
Ákall eftir stuðningi um rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta // Call for support regarding student's right to unemployment benefits
LÍS kalla eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar.
— English below —
LÍS kalla eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar. Skrifaðu undir hér.
Þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta.
Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi.
Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar.
Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið.
Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Þegar seinni aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var kynntur var gert ráð fyrir um 3.000 sumarstörfum en nýlega var kynnt að þetta verða um 3.400 sumarstörf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði duga skammt til.
Af launum fólks er greitt í atvinnuleysistryggingasjóð og tryggingarsjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga, líka af launum stúdenta. Samt eiga stúdentar engan rétt á greiðslum úr sjóðnum vegna atvinnuleysis, þó þeir hafi unnið og greiðslur runnið í sjóðinn vegna starfa þeirra. Samkvæmt EUROSTUDENT VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi og styðja niðurstöður könnunar SHÍ frá apríl þær tölur en tæp 70% stúdenta HÍ vinna með námi. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Staðan er óviðunandi, snúa þarf til baka og veita stúdentum fjárhagslegt öryggi á þessum óvissutímum.
Veigamesta aðgerð ríkisstjórnarinnar þarf að vera að veita stúdentum rétt til atvinnuleysisbóta svo stúdentar hafi björgunarhring sem getur fleytt þeim í gegnum komandi öldurót.
—
The National Union of Icelandic Students call for support regarding its demand that students need to be ensured the right for unemployment benefits over the summer period. Sign the petition here.
Three recent surveys indicate that unemployment amongst students will be high.
According to a survey conducted by the Student Council of the University of Iceland from April 6th - 8th, 40% of UI students had not yet received a summer job, but were looking for a one.
According to a survey by the Student Union of the Icelandic Academy of the Arts from April 17th - 21st, 65.8% of IAA students had not yet received a secure summer job.
According to a survey by the University of Reykjavik from April 16th - 20th, about half of the RU students had not yet received a summer job.
All three surveys were conducted before a massive amount of group dismissals started in Icelandic society. If the results of the aforementioned surveys are transferred to each school as a whole, then these are over 5,200 students from the University of Iceland, 243 students from the University of Iceland and 1,700 from the University of Reykjavik who do not have summer jobs. When the government's second action package was announced, some 3,000 summer jobs were expected, but recently it was announced that around 3,400 summer jobs will be created for students. If unemployment among students is actually as high as the above figures indicate, this remedy will be short-lived.
A part of people's salaries are paid into the unemployment insurance fund and the insurance fund for self-employed individuals, including the salaries of students. However, students are not entitled to payments from the fund due to unemployment, even though they have been working and payments flowed into the fund because of their work. According to EUROSTUDENT VI, about 87% of students work during study breaks and about 68% work during the lecture period. These numbers are supported by the results of the Student Council of the University of Iceland´s April Survey which showed that almost 70% of UI students work during the lecture period. Until January 1, 2010, students had enjoyed the protection of the unemployment insurance scheme for many years. In the summer of 2009, therefore, students were entitled to unemployment benefits. After that, the right of students to unemployment benefits was abolished in the summer without LÍN meeting the circumstances. Students continued to contribute a part of their salary to the aforementioned funds. The situation is unacceptable, needs to be reversed and financial security has to be provided to students during these times of uncertainty.
The government's most important action must be to give students the right to unemployment benefits so that students have a safety net that can catch them if all else fails.
Opið fyrir umsóknir í fulltrúa LÍS í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til þess að sitja sem fulltrúar LÍS í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til þess að sitja sem fulltrúar LÍS í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.
Nefndin starfar samkvæmt 20. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 og reglum nr. 1152/2006. Hún fjallar um kærur og kvartanir stúdenta í háskólum á hendur skólanna vegna málsmeðferðar og/eða ákvarðana um þeirra mál.
Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur rennur út þann 12. maí kl. 23:59.
Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar, m.a.:
Nafn og aldur.
Ferilskrá.
Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:
Umsækjendur þurfa að uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara sbr. 29. gr. laga nr. 50/2016.
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
Gott vald á íslenskri tungu.
Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi:
Reynslu af störfum kæru- og/eða úrskurðarnefnda.
Þekking á lagaumhverfi háskóla
Reynslu af og/eða áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta.
Einn aðal- og einn varafulltrúi eru skipaðir til tveggja ára.
Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS á sigrun@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
LÍS fagna tillögu þingmanna Samfylkingarinnar um rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) fagna tillögu númer fjögur í þingsályktunartillögu sem lýtur að því að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta frá 1. júní til 31. ágúst 2020.
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) fagna tillögu númer fjögur í þingsályktunartillögu sem lýtur að því að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta frá 1. júní til 31. ágúst 2020. Tvö aðildarfélög LÍS hafa kannað stöðu stúdenta með tilliti til sumarstarfa og fjárhagsöryggis, bæði Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Nemendaráð Listaháskóla Íslands (NLHÍ). Samkvæmt könnun SHÍ vegna sumarstarfa og fjárhags, sem var birt 12. apríl 2020, höfðu 40% svarenda ekki enn fengið sumarvinnu. Frá því að könnun SHÍ var birt hefur staða vinnumarkaðsins farið versnandi og þúsundir misst störf sín síðastliðna daga. Þann 29. apríl birti NLHÍ niðurstöður sinnar könnunar um sumarstörf og fjárhag stúdenta. Samkvæmt henni eru 65,8% nemenda LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Háskólinn í Reykjavík gerði sambærilega könnun á meðal sinna nemenda sem var birt 21. apríl. Samkvæmt henni er helmingur nemenda ekki kominn með vinnu fyrir sumarið.
Nú eru rúmar tvær vikur liðnar síðan ríkisstjórnin kynnti seinni aðgerðarpakkann sinn sem innihélt aðgerðir handa námsmönnum. Aðgerðirnar beinast einna helst að sköpun sumarstarfa og sumarnámi og er þessa stundina unnið að útfærslum þeirra. Þegar aðgerðarpakkinn var kynntur var gert ráð fyrir um 3.000 störfum. Ef litið er til niðurstaðna fyrrnefndra kannanna verður fljótt ljóst að 3.000 sumarstörf munu aðeins nýtast takmörkuðum hluta stúdenta þar sem kannanirnar benda til að um 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík séu ekki komnir með sumarstarf.
Tækifæri stúdenta til að afla sér tekna í sumar eru mun takmarkaðri en áður og af þeim sökum er nauðsynlegt að björgunarúrræði atvinnuleysisbóta geti gripið þá eins og önnur ef fýkur í flest skjól. Nám er vinna og ætti að vera metin sem slík, þegar stúdentar eru án náms og vinnu eru þeir atvinnulausir, rétt eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Í þessu samhengi vísa LÍS til ályktunar sinnar um rýmri rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta sem samstarfsnefnd háskólastigsins, sem samanstendur af öllum rektorum háskóla á Íslandi, studdi.
Veigamesta aðgerð ríkisstjórnarinnar þarf að vera að veita stúdentum rétt til atvinnuleysisbóta svo stúdentar hafi björgunarhring sem getur fleytt þeim í gegnum komandi öldurót.
Lesa má nánar umsögn LÍS um þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu atvinnulausra vegna COVID-19-heimsfaraldursins hér að neðan:
Skrifaðu undir ákall fyrir bættu aðgengi að sálfræðiþjónustu!
Landssamtök íslenskra stúdenta hafa opinberað herferð sína „Geðveikt álag“ og hrint af stað undirskriftarsöfun í tilefni þess. Samtökin krefjast þess að geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins verði bætt til muna, úrræðum fjölgað og að minnsta kosti einu stöðugildi sálfræðings verði komið á innan hvers háskóla fyrir sig.
Landssamtök íslenskra stúdenta hafa opinberað herferð sína „Geðveikt álag“ og hrint af stað undirskriftarsöfun í tilefni þess. Samtökin krefjast þess að geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins verði bætt til muna, úrræðum fjölgað og að minnsta kosti einu stöðugildi sálfræðings verði komið á innan hvers háskóla fyrir sig. Þú getur skrifað undir ákallið fyrir bættu aðgengi stúdenta að sálfræðiþjónustu á landsvísu hér.
Samkvæmt EUROSTUDENT VI könnuninni sem gerð var árið 2017 eiga tvöfalt fleiri íslenskir stúdentar við andleg veikindi að stríða en stúdentar á hinum Norðurlöndunum.
Það er því nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við og veiti háskólum landsins það fjármagn sem þeir þurfa til að halda úti öflugri geðheilbrigðisþjónustu í háskólakerfinu öllu. Þjónustu sem er óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum. Jafnframt er nauðsynlegt að háskólar á landsvísu bjóði stúdentum sínum upp á eins fjölbreytt úrræði og þeim er kostur á.
LÍS skora á alla rektora landsins að nálgast geðheilbrigðisþjónustu innan háskólakerfisins út frá heildrænni nálgun. Skapa þarf sameiginlega geðheilbrigðisstefnu þvert á alla skóla og vinna að því að tryggja aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu.
Háskólar bera ábyrgð á því að líta á geðheilsu nemenda sinna sem forgangsverkefni og verða stöðugt að verja tíma, orku og fjármunum í geðheilbrigðisþjónustu sem nær þvert yfir öll svið skólanna.
Tryggjum blómlegt nærumhverfi stúdenta þar sem heilsa og vellíðan þeirra er í forgrunni. Umhverfi sem gerir stúdentum kleift að vaxa og dafna, ekki bara lifa af!
Opið fyrir framboð til varaforseta LÍS // Open for applications for the Vice-President of LÍS
Opið er fyrir framboð til varaforseta LÍS fyrir starfsárið 2020-2021. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 18. maí n.k.. Framboðum skulu fylgja kynningarbréf og ferilskrá frambjóðenda. Kosningar til varaforseta eiga sér stað á skiptafundi LÍS þann 26. maí.
— English below —
Opið er fyrir framboð til varaforseta LÍS fyrir starfsárið 2020-2021. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 18. maí n.k.. Framboðum skulu fylgja kynningarbréf og ferilskrá frambjóðenda. Kosningar til varaforseta eiga sér stað á skiptafundi LÍS þann 26. maí.
Lýsing á framkvæmdastjórn og embætti varaforseta úr lögum LÍS:
19. gr. Skipun framkvæmdastjórnar
Í framkvæmdastjórn sitja forseti, varaforseti, ritari, fjáröflunarstjóri, alþjóðafulltrúi, gæðastjóri, markaðsstjóri og jafnréttisfulltrúi sem kosnir eru í embætti á landsþingi, sbr. 49. gr. Framkvæmdastjórn sækir umboð sitt til fulltrúaráðs.
20. gr. Hlutverk og skyldur framkvæmdastjórnar
Framkvæmdastjórn stjórnar daglegu starfi samtakanna í samræmi við lög þessi, stefnur og samþykktir samtakanna. Þá tekur framkvæmdastjórn að sér önnur tilfallandi verkefni er lúta að hagsmunum stúdenta.
21. gr. Skyldur og réttindi meðlima framkvæmdastjórnar
Fulltrúar í framkvæmdastjórn bera ábyrgð á miðlun upplýsinga til fulltrúaráðs. Við atkvæðagreiðslu á fundum framkvæmdastjórnar hefur hver fulltrúi eitt atkvæði og ræður einfaldur meirihluti atkvæða.
Fulltrúar hafa rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á fundum fulltrúaráðs og landsþingi.
25. gr. Varaforseti
Varaforseti skal sinna forsæti í fjarveru forseta. Varaforseti skal aðstoða forseta við gerð fundardagskrár. Varaforseti hefur yfirumsjón með lagabreytingum samtakanna og fer fyrir lagabreytingarnefnd. Lagabreytinganefnd skal endurskoða lög samtakanna ár hvert. Varaforseti ber ábyrgð á samskiptum við aðildarfélög og vinnu á milli LÍS og aðildarfélaganna sem snýr að uppbyggingu innra starfs samtakanna sem og aðildarfélaganna, sé þess óskað af þeim.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS, á sigrun@studentar.is.
—
LÍS has opened for applications for the position of Vice-President for the year 2020-2021. Applications must be submitted to kjorstjorn@studentar.is before 11:59 pm on May 18th. Each application should contain a letter of introduction and CV. Elections will take place at the last meeting of this years Representative Board on May 26th. A description of the Executive Committee and Vice-President can be found here below:
Article 19 - Appointment of the Executive Committee
The Executive Committee consists of a: President, Vice-President, Secretary, Funding Officer, International Officer, Quality Assurance Officer, Marketing Officer and Equal Rights Officer. They are all elected at the National Assembly, cf. Article 49. The Union seeks its mandate to the Board of Representatives. The names of the Executive Commission in English are: President, Vice-President, Secretary, Funding Officer, International Officer, Quality Assurance Officer, Marketing Officer and Equal Rights Officer.
Article 20 - The role and duties of the Executive Committee
The Executive Committee manages the daily activities of LÍS in accordance with it’s laws, the policies and the resolutions of the association. In addition, the Executive Committee undertakes other tasks that might arrise in connection to students interests.
Article 21 - Duties and Rights of the Executive Committee
Members of the EC are responsible for disseminating information to the Board of Representatives. Each member of the EC has one vote and a simple majority of votes is needed to approve proposals. Members of the Union have the right to sit, speak and vote at meetings of the Board of Representatives and at the National Assembly.
Article 25 - Vice-President
The Vice-President shall stand in for the President in his absence. The Vice-President shall assist the President in making agendas for meetings. The Vice-President oversees the legislative amendments of the association and is responsible for the Legislative Committee. The committee shall review the law of the association each year. The Vice-President is responsible for relations with the local unions and work between LÍS and the local unions on the structure of the internal work of the association as well as the local unions, upon request.
Contact Sigrún Jónsdóttir, President of LÍS, for further information at sigrun@studentar.is.