
Er þú næsti markaðstjóri LÍS? / Are you LÍS's new marketing manager?
-English below-
Markaðsstjóri LÍS, Guðbjartur Karl Reynisson, hefur hlotið inngöngu í doktorsnám í Noregi og hefur því ákveðið að stíga til hliðar til þess að einbeita sér að náminu. Við óskum Guðbjarti innilega til hamingju með þennan áfanga og óskum honum alls hins besta!
Við opnum nú fyrir framboð á ný í hlutverk markaðsstjóra. Áhugasamir geta tilkynnt framboð sitt á lis@studentar.is til og með 1. september. Framboðum skulu fylgja kynningarbréf og ferilskrá, en frambjóðendum mun einnig gefast tækifæri til þess að kynna sig á rafrænum fundi með fulltrúaráði, sem munu svo í kjölfarið greiða atkvæði.
Ekki er um launaða stöðu að ræða en við leitum helst að einstaklingi í námi sem tengist markaðsmálum á einhvern hátt sem vill leggja stúdenta hreyfingunni lið samhliða því að öðlast reynslu í kynningarstarfi.
//
LÍS's Marketing Officer, Guðbjartur Karl Reynisson, has been admitted to doctoral studies in Norway and has therefore decided to step aside to focus on his studies. We sincerely congratulate Guðbjartur on this milestone and wish him all the best!
We are now re-opening elections for the position of Marketing Officer. Interested candidates can send a resume and cover letter to lis@studentar.is until September 1st. Candidates will also be given the opportunity to present themselves at an electronic meeting with the Board of Representatives, which will then vote.
This is not a paid position, but we are primarily looking for an individual studying something related to marketing who wants to help the student movement while also gaining experience in promotional work.
Nýr framkvæmdastjóri ráðinn // New executive director hired
Við bjóðum Alyonu Samar hjartanlega velkomna í stöðu framkvæmdastjóra LÍS!
//
We warmly welcome Alyona Samar, LÍS’s new Executive Director!
Við bjóðum Alyonu Samar hjartanlega velkomna í stöðu framkvæmdastjóra LÍS!
Alyona stundar nám við Háskóla Íslands, hún lauk þar nýlega meistaraprófi í alþjóðlegum menntunarfræðum þar sem hún lagði sérstaka áherslu á aðlögum erlendra nema að íslensku háskólasamfélagi og ætlar að nú í haust að vinna að annarri meistaragráðu í alþjóðasamskiptum. Starf framkvæmdastjóra felur í sér umsjón með daglegum rekstri samtakanna og kemur sér því vel að Alyona hefur reynslu af rekstri fyrirtækis. Auk þess hefur hún unnið sem sjálfboðaliði í alþjóðlegu friðarsamtökunum Peace Run og verkefninu Student Refugees Iceland.
//
We warmly welcome Alyona Samar, LÍS’s new Executive Director!
Alyona studies at the University of Iceland, she recently acquired a master’s degree in International Education, where she focused on immigrant students’ adjustment to the Icelandic higher education community, and this fall she will pursue another master’s degree in International Relations. The Executive Director keeps the day-to-day business of the union running, which Alyona is no stranger to as a former manager of a local business. She has also worked as a volunteer for the international non-profit organisation Peace Run and with the project Student Refugees Iceland.
Sálfræðiþjónusta fellur undir sjúkratryggingar
30. júní síðastliðinni var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um sjúkratryggingar en frá og með 1. janúar 2021 mun nauðsynleg sálfræðiþjónusta og önnur gagnreynd samtalsmeðferð heilbrigðisstarfsmanna falla undir tryggingarnar.
Fyrr í vikunni eða 30. júní síðastliðinni var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um sjúkratryggingar en frá og með 1. janúar 2021 mun nauðsynleg sálfræðiþjónusta og önnur gagnreynd samtalsmeðferð heilbrigðisstarfsmanna falla undir tryggingarnar.
LÍS telja þetta mikið fagnaðarefni enda er þetta stórt skref í rétta átt sem sýnir vilja stjórnvalda til að auka aðgengi landsmanna að geðheilbrigðisþjónustu, þar á meðal stúdenta. Samtökin hafa á undanförnum misserum einblínt á úrræði er varðar geðheilbrigði stúdenta sem margir hverjir hafa ekki átt kost á að sækja sálfræðimeðferðir sökum hás kostnaðar. Þörfin fyrir slíka þjónustu sýnir sig bersýnilega í nýlegum könnunum á andlegri líðan stúdenta. Ákall LÍS og aðilarfélaga þeirra eftir bættri sálfræðiþjónustu innan háskólastofnanna hafa leitt til aukningar á ráðningum sálfræðinga til starfa á vegum einstakra háskóla en þó er enn stór hópur stúdenta sem skortir aðgang að slíkri þjónustu.
Þátttaka sjúkratrygginga í kostnaði sálfræðimeðferðar mun þannig vonandi brúa bilið fyrir þá stúdenta sem ekki enn hafa aðgang að skólasálfræðingi og verður hvati fyrir einstaklinga til að sækja sér sálfræðiaðstoðar sem þeir annars hefðu ekki efni á að nýta sér. Enn á þó eftir að koma í ljós hvernig lögin verða útfærð. Lagagreinin leggur áherslu á að sjúkratryggingastofnun geti krafist vottorðs frá lækni sem tilgreini nauðsyn meðferðar fyrir þá sem eftir henni sækjast og sömuleiðis mun ráðherra setja reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar en heimilt verður að setja nánari skilyrði til greiðsluþátttöku sjúkratrygginga.
Það er því von LÍS að útfærsla hinna nýju laga leiði til þess að sálfræðiþjónusta verði í raun aðgengilegri öllum, óháð efnahag og samfélagslegri stöðu einstaklinga.
Auglýsum eftir fjölhæfum, skipulögðum excel snillingi í hlutverk framkvæmdastjóra // Looking for a multitalented, organized excel genius to be our new Executive Director
LÍS auglýsa nú lausa stöðu framkvæmdastjóra í 40% vinnu sem hefst 1. ágúst. // LÍS seek to hire an Executive Officer in a 40% position beginning August 1st.
English below
LÍS auglýsa nú lausa stöðu framkvæmdastjóra í 40% vinnu sem hefst 1. ágúst. Hlutverkið varð til fyrir ári síðan og er tilgangur þess að sinna daglegum rekstri samtakanna og aðstoða embættismenn við að sinna hagsmunagæslu stúdenta. Verkefnin eru fjölbreytt en snúa mest að fjármálum, þ.e. að sinna bókhaldi og sækja um styrki, en einnig skipulag viðburða og fræðslu á vegum samtakanna. Framkvæmdastjórinn er ekki kjörinn í embætti heldur faglega ráðinn og því ópólitískur, en er samt sem áður fullur meðlimur framkvæmdastjórnar á þann hátt að geta tekið þátt í allri þróun, hugmyndavinnu og framkvæmd verkefna. Frábært tækifæri til að þjálfa sig í verkefnastjórnun og leggja sitt að mörkum til stúdentahreyfingarinnar!
Umsóknarfrestur er til 1. júlí, sendið kynningarbréf og ferilskrá á lis@studentar.is
English
LÍS seek to hire an Executive Officer in a 40% position beginning August 1st. The role was created a year ago with the purpose of taking care of the day-to-day operations of the union support officials in fighting for students’ rights. The projects are varied, but most focus on finances, ie. to accounting and grants applications, but also organizing events and training. The Executive Officer is not elected to office but professionally hired and therefore unpolitical, but is nevertheless a full member of the Exective Committee in such a way as to be able to participate in all development, conceptualisation and project execution. A great opportunity gain experience in project management and contribute to the student movement!
Application deadline is july 1st, send cover letter and CV to lis@studentar.is
Frumvarp um Menntasjóð námsmanna orðið að lögum
Á fundi Alþingis þann 8. júní síðastliðinn varð nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna að lögum. Samtökin telja að þær breytingar geta falið í sér mikinn hag fyrir stúdenta í þessu frumvarpi til framtíðar.
Á fundi Alþingis þann 8. júní síðastliðinn varð nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna að lögum. Samtökin telja að þær breytingar geta falið í sér mikinn hag fyrir stúdenta í þessu frumvarpi til framtíðar. Það er tilefni til þess að fagna beinum styrkjum í formi 30% niðurfellingar á höfuðstól láns við lok náms. Í þessu nýja kerfi fá stúdentar einhvern tíma upp á að hlaupa til að klára nám á réttum tíma og einnig heimild er til þess að veita undanþágur ýmsum grundvelli, en það er vilji stúdenta að nýja kerfið feli í sér nægilegan sveigjanleika til að allir geti stundað nám á sínum forsendum óháð bakgrunni. Stefna samtakanna er nú að vinna áfram að bættum hag námsmanna með hinum nýja menntasjóði.
Einnig ber að fagna tilkomu styrkja vegna framfærslu barna. Hátt hlutfall, eða um 30%, stúdenta eru foreldrar og mun þessi viðbót jafna tækifæri fjölskyldufólks til náms. Einnig er það kjarabót að útborganir lána geti verið mánaðarlegar og gera þannig stúdenta minna háða yfirdráttum eða vinnu með námi.
Menntasjóður námsmanna felur í sér ákveðinn árangur stúdentahreyfingarinnar, sem hefur í áraraðir gagnrýnt Lánasjóðinn. Það var hlustað á kröfur stúdenta varðandi vaxtaþak, þó það hefði mátt hafa þakið lægra. Það helsta sem þarf að huga að í framhaldinu er að vanda til verks, þar sem lögin tryggja ekki nægilegri framfærslu, sú upphæð er enn alfarið í hönd sjóðsstjórnar að ákvarða. Nú er spurning um gott samstarf og samtal ríkisstjórnar og stúdenta til þess að tryggja sterkan grunn nýs kerfis. LÍS munu tilnefna þrjá fulltrúa í stjórn MSN og munu þeir fulltrúar nýta þann vettvang til þess að koma sjónarhornum stúdenta á framfæri.