
Menntun á umrótartímum
Annar dagur Landsþings einkenndist af mikilli fræðslu og umræðum um hagsmunamál stúdenta. Dagurinn hófst á kynningu frá Guðrúnu Geirdóttur um rannsókn á áhrifum heimsfaraldursins á kennsluaðferðir í háskólum. Næst var kynning frá Uliönu Furiv á alþjóðlegri rannsókn á sveigjanlegu háskólanámi. Í kjölfar kynninganna voru haldnar vinnustofur þar sem að þinggestir tóku saman þekkingu sína í umræðuhópum. Fyrsta vinnustofan fjallaði um gæði náms og kennslu þar sem að þinggestir ræddu hvernig stúdentar geta haft áhrif á gæði í sínu háskólanámi en þar voru samskiptum og tækifærum til að koma skoðunum sínum á framfæri gert hátt undir höfði.
Næst var horft á erindi frá Hrund Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Festu en kynningin var tekin upp fyrir þingið. Hrund og Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS, áttu samtal í upptökunni um hvaða hlutverki háskólasamfélagið gegnir í loftlagsmálum í kjölfar heimsfaraldurs. Í erindinu var stiklað á stóru um hlutverki stúdenta í að byggja upp sterkt og sjálfbært háskólasamfélag. Í kjölfar erindisins var haldin vinnustofa um sjálfbæra uppbyggingu.
Að lokum var farið yfir endurskoðun gæðastefnu og alþjóðastefnu samtakanna. Stefnurnar voru samþykktar í kjölfar breytingartillaga.
Landsþing LÍS er styrkt af Erasmus+ sem verkefni í flokknum fundir ungs fólks og ráðamanna. Styrkurinn er stúdentum gífurlega mikilvægur enda landsþing æðsta vald LÍS sem tekur stefnumótandi ákvarðanir í hagsmunabaráttu stúdenta.
Fyrsti dagur Landsþings afkastamikill
Landsþing LÍS hófst á Bifröst í gær, 5. mars, með um fimmtíu þinggesti. Þema þingsins er menntun á umrótartímum þar sem að markmið okkar er að kortleggja áhrif Covid-19 á stúdenta.
Dagurinn hófst á ávarpi frá Jóhönnu Ásgeirsdóttur, forseta LÍS, sem lagði mikla áherslu á að stúdentar nýti vettvanginn á Landsþingi til þess að deila reynslu, styðja hvort annað og sameinast í baráttu fyrir bættum kjörum stúdenta.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, flutti áhrifamikið ávarp um sögu Bifrastar og mikilvægi hagsmunabaráttu stúdenta með áherslu á það hvað hefur breyst þökk sé stúdentum. Ávarpinu fylgdu hvatningarorð til stúdenta um að halda áfram baráttunni.
Að loknu ávarpi rektors var farið yfir ýmis praktísk atriði. David Erik Mollberg var kjörinn fundarstjóri þingsins og Eygló María Björnsdóttir og Leifur Finnbogason voru kjörin ritarar þingsins. David tók við fundarstjórn og kynnti starfsemi og fundarsköp Landsþings ásamt hlutverki fundarstjóra, framkvæmdastjórnar og þinggesta. Einnig voru kynntar sóttvarnaraðgerðir. Fundarstjóri tilnefndi trúnaðarmenn þingsins, Derek T. Allen úr framkvæmdastjórn og Erlu Guðbjörgu Hallgrímsdóttur. Kosning fór fram og voru trúnaðarmenn þingsins samþykktir af þinggestum. Að lokum var kynnti kjörstjórn sig, tilkynnti framboð sem bárust fyrir umsóknarfrest og opnaði fyrir framboð í laus embætti. Framboðsferlið var útskýrt. Í kjörstjórn eru Freyja Ingadóttir, Júlíus Andri Þórðarson og Sylvía Lind Birkiland.
Næst hófst fyrirlestur Önnu Báru Unnarsdóttur og Ingibjörgu Magnúsdóttur um Líðan í Covid, tölfræði um námsmenn úr rannsókninni Líðan þjóðar á tímum Covid-19 á vegum Háskóla Íslands. Vinnustofa um áskoranir og lærdóma fyrir stúdenta fylgdi í kjölfar fyrirlestursins.
Eftir hádegishlé voru þingfundir þar sem að farið var yfir og kosið um ársskýrslu og verkáætlun framkvæmdastjórnar ásamt ársreikningi og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Einnig var ný velferðarstefna samtakanna kynnt, farið var yfir breytingartillögur og að lokum var stefna LÍS um velferð samþykkt. Í lok dagsins var ráðist í breytingar á lögum samtakanna en 7 breytingartillögur komu frá framkvæmdastjórn og 5 frá aðildafélögunum.
Dagurinn var einstaklega afkastamikill og framkvæmdastjórn LÍS er ánægð með að hægt var að halda Landsþing í persónu og við þökkum fundargestum fyrir góða mætingu.
Landsþing LÍS er styrkt af Erasmus+ sem verkefni í flokknum Fundir ungs fólks og ráðamanna.
Frambjóðendur til framkvæmdastjórnar LÍS // Candidates running for the Executive Committe of LÍS
Hér má sjá samantekt um þá frambjóðendur sem gefa kost á sér til setu í framkvæmdastjórn 2021-2022
//Here you can see a summary of the candidates running for election to the Executive Board 2021-2022
Frambjóðandi til forseta // Candidate for president
DEREK T. ALLEN
Derek T. Allen er meistaranemi í þýðingafræði innan Háskóla Íslands og núverandi jafnréttisfulltrúi LÍS. Hann er reynslumikill stúdentafulltrúi sem hefur verið á fremstu vígstöðvum þessarar baráttu í yfir þrjú ár. Hann brennur fyrir hagsmunum stúdenta og trúir á getu okkar til að framkvæma jákvæðar breytingar í samfélaginu. Derek stefnir helst á að einblína á fjármál stúdenta þar sem þau varða Menntasjóð Námsmanna og atvinnuréttindi alþjóðlegra stúdenta, en hann er einnig til í að fá allar þínar hugmyndir um fókus næsta starfsárs!
Derek hvetur ykkur til að hafa samband séuð þið með frekari spurningar. Hægt er að senda honum tölvupóst á netfangið derek@studentar.is.
//Derek T. Allen is a master's student in Translation Studies at the University of Iceland as well as being the current Equality Officer for LÍS. He is an experienced student representative who has been at the forefront in the advocacy of students rights for over three years. He is passionate about the interests of students and believes in our ability to make positive changes in society. Derek aims to focus on student finances as they concern the Student Education Fund as well as the employment rights of international students, but he is also open to listen to all your ideas regarding the upcoming year's focus!
Derek encourages you to contact him regarding any further questions. You can send him an e-mail to derek@studentar.is.
Frambjóðendur til varaforseta // Candidates for Vice President
ANNA KRISTÍN JENSDÓTTIR
Ég heiti Anna Kristín Jensdóttir og er með BA-gráðu í félagsráðgjöf og lærð náms- og starfsráðgjafi. Undanfarin ár hef ég talað fyrir bættum hag stúdenta og fólks með fötlun. Á þessu starfsári sem ég hef verið varaforseti hef ég tekið þátt í mörgum af helstu baráttumálum stúdenta eins og til dæmis um nýstofnaðan Menntasjóð námsmanna, málefnum erlendra stúdenta, málefnum fatlaðra með opnun vefsíðunnar Réttinda-Ronju og afleiðingar stúdenta af heimsfaraldri kórónuveirunnar. Ég tel að menntun mín og reynsla geti gagnast vel áfram. Á næsta starfsári vil ég leggja áherslu á að berjast fyrir betri fjárhag fyrir stúdenta, fjölskyldumálum stúdenta auk þess að læra af þeim fordæmalausu tímum sem við höfum búið við undanfarið ár í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Felst það meðal annars í notkun rafrænna prófa, fjarnáms og fjarfunda. Þá vil ég einnig tala fyrir málefnum erlendra stúdenta eins og til dæmis réttindum til þátttöku á vinnumarkaði og réttindum þeirra til framfærslu og fleira. Áfram LÍS.
//My name is Anna Kristín Jensdóttir and I have a BA degree in social work and trained as a study and career counselor. In recent years, I have advocated for the improved benefits of students and people with disabilities. During my tenure as Vice President, I have been involved in many of the major student struggles, such as the newly established Student Education Fund, the issue of foreign students, the issue of the disabled with the opening of the Réttinda-Ronja website and the consequences of the pandemic virus. I believe that my education and experience can be a useful continuation. In the next year, I want to focus on fighting for better finances for students, student family issues as well as learning from the unprecedented times we have experienced in the past year during the corona virus pandemic. This includes the use of online exams, distance learning and distance meetings. I would also like to speak on behalf of foreign students, such as the right to participate in the labor market and their rights to subsistence and other rights. Áfram LÍS!
KOLBRÚN LÁRA KJARTANSDÓTTIR
Ég heiti Kolbrún Lára Kjartansdóttir og er að bjóða mig fram í starf varaforseta LÍS. Ég er 25 ára meistaranemi í leikskólakennarafræðum og áætluð útskrift er í júní 2021. Ég sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands 2018-2020 og hef verið virk í hagsmunabaráttu stúdenta nánast alla háskólagöngu mína. Ég hef síðasta ár starfað sem ritari LÍS, tekið þátt í gæðaúttekt á háskólanámi og verið meðlimur í gæðanefnd LÍS ásamt öðrum verkefnum innan og utan samtakanna. Ég tel að reynsla mín af hagsmunabaráttu stúdenta og þekking á störfum LÍS muni nýtast vel verði ég kjörin í stöðu varaforseta.
//My name is Kolbrún Lára Kjartansdóttir and I am running for the position of Vice President of LÍS. I'm 25 years old and am a master's student in early childhood education. I'll graduate in June 2021. I was a member of the Student Council of the University of Iceland 2018-2020 and have been active in students rights for most of my university years. For the past year, I have worked as the secretary of LÍS, participated in a university study quality review and been a member of the LÍS quality committee along with other projects within and outside the union. I believe that my experience with students' rights and knowledge of LÍS's work will be useful if I am elected to the position of vice president.
Frambjóðandi til markaðsstjóra // Candidate for Marketing Officer
NHUNG HONG THI NGO
Nhung leggur stund á íslensku sem annað mál í Háskóla Íslands. Þar áður lauk hún mastersgráðu í markaðsfræði í Háskóla Reykjavíkur og bachelors gráðu í viðskiptafræði í viðskiptaháskólanum í Víetnam. Nhung hefur öðlast mikla reynslu af því að vinna sem markaðsfræðingur í Víetnömsku markaðsfyrirtæki og þar að auki hefur hún lokið starfsnámi hjá Marel Íslandi. Hún er einnig núverandi markaðsfulltrúi hjá Lís árið 2020-2021.
// Nhung has recently been studying Icelandic as a second language at the University of Iceland, after finishing a master’s degree in Marketing at Reykjavík University and a bachelor degree in Business Administration at the National Economics University of Vietnam. Nhung has acquired ample experience in working as a business developer in a Vietnamese marketing agency as well as a digital marketing intern in Marel Iceland. Besides, she is currently in the position of Marketing Officer in Lís for the operating year 2020 – 2021.
Frambjóðandi til jafnréttisfulltrúa // Candidate for Equal Rights Officer
JONATHAN WOOD
Ég heiti Jonathan Wood og stunda LLM nám í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri. Eftir útskrift stefni ég á doktorsnám við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. Sem einstaklingur sem hefur flutt til Íslands (og stundar fullt nám á íslensku), vona ég að ég komi með sjónarmið margra frá mismunandi þjóðum inn í LÍS, sem kunna að vera vanmetin hingað til og hafa staðið frammi fyrir mismunun. Markmið mitt er að vinna fyrir alla félagsmenn LÍS og að réttindi þeirra séu vernduð og virt, hvort sem það með hagsmunagæslu með jöfnum aðgangi að lánum og sanngjörnum vöxtum, aðstoð við að varpa ljósi á og tala fyrir löggjöf fyrir þá sem eiga við langvarandi heilsufarsleg vandamál að stríða eða bara að vera einhver sem getur bent þér í rétta átt til að fá aðstoð. Eftir að hafa verið fulltrúi í jafnréttisnefnd LÍS, vil ég byggja á grunni fráfarandi og framúrskarandi framkvæmdanefndar og halda stefnunni í rétta átt fyrir alla félaga okkar óháð þjóðerni, háskóla, eða innflytjendastöðu.
//My name is Jonathan Wood, and I'm currently an LLM student at the University of Akureyri studying in their Polar Law Program. I also plan to attend the University of Iceland upon graduation, enrolling in their Political Science PhD program. As someone who has immigrated to Iceland (and currently studying Icelandic intensely), I hope to bring the perspectives of many peoples in LÍS that may be underserved and have faced issues of discrimination. My goal is to work for all LÍS members in having their rights protected and served, whether it be lobbying for equal access to loans and fair interest rates, helping highlight and advocate for legislation for those who have chronic health issues, or merely being someone who can point you in the right direction for help. Having been in LÍS the previous year as a member of the Equal Rights Committee, I would like to build on the foundation from last year's excellent Executive Committee and keep the union headed in the right direction for all of our members regardless of nationality, university, or immigration status.
LÍS auglýsa eftir doktorsnema í launað verkefni / LÍS seek doctoral student for paid project
ATH þessi auglýsing var áður birt 11. jan 2021, við urðum að breyta aðeins upplýsingunum svo hún var tekin niður og hefur nú verið uppfærð. Hér er ekki verið að auglýsa nýja úttekt á doktorsnámi heldur sú sama og var auglýst áður. Umsóknir sem hafa þegar borist eru enn gildar og verða skoðaðar þegar fresturinn rennur út, eftir 25. janúar.
NOTE this ad was previously published on January 11, 2021, we had to change the information so it was taken down and has now been updated. We are not advertising a new review, but the same as was advertised before. Applications that have already been received are still valid and will be examined when the deadline expires, after January 25th.
ATH þessi auglýsing var áður birt 11. jan 2021, við urðum að breyta aðeins upplýsingunum svo hún var tekin niður og hefur nú verið uppfærð. Hér er ekki verið að auglýsa nýja úttekt á doktorsnámi heldur sú sama og var auglýst áður. Umsóknir sem hafa þegar borist eru enn gildar og verða skoðaðar þegar fresturinn rennur út, eftir 25. janúar.
NOTE this ad was previously published on January 11, 2021, we had to change the information so it was taken down and has now been updated. We are not advertising a new review, but the same as was advertised before. Applications that have already been received are still valid and will be examined when the deadline expires, after January 25th.
—English below—
LÍS auglýsa eftir doktorsnema til að taka þátt í úttektarteymi fyrir viðurkenningu á doktorsnámi
LÍS barst þessi beiðni frá Gæðaráði íslenskra háskóla. LÍS mun velja tvo einstaklingana af ólíku kyni til að tilnefna í úttektarteymið, en á endanum er það ákvörðun Gæðaráðs hver verður ráðinn og mun ráðið aðeins velja einn umsækjanda.
Mikilvægar upplýsingar og dagsetningar:
Úttektin mun fara fram á fjarfundum og fá meðlimir í úttektarhóp greitt kr. 450.000 ISK fyrir vinnuna.
Úttektin fer fram á þriggja daga vinnutímabili í vikunni 22.-24. mars ásamt hálfs-dags þjálfun í vikunni 15.-20. mars
Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar.
Sækið um með því að senda bæði ferilskrá og kynningarbréf á india@studentar.is.
Skilyrði:
Doktorneminn skal vera laus allan daginn þá daga sem úttektin fer fram.
Doktorsneminn má ekki stunda nám við eða hafa náin tengsl við háskólann sem úttektin verður gerð á. Við getum veitt upplýsingar um hvaða háskóla um ræðir í tölvupósti, india@studentar.is
Úttektarteymið mun þurfa að skrifa undir yfirlýsingu um hagsmunatengsl til staðfestingar á því að engir hagsmunaárekstrar séu til staðar. Gæðaráðið mun skera úr um hvort um náin tengsl séu að ræða.
Einstaklingurinn má hafa útskrifast úr doktorsnámi en þá ekki fyrir meira en einu ári.
Einstaklingurinn skal vera vel talandi og skrifandi á ensku.
Einstaklingurinn skal hafa reynslu af því að vera stúdent í íslenskum háskóla.
Umsóknir og spurningar skal beina að Gæðastjóra LÍS, Indiu Bríeti, á india@studentar.is.
//
LÍS seek a doctoral student to participate in a review team for the recognition of a doctoral studies program
LÍS received this request from the Quality Board for Icelandic Higher Education. LÍS will select two individuals of different genders to nominate for the review team, but in the end the Quality Board will decide who will be hired and the Board will only select one applicant.
Important information and dates:
The review will take place at teleconferences and members of the team will be paid ISK. 450,000 ISK for their work.
The review will take place over a three-day period in the week of March 22-24 along with half-day training in the week March 15-20.
The application deadline is January 25th.
Apply by sending both you CV and a cover letter to india@studentar.is.
Conditions:
The doctoral student must be available all day on the days of the review.
The doctoral student may not study at, or have close ties with, the university in question. If you are interested in applying, email us and we can give you more information on which university is being reviewed.
The review team will need to sign a declaration of interest to confirm that there is no conflict of interest. The Quality Board will decide whether team members fulfil these parameters.
The individual may have graduated from doctoral studies, but not more than one year ago.
The individual must be fluent in spoken and written English.
The individual must have experience of being a student at an Icelandic university.
Please send any questions and applications to LÍS’ Quality Officer, India Bríet, at india@studentar.is.
Námslán og COVID-19 // Student Loans and COVID-19
Nú í byrjun janúar ættu þau sem sóttu um námslán fyrir haustið 2020 að fá lánin sín útborguð. Við útborgun kemur í ljós hvort stúdent fá greitt miðað við lánsætlun eða hvort lánið skerðist vegna skorts á námsframvindu.
Menntasjóður námsmanna birtu eftirfarandi upplýsingar í desember um hvernig þau munu koma til móts við lántaka vegna COVID-19.
Við teljum mjög mikilvægt að stúdentar viti af úrræðum sem þeim bjóðast af Menntasjóðnum og vonum innilega að þau þjóni sínum tilgangi.
//
Now, at the beginning of January, those who applied for student loans for the fall semester of 2020 should be getting their loans paid out.
The Student Loan Fund published the following information in December on how it will meet the needs of COVID-19 borrowers.
We consider it very important that students are aware of the resources offered to them by the Student Loan Fund and sincerely hope that they serve their purpose.
—English below—
Nú í byrjun janúar ættu þau sem sóttu um námslán fyrir haustið 2020 að fá lánin sín útborguð. Við útborgun kemur í ljós hvort stúdent fá greitt miðað við lánsætlun eða hvort lánið skerðist vegna skorts á námsframvindu.
Stúdentar hafa átt erfiða síðustu mánuði, eins og við flest, en samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands í október sögðu 73% stúdenta að álagið sem fylgt hefur faraldrinum hafi haft neikvæð áhrif námsframvindu.
Nái stúdent ekki að klára allar þær einingar sem þau ætluðu sér væri það mjög skiljanlegt í ljósi aðstæðna en þau þurfa ekki endilega að hafa verið sjálf veik til að hafa orðið fyrir áhrifum faraldurins. Þau kunna að hafa misst vinnuna, þurft að vinna meira en þau ætluðu sér í lykilstarfi, þurft að sinna börnum sem voru í skertri skólavist, þurft að sinna fjarnámi í námi sem var ekki til þess hannað. Af þessum eða öðrum aðstæðum verið að glíma við andleg veikindi, hvað þá þau sem búa við undirliggjandi sjúkdóma og hafa þurft að einangra sig algjörlega.
Menntasjóður námsmanna birtu eftirfarandi upplýsingar í desember um hvernig þau munu koma til móts við lántaka vegna COVID-19.
Ef námsmanni hefur ekki tekist að sinna námi sínu vegna röskunar á hefðbundnu skólastarfi vegna kórónuveirunnar getur nemandi skilað inn staðfestingu skóla á ástundun sinni og óskað í kjölfarið eftir því að fá greitt í samræmi við lánsáætlun sína fyrir önnina.
Ef skipulag skóla breytist og námskeið færast á milli anna og/eða skólaára getur nemandi óskað eftir því að tekið verði tillit til þess við mat á námsárangri.
Ef námsmaður veikist af veirunni og getur ekki sótt skóla eða þreytt próf getur hann óskað eftir að tillit verði tekið til þess við útborgun námsláns.
Við teljum mjög mikilvægt að stúdentar viti af úrræðum sem þeim bjóðast af Menntasjóðnum og vonum innilega að þau þjóni sínum tilgangi. Við hvetjum háskólana til að sýna stúdentum skilning og veita þau vottorð sem þau þurfa til þess fá lánin sín greidd.
Ef þú telur þig eiga rétt á þessum úrræðum en hefur lent í vandræðum gagnvart háskólanum þínum eða lánasjóðnum, sendu okkur skilaboð á lis@studentar.is.
//
Now, at the beginning of January, those who applied for student loans for the fall semester of 2020 should be getting their loans paid out. Upon disbursement, it becomes clear whether the student will be paid based on their loan schedule or whether the loan will be reduced due to a lack of academic progress.
Students have had a difficult past few months, as most everyone has, but according to a survey by the Student Council of the University of Iceland in October, 73% of students said that the stress that has accompanied the pandemic has had a negative effect on their academic progress.
If a student does not manage to complete all the credits they intended, it would be very understandable in light of the circumstances, as they do not necessarily have to have been ill themselves to have been affected by the pandemic. They may have lost their jobs, had to work more than they intended to, especially as frontline workers, had to take care of children who were in reduced schooling, had to study online in a class that was not designed to be online, could be struggling with mental illness, let alone those who live with underlying illnesses and have had to isolate themselves completely.
The Student Loan Fund published the following information in December on how it will meet the needs of COVID-19 borrowers:
If a student has not been able to complete their studies due to a disruption of traditional school work due to the corona virus, the student can submit a school confirmation of their attendence and subsequently request payment in accordance with their loan plan for the semester.
If the organization of the school changes and courses move between semesters and / or school years, the student may request that this be taken into account when assessing academic achievement.
If a student becomes ill with the virus and is unable to attend school or take an exam, they can request that this be taken into account when paying out their student loan.
We consider it very important that students are aware of the resources offered to them by the Student Loan Fund and sincerely hope that they serve their purpose. We encourage universities to show students understanding and provide the certificates they need to get their loans paid out.
If you think you are entitled to these exceptions but have run into problems with your university or the loan fund, please let us know at lis@studentar.is.