Auglýsum eftir fjölhæfum, skipulögðum excel snillingi í hlutverk framkvæmdastjóra // Looking for a multitalented, organized excel genius to be our new Executive Director
LÍS auglýsa nú lausa stöðu framkvæmdastjóra í 40% vinnu sem hefst 1. ágúst. // LÍS seek to hire an Executive Officer in a 40% position beginning August 1st.
English below
LÍS auglýsa nú lausa stöðu framkvæmdastjóra í 40% vinnu sem hefst 1. ágúst. Hlutverkið varð til fyrir ári síðan og er tilgangur þess að sinna daglegum rekstri samtakanna og aðstoða embættismenn við að sinna hagsmunagæslu stúdenta. Verkefnin eru fjölbreytt en snúa mest að fjármálum, þ.e. að sinna bókhaldi og sækja um styrki, en einnig skipulag viðburða og fræðslu á vegum samtakanna. Framkvæmdastjórinn er ekki kjörinn í embætti heldur faglega ráðinn og því ópólitískur, en er samt sem áður fullur meðlimur framkvæmdastjórnar á þann hátt að geta tekið þátt í allri þróun, hugmyndavinnu og framkvæmd verkefna. Frábært tækifæri til að þjálfa sig í verkefnastjórnun og leggja sitt að mörkum til stúdentahreyfingarinnar!
Umsóknarfrestur er til 1. júlí, sendið kynningarbréf og ferilskrá á lis@studentar.is
English
LÍS seek to hire an Executive Officer in a 40% position beginning August 1st. The role was created a year ago with the purpose of taking care of the day-to-day operations of the union support officials in fighting for students’ rights. The projects are varied, but most focus on finances, ie. to accounting and grants applications, but also organizing events and training. The Executive Officer is not elected to office but professionally hired and therefore unpolitical, but is nevertheless a full member of the Exective Committee in such a way as to be able to participate in all development, conceptualisation and project execution. A great opportunity gain experience in project management and contribute to the student movement!
Application deadline is july 1st, send cover letter and CV to lis@studentar.is
Frumvarp um Menntasjóð námsmanna orðið að lögum
Á fundi Alþingis þann 8. júní síðastliðinn varð nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna að lögum. Samtökin telja að þær breytingar geta falið í sér mikinn hag fyrir stúdenta í þessu frumvarpi til framtíðar.
Á fundi Alþingis þann 8. júní síðastliðinn varð nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna að lögum. Samtökin telja að þær breytingar geta falið í sér mikinn hag fyrir stúdenta í þessu frumvarpi til framtíðar. Það er tilefni til þess að fagna beinum styrkjum í formi 30% niðurfellingar á höfuðstól láns við lok náms. Í þessu nýja kerfi fá stúdentar einhvern tíma upp á að hlaupa til að klára nám á réttum tíma og einnig heimild er til þess að veita undanþágur ýmsum grundvelli, en það er vilji stúdenta að nýja kerfið feli í sér nægilegan sveigjanleika til að allir geti stundað nám á sínum forsendum óháð bakgrunni. Stefna samtakanna er nú að vinna áfram að bættum hag námsmanna með hinum nýja menntasjóði.
Einnig ber að fagna tilkomu styrkja vegna framfærslu barna. Hátt hlutfall, eða um 30%, stúdenta eru foreldrar og mun þessi viðbót jafna tækifæri fjölskyldufólks til náms. Einnig er það kjarabót að útborganir lána geti verið mánaðarlegar og gera þannig stúdenta minna háða yfirdráttum eða vinnu með námi.
Menntasjóður námsmanna felur í sér ákveðinn árangur stúdentahreyfingarinnar, sem hefur í áraraðir gagnrýnt Lánasjóðinn. Það var hlustað á kröfur stúdenta varðandi vaxtaþak, þó það hefði mátt hafa þakið lægra. Það helsta sem þarf að huga að í framhaldinu er að vanda til verks, þar sem lögin tryggja ekki nægilegri framfærslu, sú upphæð er enn alfarið í hönd sjóðsstjórnar að ákvarða. Nú er spurning um gott samstarf og samtal ríkisstjórnar og stúdenta til þess að tryggja sterkan grunn nýs kerfis. LÍS munu tilnefna þrjá fulltrúa í stjórn MSN og munu þeir fulltrúar nýta þann vettvang til þess að koma sjónarhornum stúdenta á framfæri.
Skiptafundur LÍS
Jóhanna Ásgeirsdóttir hefur tekið við keflinu sem nýr forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta fyrir starfsárið 2020-2021. Anna Kristín Jensdóttir, hlaut kjör sem varaforseti LÍS á skiptafundi samtakanna og eftirfarandi einstaklingar skipa þar með framkvæmdastjórn LÍS 2020-2021.
Frá vinstri: Anna Kristín Jensdóttir varaforseti, Kolbrún Lára Kjartansdóttir ritari, India Bríet Böðvarsdóttir Terry gæðastjóri, Jóhanna Ásgeirsdóttir forseti, Derek T. Allen jafnréttisfulltrúi, Guðbjartur Karl Reynisson markaðsstjóri, Sylvía Lind Birkiland alþjóðafulltrúi
Jóhanna Ásgeirsdóttir hefur tekið við keflinu sem nýr forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta fyrir starfsárið 2020-2021. Anna Kristín Jensdóttir hlaut kjör sem varaforseti LÍS á skiptafundi samtakanna og eftirfarandi einstaklingar skipa þar með framkvæmdastjórn LÍS 2020-2021:
Forseti: Jóhanna Ásgeirsdóttir
Varaforseti: Anna Kristín Jensdóttir
Alþjóðafulltrúi: Sylvía Lind Birkiland
Gæðastjóri: India Bríet Böðvarsdóttir Terry
Jafnréttisfulltrúi: Derek T. Allen
Markaðsstjóri: Guðbjartur Karl Reynisson
Ritari: Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Jóhanna hóf starfsárið á að ávarpa skiptafund LÍS þann 26. maí 2020 og fór yfir komandi verkefni framkvæmdastjórnar og fulltrúaráðs.
Í ávarpinu kom fram að framkvæmdastjórn og fulltrúaráð munu byrja starfsárið af krafti með áframhaldandi baráttu fyrir atvinnuleysisbótum, bættum geðheilbrigðisúrræðum í kjölfar herferðarinnar „Geðveikt álag“ og með því að halda kröfum stúdenta varðandi frumvarp um Menntasjóð námsmanna á lofti.
Enn er ekki að fullu vitað hverjar afleiðingar heimsfaraldurs COVID-19 og efnahagskreppunnar sem fylgdi verða til lengri tíma. Þó að búið sé að ná tökum á útbreiðslu veirunnar hér á landi, þá er er ennþá fjöldi fólks, bæði á Íslandi og á heimsvísu, að verða fyrir beinum og óbeinum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Hluti stúdenta munu standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að hætta í námi vegna fjárhagserfiðleika. Krafa okkar um atvinnuleysisbætur er meðal annars hugsuð til þess að sporna við þeirri þróun, en við verðum að vera viðbúin því að leita frekari lausna og þrýsta á að bæði háskólar og ríkisstjórn styðji vel við stúdenta á komandi misserum. Einnig er spáð að fjöldi fólks mun skrá sig í nám á næstu misserum vegna atvinnuleysis. Samhliða þeirri fjölgun þarf ríkisstjórnin að huga að fjármögnun háskólastigsins svo hægt sé að tryggja gæði náms. Vegna ferðatakmarkanna eru líkur á því að alþjóðlegt samstarf og skiptinám verður með breytti sniði en þar verðum við líka að vera á varðbergi fyrir því að nauðsynlegar varúðarráðstafanir bitni ekki alþjóðlegum nemum, innflytjendum og flóttafólki. Flæði fólks, hugmynda og menningar milli landa er grunnforsenda blómlegs háskólasamfélags.
Einn kjarni samtakanna er þátttaka í loftslagsverkföllunum, en með nýsamþykkri sjálfbærnisstefnu höfum við aukið við okkur verkfæri til þess að leggja hönd á plóg í loftslagsbaráttunni.
Eitt helsta verkefnið forseta yfir næsta starfsár verður skrif velferðarstefnu sem mun byggja á vinnustofum sem áttu sér stað á síðasta landsþingi. LÍS hafa ekki látið kyrrt liggja með að tjá sig um velferðarmál stúdenta hingað til en með skýra sameiginlega stefnu getum við verið enn öflugri og tryggt sæti okkar við borðið.
Stúdentamál í fréttum
Stúdentamál voru mikið í fréttum í dag, LÍS birtu niðurstöður könnunar um atvinnumál stúdenta á tímum COVID-19 og stuttu seinna birti Stúdentaráð Háskóla Íslands einnig tölur úr sömu könnun. Jafnframt fór frumvarp um Menntasjóð námsmanna í 3. umræðu á þingi.
Stúdentamál voru mikið í fréttum í dag, LÍS birtu niðurstöður könnunar um atvinnumál stúdenta á tímum COVID-19 og stuttu seinna birti Stúdentaráð Háskóla Íslands einnig tölur úr sömu könnun. Jafnframt fór frumvarp um Menntasjóð námsmanna í 3. umræðu á þingi.
LÍS hafa sent frá sér umsögn og ályktun þar sem fram kemur afstaða stúdenta gagnvart einstökum atriðum frumvarpsins um Menntasjóð námsmanna en helsta breytingin sem hefur átt sér stað á frumvarpinu er að kalli stúdenta eftir vaxtaþaki hefur verið svarað, þó að þakið sé heldur hærra en stúdentar höfðu séð fyrir sér. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið á að eiga sér stað á morgun, en verði frumvarpið að lögum vilja stúdentar minna á að vinnan er rétt að hefjast. LÍS mun halda áfram að fylgjast vel með þróun málsins og koma skoðunum stúdenta á framfæri, til þess að nýtt lánasjóðskerfi þjóni hlutverki sínu og bæti raunverulega kjör stúdenta.
Forseti LÍS, Jóhanna Ásgeirsdóttir ræddi við Stöð 2 í dag um hátt hlutfall atvinnuleysis meðal stúdenta sem er um 40% skv. nýlegri könnun LÍS í samstarfi við SHÍ og MRN. Vísir fjallaði einnig niðurstöður könnunarinnar. Stúdentar fagna atvinnuúrræðum ríkisstjórnarinnar en hafa kallað eftir rétt til atvinnuleysisbóta samhliða auknum atvinnumöguleikum. Stúdentar vinna lang flestir með námi og greiða þar með í atvinnuleysistryggingasjóð. Hvers vegna eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysistryggingunni þegar enga atvinnu er að fá? Jafnvel þeir sem fá vinnu verða fyrir tekjumissi sem þeim munar um, þar sem sumarstörf hins opinbera eru aðeins til tveggja mánaða, en sumarið er þrír mánuðir.
LÍS óttast að stúdentar sem fá ekki vinnu neyðist til þess að hætti í námi til þess eins að eiga rétt á atvinnuleysisbótum.
Atvinnumál og aðstæður námsmanna vegna COVID-19 // Job outlook and well-being of students during COVID-19
LÍS sendu út könnun í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19. Svarendur voru tæplega 2500 og bárust svör frá öllum háskólum landsins en einnig stúdentum erlendis. Könnunin var send út 14. maí og lokuð 26. maí 2020. Niðurstöðurnar sýna, í samanburði við kannanir einstakra háskóla sem gerðar voru í apríl, að staðan hefur lítið skánað: Atvinnuleysi stúdenta er enn um 40%. Í fyrrasumar voru 80% svarenda í fullu eða hlutastarfi, en aðeins 3.5% voru atvinnulaus í virkri atvinnuleit.
English below
LÍS sendu út könnun í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19. Svarendur voru tæplega 2500 og bárust svör frá öllum háskólum landsins en einnig stúdentum erlendis. Könnunin var send út 14. maí og lokuð 26. maí 2020. Niðurstöðurnar sýna, í samanburði við kannanir einstakra háskóla sem gerðar voru í apríl, að staðan hefur lítið skánað: Atvinnuleysi stúdenta er enn um 40%. Í fyrrasumar voru 80% svarenda í fullu eða hlutastarfi, en aðeins 3.5% voru atvinnulaus í virkri atvinnuleit.
Heildarfjöldi háskólanema er um 18000. Ef þessar prósentutölur eru yfirfærðar á heildina þá fæst að um 600 stúdentar voru atvinnulausir síðasta sumar en 7000 sumarið 2020.
Staða atvinnumála stúdenta er því grafalvarleg.
Störf hjá hinu opinbera munu koma fjölda stúdenta til bjargar en hingað til hefur Vinnumálastofnun auglýst aðeins 1500 stöður. Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.
Spurð að því hvort þau geti mætt útgjöldum sínum í sumar svöruðu 54.6% stúdenta að þau gætu það ekki eða munu eiga erfitt með það.
Einnig viljum við benda á að þrátt fyrir fréttir um mikla aðsókn í sumarnám þá hyggst samt 63% stúdenta ekki ætla að nýta sér þann kost. Auk þess geta aðeins 12% stúdenta séð fyrir sér að taka námslán yfir sumartímann og af þeim myndu 7% einungis nýta sér það verði þau áfram atvinnulaus.
LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.
Jafnvel þau sem fá vinnu hjá hinu opinbera þurfa á einhverjum úrræðum að halda þar sem ráðningartímabil starfanna sem ætluð eru stúdentum verður einugis tveir mánuðir. Sumarið er þrír mánuðir og einn mánuður án tekna mun skipta stúdenta máli. Til að mynda telja 45.6% stúdenta 75.000 króna skrásetningargjöld opinberra háskóla íþyngjandi. Af því má ætla skólagjöld einkarekinna skóla séu ekki síður íþyngjandi.
LÍS óttast að stúdentar sem fá ekki vinnu neyðist til þess að hætti í námi til þess eins að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 84.2% vilja sjá stúdentum tryggðan rétt til atvinnuleysisbóta. Auk þess skrifuðu 2600 manns undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta.
Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.
// English //
LÍS sent out a survey in collaboration with Stúdentaráð Háskóla Íslands and Mennta- og menningarmálaráðuneyti on job outlook and well-being of students during COVID-19. The respondents were almost 2500 and responses were received from all the universities in the country as well as from students abroad. The survey was sent out may 14th and closed may 26th 2020. The results show, in comparison to the surveys individual universities conducted in April, that the situation has not improved: Student unemployment is still around 40%. Last summer, 80% of respondents were full-time or part-time employed, while only 3.5% were unemployed in active job search.
The total number of university students is around 18000. If these percentages are transferred overall, then it can be estimated that about 600 students were unemployed last summer but 7000 in the summer of 2020.
The status of students' employment is therefore grave.
Government funded jobs will save a number of students, but so far the Directorate of Labor has only advertised 1500 positions. Summer has started and unemployed students need support now. It is not possible to wait for the next survey or next round of advertised jobs, it will be too late.
Asked if they can meet their expenses this summer, 54.6% of students responded that they could not or would have difficulty doing so.
We would also like to point out that despite news of high enrollment in summer classes, 63% of students do not intend to take advantage of this opportunity. In addition, only 12% of students can imagine taking student loans over the summer, and 7% of them would only take student loans if they remain unemployed.
LÍS is not surprised by this perspective that students do not want to accrue further debt during an economic crisis. Students spend the summer saving money for the winter, but student loans barely enough to subsist on and not high enough to save for the next school year.
Even those who get a job with the public sector need further support as the employment period for students is only two months. The summer is three months and one month without income will have an impact on students. For example, 45.6% of students see the 75,000 ISK registration fee for public universities as a burden. Therefore, private school tuition may be assumed to be no less burdensome.
LÍS fears that students who remain unemployed will be forced to quit their studies in order to be entitled to unemployment benefits. The results of the survey show that 84.2% want to see students receive the right to unemployment benefits. In addition, 2600 people signed LÍS’s call for students to be guaranteed the right to unemployment benefits.
Students’ right to unemployment benefits was revoked in the year 2010, but in the current economic climate as a result of COVID-19 there is an opportunity to correct that inequality and provide students with the same safety net as other working people.