
Skiptafundur LÍS
Jóhanna Ásgeirsdóttir hefur tekið við keflinu sem nýr forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta fyrir starfsárið 2020-2021. Anna Kristín Jensdóttir, hlaut kjör sem varaforseti LÍS á skiptafundi samtakanna og eftirfarandi einstaklingar skipa þar með framkvæmdastjórn LÍS 2020-2021.
Frá vinstri: Anna Kristín Jensdóttir varaforseti, Kolbrún Lára Kjartansdóttir ritari, India Bríet Böðvarsdóttir Terry gæðastjóri, Jóhanna Ásgeirsdóttir forseti, Derek T. Allen jafnréttisfulltrúi, Guðbjartur Karl Reynisson markaðsstjóri, Sylvía Lind Birkiland alþjóðafulltrúi
Jóhanna Ásgeirsdóttir hefur tekið við keflinu sem nýr forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta fyrir starfsárið 2020-2021. Anna Kristín Jensdóttir hlaut kjör sem varaforseti LÍS á skiptafundi samtakanna og eftirfarandi einstaklingar skipa þar með framkvæmdastjórn LÍS 2020-2021:
Forseti: Jóhanna Ásgeirsdóttir
Varaforseti: Anna Kristín Jensdóttir
Alþjóðafulltrúi: Sylvía Lind Birkiland
Gæðastjóri: India Bríet Böðvarsdóttir Terry
Jafnréttisfulltrúi: Derek T. Allen
Markaðsstjóri: Guðbjartur Karl Reynisson
Ritari: Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Jóhanna hóf starfsárið á að ávarpa skiptafund LÍS þann 26. maí 2020 og fór yfir komandi verkefni framkvæmdastjórnar og fulltrúaráðs.
Í ávarpinu kom fram að framkvæmdastjórn og fulltrúaráð munu byrja starfsárið af krafti með áframhaldandi baráttu fyrir atvinnuleysisbótum, bættum geðheilbrigðisúrræðum í kjölfar herferðarinnar „Geðveikt álag“ og með því að halda kröfum stúdenta varðandi frumvarp um Menntasjóð námsmanna á lofti.
Enn er ekki að fullu vitað hverjar afleiðingar heimsfaraldurs COVID-19 og efnahagskreppunnar sem fylgdi verða til lengri tíma. Þó að búið sé að ná tökum á útbreiðslu veirunnar hér á landi, þá er er ennþá fjöldi fólks, bæði á Íslandi og á heimsvísu, að verða fyrir beinum og óbeinum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Hluti stúdenta munu standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að hætta í námi vegna fjárhagserfiðleika. Krafa okkar um atvinnuleysisbætur er meðal annars hugsuð til þess að sporna við þeirri þróun, en við verðum að vera viðbúin því að leita frekari lausna og þrýsta á að bæði háskólar og ríkisstjórn styðji vel við stúdenta á komandi misserum. Einnig er spáð að fjöldi fólks mun skrá sig í nám á næstu misserum vegna atvinnuleysis. Samhliða þeirri fjölgun þarf ríkisstjórnin að huga að fjármögnun háskólastigsins svo hægt sé að tryggja gæði náms. Vegna ferðatakmarkanna eru líkur á því að alþjóðlegt samstarf og skiptinám verður með breytti sniði en þar verðum við líka að vera á varðbergi fyrir því að nauðsynlegar varúðarráðstafanir bitni ekki alþjóðlegum nemum, innflytjendum og flóttafólki. Flæði fólks, hugmynda og menningar milli landa er grunnforsenda blómlegs háskólasamfélags.
Einn kjarni samtakanna er þátttaka í loftslagsverkföllunum, en með nýsamþykkri sjálfbærnisstefnu höfum við aukið við okkur verkfæri til þess að leggja hönd á plóg í loftslagsbaráttunni.
Eitt helsta verkefnið forseta yfir næsta starfsár verður skrif velferðarstefnu sem mun byggja á vinnustofum sem áttu sér stað á síðasta landsþingi. LÍS hafa ekki látið kyrrt liggja með að tjá sig um velferðarmál stúdenta hingað til en með skýra sameiginlega stefnu getum við verið enn öflugri og tryggt sæti okkar við borðið.
Stúdentamál í fréttum
Stúdentamál voru mikið í fréttum í dag, LÍS birtu niðurstöður könnunar um atvinnumál stúdenta á tímum COVID-19 og stuttu seinna birti Stúdentaráð Háskóla Íslands einnig tölur úr sömu könnun. Jafnframt fór frumvarp um Menntasjóð námsmanna í 3. umræðu á þingi.
Stúdentamál voru mikið í fréttum í dag, LÍS birtu niðurstöður könnunar um atvinnumál stúdenta á tímum COVID-19 og stuttu seinna birti Stúdentaráð Háskóla Íslands einnig tölur úr sömu könnun. Jafnframt fór frumvarp um Menntasjóð námsmanna í 3. umræðu á þingi.
LÍS hafa sent frá sér umsögn og ályktun þar sem fram kemur afstaða stúdenta gagnvart einstökum atriðum frumvarpsins um Menntasjóð námsmanna en helsta breytingin sem hefur átt sér stað á frumvarpinu er að kalli stúdenta eftir vaxtaþaki hefur verið svarað, þó að þakið sé heldur hærra en stúdentar höfðu séð fyrir sér. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið á að eiga sér stað á morgun, en verði frumvarpið að lögum vilja stúdentar minna á að vinnan er rétt að hefjast. LÍS mun halda áfram að fylgjast vel með þróun málsins og koma skoðunum stúdenta á framfæri, til þess að nýtt lánasjóðskerfi þjóni hlutverki sínu og bæti raunverulega kjör stúdenta.
Forseti LÍS, Jóhanna Ásgeirsdóttir ræddi við Stöð 2 í dag um hátt hlutfall atvinnuleysis meðal stúdenta sem er um 40% skv. nýlegri könnun LÍS í samstarfi við SHÍ og MRN. Vísir fjallaði einnig niðurstöður könnunarinnar. Stúdentar fagna atvinnuúrræðum ríkisstjórnarinnar en hafa kallað eftir rétt til atvinnuleysisbóta samhliða auknum atvinnumöguleikum. Stúdentar vinna lang flestir með námi og greiða þar með í atvinnuleysistryggingasjóð. Hvers vegna eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysistryggingunni þegar enga atvinnu er að fá? Jafnvel þeir sem fá vinnu verða fyrir tekjumissi sem þeim munar um, þar sem sumarstörf hins opinbera eru aðeins til tveggja mánaða, en sumarið er þrír mánuðir.
LÍS óttast að stúdentar sem fá ekki vinnu neyðist til þess að hætti í námi til þess eins að eiga rétt á atvinnuleysisbótum.
Atvinnumál og aðstæður námsmanna vegna COVID-19 // Job outlook and well-being of students during COVID-19
LÍS sendu út könnun í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19. Svarendur voru tæplega 2500 og bárust svör frá öllum háskólum landsins en einnig stúdentum erlendis. Könnunin var send út 14. maí og lokuð 26. maí 2020. Niðurstöðurnar sýna, í samanburði við kannanir einstakra háskóla sem gerðar voru í apríl, að staðan hefur lítið skánað: Atvinnuleysi stúdenta er enn um 40%. Í fyrrasumar voru 80% svarenda í fullu eða hlutastarfi, en aðeins 3.5% voru atvinnulaus í virkri atvinnuleit.
English below
LÍS sendu út könnun í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19. Svarendur voru tæplega 2500 og bárust svör frá öllum háskólum landsins en einnig stúdentum erlendis. Könnunin var send út 14. maí og lokuð 26. maí 2020. Niðurstöðurnar sýna, í samanburði við kannanir einstakra háskóla sem gerðar voru í apríl, að staðan hefur lítið skánað: Atvinnuleysi stúdenta er enn um 40%. Í fyrrasumar voru 80% svarenda í fullu eða hlutastarfi, en aðeins 3.5% voru atvinnulaus í virkri atvinnuleit.
Heildarfjöldi háskólanema er um 18000. Ef þessar prósentutölur eru yfirfærðar á heildina þá fæst að um 600 stúdentar voru atvinnulausir síðasta sumar en 7000 sumarið 2020.
Staða atvinnumála stúdenta er því grafalvarleg.
Störf hjá hinu opinbera munu koma fjölda stúdenta til bjargar en hingað til hefur Vinnumálastofnun auglýst aðeins 1500 stöður. Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.
Spurð að því hvort þau geti mætt útgjöldum sínum í sumar svöruðu 54.6% stúdenta að þau gætu það ekki eða munu eiga erfitt með það.
Einnig viljum við benda á að þrátt fyrir fréttir um mikla aðsókn í sumarnám þá hyggst samt 63% stúdenta ekki ætla að nýta sér þann kost. Auk þess geta aðeins 12% stúdenta séð fyrir sér að taka námslán yfir sumartímann og af þeim myndu 7% einungis nýta sér það verði þau áfram atvinnulaus.
LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.
Jafnvel þau sem fá vinnu hjá hinu opinbera þurfa á einhverjum úrræðum að halda þar sem ráðningartímabil starfanna sem ætluð eru stúdentum verður einugis tveir mánuðir. Sumarið er þrír mánuðir og einn mánuður án tekna mun skipta stúdenta máli. Til að mynda telja 45.6% stúdenta 75.000 króna skrásetningargjöld opinberra háskóla íþyngjandi. Af því má ætla skólagjöld einkarekinna skóla séu ekki síður íþyngjandi.
LÍS óttast að stúdentar sem fá ekki vinnu neyðist til þess að hætti í námi til þess eins að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 84.2% vilja sjá stúdentum tryggðan rétt til atvinnuleysisbóta. Auk þess skrifuðu 2600 manns undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta.
Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.
// English //
LÍS sent out a survey in collaboration with Stúdentaráð Háskóla Íslands and Mennta- og menningarmálaráðuneyti on job outlook and well-being of students during COVID-19. The respondents were almost 2500 and responses were received from all the universities in the country as well as from students abroad. The survey was sent out may 14th and closed may 26th 2020. The results show, in comparison to the surveys individual universities conducted in April, that the situation has not improved: Student unemployment is still around 40%. Last summer, 80% of respondents were full-time or part-time employed, while only 3.5% were unemployed in active job search.
The total number of university students is around 18000. If these percentages are transferred overall, then it can be estimated that about 600 students were unemployed last summer but 7000 in the summer of 2020.
The status of students' employment is therefore grave.
Government funded jobs will save a number of students, but so far the Directorate of Labor has only advertised 1500 positions. Summer has started and unemployed students need support now. It is not possible to wait for the next survey or next round of advertised jobs, it will be too late.
Asked if they can meet their expenses this summer, 54.6% of students responded that they could not or would have difficulty doing so.
We would also like to point out that despite news of high enrollment in summer classes, 63% of students do not intend to take advantage of this opportunity. In addition, only 12% of students can imagine taking student loans over the summer, and 7% of them would only take student loans if they remain unemployed.
LÍS is not surprised by this perspective that students do not want to accrue further debt during an economic crisis. Students spend the summer saving money for the winter, but student loans barely enough to subsist on and not high enough to save for the next school year.
Even those who get a job with the public sector need further support as the employment period for students is only two months. The summer is three months and one month without income will have an impact on students. For example, 45.6% of students see the 75,000 ISK registration fee for public universities as a burden. Therefore, private school tuition may be assumed to be no less burdensome.
LÍS fears that students who remain unemployed will be forced to quit their studies in order to be entitled to unemployment benefits. The results of the survey show that 84.2% want to see students receive the right to unemployment benefits. In addition, 2600 people signed LÍS’s call for students to be guaranteed the right to unemployment benefits.
Students’ right to unemployment benefits was revoked in the year 2010, but in the current economic climate as a result of COVID-19 there is an opportunity to correct that inequality and provide students with the same safety net as other working people.
Ályktun LÍS um breytingartillögur allsherjar- og menntamálanefndar á frumvarpi um Menntasjóð námsmanna
Landssamtök íslenskra stúdenta sendu í gær ályktun á alla þingmenn þar sem fram kemur afstaða stúdenta gagnvart breytingartillögum á frumvarpi um Menntasjóð námsmanna. Ályktunin byggir á umsögn LÍS um frumvarpið og herferðinni Fjárfestum í menntun. Jafnframt fór fram fram framhald á 2. umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær þar sem vísað var í umsögn og ályktun LÍS.
Landssamtök íslenskra stúdenta sendu í gær ályktun á alla þingmenn þar sem fram kemur afstaða stúdenta gagnvart breytingartillögum á frumvarpi um Menntasjóð námsmanna. Ályktunin byggir á umsögn LÍS um frumvarpið og herferðinni Fjárfestum í menntun. Jafnframt fór fram fram framhald á 2. umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær þar sem vísað var í umsögn og ályktun LÍS.
Ein helsta krafa stúdenta er sú að sett verði þak á vexti námslána og hefur sú krafa náð fram að ganga. Þó áréttar LÍS að vaxtaþakið þurfi að vera nægilega lágt til að skila árangri sem öryggisventill og krefjast því áfram að vaxtaþakið verði 3% á verðtryggðum og 7% á óverðtryggðum lánum, í stað 4% og 9% eins og stendur nú í frumvarpinu.
Í umræðu Alþingis leitaði Silja Dögg Gunnarsdóttir, framsögumaður meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar, skýringa á breytingartillögu 3. minnihluta sem snýr að því að festa viðmið um framfærslu við lög frekar en að framfærsla sé skilgreint í úthlutunarreglum á ári hverju. Silja vísar að í greinargerð frumvarpsins þar sem fram kemur að sjóðstjórn hefur hingað til miðað við grunnviðmið neysluviðmiða í ákvörðun framfærslu og spyr hvort það dugi ekki til.
Stúdentar hafa svar við því. Í fyrsta lagi eru grunnviðmið neysluviðmiða einfaldlega of lág. Viðmiðið er langt undir lágmarkslaunum og í engu samhengi við raunverulegan framfærslukostnað hins almenna stúdents. Frumvarpið boðar því engar breytingar á framfærslu og þá raunverulegum kjörum stúdenta ef áfram á að miða við grunnviðmið eins og hefur verið gert síðustu ár. Í öðru lagi telja stúdentar óviðunandi að ákvörðum um upphæð framfærslu liggi alfarið í höndum sjóðstjórnar og óska þess að lagastoð tryggi lágmarks framfærslu.
Því styður LÍS 1. breytingartillögu 1. og 2. og 3. minni hluta sem festir framfærslu við dæmigert neysluviðmið.
Í ályktuninni eru fleiri breytingartillögur raktar sem samræmast kröfum stúdenta, ásamt kröfum sem ekki enn hafa skilað sér í breytingum. LÍS skorar á þingmenn að grípa tækifærið sem gefst núna til þess að laga frumvarpið að kröfum stúdenta til að það þjóni markmiði sínu og Menntasjóður námsmanna geti með sanni verið kallaður styrktarsjóður.
Könnun: Velferð og staða stúdenta í heimsfaraldri // Survey: Well-being and status of students in a pandemic
Vegna erfiðrar stöðu á atvinnumarkaði er brýn þörf á að kortleggja betur atvinnuástand og aðstæður nemenda.
Hægt er fyrir stúdenta að nálgast könnunina inná háskólanetfangi sínu.
Niðurstöður þessarar könnunar verða nýttar til þess að fá skýrari mynd af stöðunni og til að draga fram leiðir til úrbóta.
Könnun þessi er samin af Stúdentaráði Háskóla Íslands og yfirfarin af Landssamtökum íslenskra stúdenta og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Við biðjum stúdenta að svara þessari könnun fyrir 26. maí næstkomandi en ráðgert er að leggja könnunina fyrir aftur síðar í sumar.
Þessi könnun er einungis ætluð háskólanemum. Könnunin er bæði á íslensku og ensku. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og aðildarfélög þess munu annast úrvinnslu gagna hennar og ekki afhenda þau öðrum. Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
//
Due to hardship on the labor market there is an urgent need to map out the employment status and well being of students.
University students can access the survey through their university email.
The results of this survey will be used to get a better picture of the current status and to identify possible solutions to the problems students are facing.
This survey is composed by the Student Council of the University of Iceland and reviewed by the National Union of Icelandic Students and Ministry of Education of Iceland.
We ask you to fill out the survey before May 26th. The survey will possibly be sent out again later in the summer.
This survey is only meant for students currently enrolled in higher education in Iceland. This survey is both in Icelandic and English. The Ministry of Education of Iceland and the National Union of Icelandic Students and its member unions will handle the data processing and will not share the data with others. This survey is anonymous and answers can not be traced to individual participants.