st of May.
As far as learning progression is concerned, each university has been working on appropriate measures based on its activities and we encourage students to closely monitor the notifications that your school sends to their students. The member unions of LÍS are many in close contact with their school administrators and certainly work with the best interest of students in mind.
Within the consultation group, the mental well-being of students has come up for discussion and several member unions of LÍS have sent out surveys to check the well-being of their students in the prevailing conditions. The first results of the Student Association of the University of Akureyri (SHA) and the Student Council of the University of Iceland (SHÍ) are striking and you can read more about them here and here. A large part of the participants experience stress and/or strain that affects their learning progression. Participants pointed out that the uncertainty is worst and it is therefore crucial that universities maintain a good flow of information and provide necessary resources for students. The results of the Bifröst University Student Union survey are yet to be received.
Students demand mental health care within each university, especially in these unprecedented times, and LÍS has been firmly committed to this within the consultation group.
Attention has also been drawn within the group to the demand of students for increased rights to unemployment benefits. We expect further news regarding the demand in the close future.
Upplýsingar til Erasmus+ stúdenta á tímum COVID-19
Evrópusamtök stúdenta (ESU) héldu fyrirspurnafund fyrir aðildarfélög sín síðastliðinn föstudag en Landssamtök íslenskra stúdenta eru á meðal aðildarfélaga og sat varaforseti samtakanna því fundinn. Þar tjáðu ýmis aðildarfélög áhyggjur stúdenta sem eru nú í skiptinámi á Erasmus+ styrk eða eru á leið í slíkt skiptinám vegna COVID-19 heimsfaraldursins sem hefur sett stórt strik í reikninginn fyrir marga núverandi og jafnvel verðandi Erasmus+ stúdenta….
Evrópusamtök stúdenta (ESU) héldu fyrirspurnafund fyrir aðildarfélög sín síðastliðinn föstudag en Landssamtök íslenskra stúdenta eru á meðal aðildarfélaga og sat varaforseti samtakanna því fundinn. Þar tjáðu ýmis aðildarfélög áhyggjur stúdenta sem eru nú í skiptinámi á Erasmus+ styrk eða eru á leið í slíkt skiptinám vegna COVID-19 heimsfaraldursins sem hefur sett stórt strik í reikninginn fyrir marga núverandi og jafnvel verðandi Erasmus+ stúdenta.
Sérfræðingar sátu fyrir svörum fyrir hönd Erasmus+ og skýrðu helst frá því að brýnt hefði verið fyrir skólastofnunum að vera sveigjanlegar og láta ástandið koma eins lítið niður á stúdentum og hægt væri. Stofnanirnar hefðu farið misvel eftir því enn sem komið er. Fundinn er hægt að sjá hér, en þar er að finna mjög ítarleg svör við ýmsu sem Erasmus+ stúdentar gætu verið að velta fyrir sér:
LÍS benda einnig á spurt og svarað á heimasíðu Íslandsskrifstofu Erasmus+. Þar segir til dæmis að nemendur skuli vera í sambandi við heimaskóla sína sem veittu þeim Erasmus+ styrkinn og hafa umsjón með dvöl þeirra úti.
„Ef þú kemur fyrr heim vegna útbreiðslu veirunnar og aðgerða til að hefta hana mun heimaskólinn þinn ekki biðja þig um að endurgreiða þann hluta styrksins sem þú hefur þegar fengið greiddan út. Ef heimkoma þín kallar á aukin útgjöld frá þér sem útgreiddur styrkur nægir augljóslega ekki fyrir, til dæmis vegna þess að þú þarft að kaupa dýran flugmiða á síðustu stundu eða ferðast gegnum önnur lönd vegna niðurfellingar á flugi, geturðu óskað eftir því við heimaskólann þinn að sá kostnaður sé einnig styrktur af Erasmus+.“
Við hvetjum stúdenta til þess að hafa samband við Erasmus+ á Íslandi ef einhverjar spurningar kunna að vakna. Sömuleiðis er stúdentum alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá LÍS eða Samtök íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), sérstaklega ef þeir telja að á þeim hafi verið brotið í þessum efnum.
Að lokum bendum við á yfirlýsingu samtaka Erasmus stúdenta sem er aðgengileg hér: https://esn.org/news/erasmus-student-network-statement-covid-19-outbreak.
Stúdentar krefjast rýmri réttar til atvinnuleysisbóta // Students demand an increased right to unemployment benefits
LÍS fagna þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til í þeim tilgangi að lágmarka áhrif COVID-19 á íslenskt hagkerfi og lýsa sérstaklega ánægju sinni með það að stúdentar séu nú teknir með í reikninginn þegar kemur að minnkuðu starfshlutfalli. Þó ríkir enn mikil óvissa á meðal stúdenta.
— English below —
LÍS lýsa sérstaklega ánægju sinni með það að stúdentar séu nú teknir með í reikninginn þegar kemur að minnkuðu starfshlutfalli.
Þó ríkir enn mikil óvissa á meðal stúdenta. Eftir sitja áhyggjur um skert framboð á sumarstörfum og aukið atvinnuleysi. „Atvinnuleysi hefur vaxið í aðdraganda faraldursins svo vinnumarkaðurinn er í viðkvæmri stöðu“, segir í kynningu stjórnvalda á efnahagsaðgerðum sínum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Af þeim aðgerðum að dæma sem stjórnvöld hafa kynnt er augljóst að viðbúið er að atvinnuframboð verði minna en ella vegna faraldursins, og er því eðlilegt að stúdentar sjái fram á að sumarstörf verði af skornum skammti. Ef stúdent verður af atvinnu yfir sumartímann getur hann orðið fyrir verulegum tekjumissi. Þar sem stúdentar eiga almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum og Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum ekki fyrir framfærslu yfir sumartímann standa þeim engar bjargir til boða sem geta mætt þessum tekjumissi.
Breytingar vegna minnkaðs starfshlutfalls ná aðeins til þeirra stúdenta sem eru nú þegar í starfi en lækka í starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná ekki til þeirra sem eru í þann mund að sækja um störf fyrir sumarið eða voru í minna en 45% starfi nú þegar. Til þess að stúdentar geti haldið eðlilegri námsframvindu áfram verður að bregðast við umræddum tekjumissi með því að gefa stúdentum kost á því að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann.
LÍS hafa óskað eftir fundi með bæði barna- og félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra til þess að ræða málið nánar og vonandi komast að farsælli lausn fyrir stúdenta á landsvísu.
Sjá ályktun LÍS um rýmri rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta hér fyrir neðan og undir útgefið efni á heimasíðunni:
—
LÍS expresses its satisfaction with the fact that students are now taken into account when it comes to temporarily entitlement to unemployment benefits due to reduced employment rate.
However, there is still considerable uncertainty among students. Students are worried about reduced supply of summer jobs and increased unemployment. "Unemployment has grown in anticipation of the pandemic so the labor market is in a fragile state," is written in the government´s presentation of its economic response to the pandemic. From the actions taken by the government, it is obvious that the job offer is expected to be less than otherwise due to the pandemic, and it is natural for students to expect that summer jobs will be scarce. If a student becomes unemployed during the summer, he may experience a significant loss of income. As students are generally not entitled to unemployment benefits and the Icelandic Student Loan Fund does not lend to students for support during the summer, there are no bids available to meet this loss of income.
Entitlement to unemployment benefits due to reduced employment rates apply only to those students who are already in work and their employment rate is reduced. The measures do not include those who are currently applying for jobs for the summer or were in less than 45% of jobs already. In order for students to be able to continue their normal learning progress, the loss of income in question must be addressed by giving students the opportunity to apply for unemployment benefits during the summer.
LÍS has requested a meeting with both the Minister of Social Affairs and the Minister of Finance to discuss the matter further and hopefully come up with a successful solution for students nationwide.