
Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn // Candidacy for LÍS’ Executive Committee is Open
Framboðsfrestur er til 19. febrúar, en hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is.
//
The application deadline is February 19th, if you are interested please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is.
—English below—
Í dag, átta vikum fyrir Landsþing, opnar fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2021-2022. Þó að okkur í framkvæmdastjórn líði eins og kjörtímabil okkar sé rétt að byrja þá er strax komið að því að finna flott fólk til að taka við keflinu! Framboðsfrestur er til 19. febrúar, en hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is. Kosið er í embætti á Landsþingi sunnudaginn 7. mars, en tíminn frá þinginu að skiptafundi í lok maí í nýtist í að þjálfa nýja stjórn upp í hlutverkin. Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliða upplýsingar má finna hér.
Mikilvægar upplýsingar:
Starfsárið hefst í júní 2021 og er til maí 2022.
Vinnutungumál LÍS er íslenska.
Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn eru almennt á íslensku.
Kjörgengi hafa…
Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS. (getur til dæmis verið í námi erlendis en samt hluti af SÍNE!)
Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum.
Tvær stöður eru launaðar (forseti og varaforseti) en hinar eru sjálfboðaliðavinna.
Vinnuálag endurspeglar að einhverju marki þessa skiptingu, forseti er almennt í 100% vinnu og varaforseti í 40%. Vinnustundir hinna embættanna fara eftir eðli hlutverksins, en samtökin eiga því miður ekki tök á því að launa allar stöður (vonandi á næstu árum!).















//
Today, eight weeks before the National Assembly, LÍS opens the call for candidates for next year’s Executive Committee. Although we in the current Executive Committee feel like our term just started, it's already time to find some great people to take over! The application deadline is February 19th, if you are interested please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is. Elections will take place at the National Assembly on Sunday March 7th, and the time from the assembly to the hand-over meeting at the end of May will be used to train the new committee for their respective roles. We encourage candidates to familiarize themselves with the union’s laws and procedures, as more information about each position can be found there. You can also contact sitting officials to find out more about their roles, contact information can be found here.
Important information:
The next operating year will begin in June 2021 and last until May 2022.
LÍS' working language is Icelandic.
Our published information is in Icelandic and English but meeting documents are generally in Icelandic.
Eligability to run…
Any university student in Iceland and/or member of an Icelandic student union (e.g. member of SÍNE, the union if Icelandic students abroad).
Candidates may have finished studying, as long as they have been a student within the last two years.
Two positions are salaried (president and vice-president) and the others are volunteers.
This division is reflected in the workload, the president generally works full time and the vice-president part time (40%). The work our for the other roles vary depending on the nature of the work, but unfortunately the union is unable to compensate all executive committee members (this will hopefully change in the next few years!)















TAKTU ÞÁTT! OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í NEFNDIR LÍS
Hefur þú brennandi áhuga á félagsstörfum og hagsmunabaráttu stúdenta? Langar þig til þess að hafa áhrif og eiga möguleikann á að starfa með stúdentum frá öllum háskólum landsins? Lestu þá með!
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í þrjár af nefndum samtakanna: Jafnréttisnefnd, gæðanefnd og markaðsnefnd.
HVAÐ ERU LÍS?
Landssamtök íslenskra stúdenta, eða LÍS, voru stofnuð 3. nóvember 2013 og eru samtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. LÍS eru regnhlífarsamtök og standa að þeim átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis. LÍS er því í forsvari fyrir rúmlega 20 þúsund íslenskra stúdenta.
HVERNIG SÆKI ÉG UM?
Opið er fyrir umsóknir frá 2. janúar til og með 13. janúar. Í umsókn skal eftirfarandi koma fram: Hvaða nefnd þú sækir um í, nafn, menntun, reynsla af félagsstörfum og/eða önnur reynsla sem sem gæti nýst ásamt stuttri lýsingu á ástæðu umsóknar. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um þær lausu stöður sem í boði eru.
Nánar um nefndir með lausar stöður
Gæðanefnd
Brennur þú fyrir eflingu íslensks háskólaumhverfis? Þá er gæðanefndin fyrir þig. Nefndin starfar náið með fjölbreyttum einstaklingum og stofnunum á landsvísu sem vinna að eflingu gæða háskólanáms svo sem Rannís og Gæðaráði íslenskra háskóla. Skemmtileg verkefni eru á döfinni starfsárið 2020-2021 t.d. endurskoðun á stefnu, verkefni tengt upplýsingaöflun o.fl. Öll verkefni hafa það að markmiði að auka þekkingu á gæðamálum meðal íslenskra stúdenta sem og að efla þátttöku þeirra í gæðastarfi háskólanna. Um er að ræða einstakt tækifæri til að efla gæði háskólanáms á Íslandi. Við óskum eftir einum metnaðarfullum og vinnusömum einstakling í nefndina.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Indiu Bríeti Böðvarsdóttur Terry, gæðastjóra LÍS. Netfang: india@studentar.is
Markaðsnefnd
Markaðsnefndin miðar að því að efla sýnileika samtakanna innan íslensks samfélags, hér sérstaklega háskólasamfélagsins. Nefndin heldur utan um vefsíðu samtakanna, samfélagsmiðla og hlaðvarpi, í samvinnu við önnur embætti og nefndir varðandi innihald. Nefndin skipuleggur og framkvæmir tvær markaðsherferðir á hverju ári til þess að vekja athygli á réttindabaráttu stúdenta. Önnur herferðin mun fara af stað í janúar, og er því enn möguleiki á að aðstoða við skipulagningu og framkvæmd seinni herferðarinnar. Einnig ber markaðsnefnd ábyrgð fyrir skipulagningu viðburða samtakanna í samráði við fjármálanefnd. Reynsla og/eða þekking á grafískri hönnun, ritun og/eða samfélagsmiðlum er kostur, en ekki krafa. Laus sæti í nefndinni eru tvö.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Sögu Ýri Hjartardóttir, markaðsstjóra LÍS. Netfang: saga@studentar.is
Jafnréttisnefnd
Jafnréttisnefnd heldur utan um verkefni og viðburði LÍS sem tengjast jafnréttismálum. Nefndin ber ábyrgð á því að jafnrétti sé framfylgt í öllum málum og skal vera framkvæmdastjórn LÍS til ráðgjafar í störfum og málefnum stjórnar. Nefndin mun eiga í samráði við jafnréttisnefndir háskólanna og taka þátt í öðrum verkefnum. Laus sæti í nefndinni eru tvö.
Ef þú vilt fleiri upplýsingar getur þú haft samband við Derek T. Allen, jafnréttisfulltrúa LÍS. Netfang: derek@studentar.is
Participate! JOIN A COMMITTEE IN LÍS
Are you interested in volunteering? Are you enthusiastic about the fight for students’ rights? Do you want to have an impact? Do you want to work with students from all over the country, even the world?
The National Union of Icelandic Students (LÍS) has available seats in three of its committees: the Quality Assurance Committee, the Marketing Committee and the Equal Rights Committee.
WHAT IS LÍS?
The National Union of Icelandic Students, or LÍS, was founded November 3rd, 2013, and is an union for students of higher education in Iceland and for Icelandic students abroad. LÍS is an umbrella organization within which there are eight member unions that represent the students of the University of Akureyri, Bifröst University, the Agricultural University of Iceland, Hólar University College, University of Iceland, Reykjavík University, the Art Academy of Iceland, and for Icelandic students that study abroad. LÍS therefore represents about 20 thousand students.
Further information about the union can be found here
HOW DO I APPLY?
Click the button above! Applications are open from January 2nd until January 13th. Let us know which committee you are interested in, your name, education, experience of social activities and/or other relevant experience and a few sentences describing your motivation for applying. We encourage individuals of any gender to apply for the available positions.
More information on the committees with available positions
QUALITY ASSURANCE COMMITTEE
Are you passionate about improving the Icelandic system of higher education? Then the Quality Assurance Committee is something for you. The Committee is responsible for the engagement of students in quality assurance nationwide and works closely with other units and institutions that work on the improvement of the quality of higher education. E.g. the Icelandic Centre for Research (RANNÍS) and the Quality Council of Icelandic Universities. All projects have a goal of promoting knowledge of quality matters among Icelandic students and inspire their participation. This is a unique opportunity to improve the quality of higher education in Iceland. There is one available seat in the Committee.
If you wish for further information you can contact India Bríet Böðvarsdóttir Terry, the Quality Officer of LÍS. Email: india@studentar.is
MARKETING COMMITTEE
The Marketing Committee aims to promote the union within the Icelandic community and especially the university community. The committee manages the union’s website, social media and podcast, in collaboration with other officers and committees with regard to content. The committee plans and executes two marketing campaigns each year, that highlight specific issues concerning students’ rights and is also responsible for planning the union’s events along with the Finance Committee. Experience and/or knowledge of graphic design, writing and/or social media is an advantage. There are two available seats in the committee.
If you wish for further information you can contact Saga Ýrr Hjartardóttir, Marketing Officer of LÍS. Email: saga@studentar.is
THE EQUAL RIGHTS COMMITTEE
The Equal Rights Committee is involved in and responsible for tasks and events that LÍS undertakes that involve social justice-related affairs. The committee is responsible for overseeing that everyone is equal in all of LÍS’ affairs and shall guide and advise the Executive Committee of LÍS in matters of equality and equal rights. The committee will be working with the equal rights committees and officers of member unions as well as participating in other projects. There are two available seats in the committee.
If you would like further information, you can contact Derek T. Allen, the Equal Rights Officer of LÍS. Email: derek@studentar.is
LOFTSLAGVERKFALLIÐ HLÝTUR JAFNRÉTTISVIÐURKENNINGU JAFNRÉTTISRÁÐS // CLIMATE STRIKE RECEIVES THE EQUALITY COUNCIL’S EQUALITY RECOGNITION IN
Mynd: Loftslagsverkfall
Miðvikudaginn 9. desember hlaut Loftslagsverkfallið jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. Viðurkenningin er veitt fyrir mikilvæg og metnaðarfull störf í þágu jafnréttis. Loftslagsverkfallið hugar að loftslagsmálum og berst fyrir grænni framtíð. Samtökin hlutu þá sérstaka hvatningarviðurkenningu fyrir baráttu þeirra fyrir aðgerðum yfirvalda á sviði loftslagsmála hér á landi. Landssamtök íslenskra stúdenta eru ótrúlega stolt af því að geta unnið með Loftslagsverkfallinu og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.
Í yfirlýsingu Loftslagsverkfallsins er meðal annars vitnað í rökstuðning Jafnréttisráðs fyrir viðurkenningunni, en þar kemur meðal annars fram:
“Það er ekki auðvelt að leysa loftslagsvandann en krafa unga fólksins sem stendur að loftslagsverkfallinu er skýr. Það er nauðsynlegt að skipuleggja aðgerðir í loftslagsmálum með þeim hætti að fjölbreytileiki mannkyns fái að njóta sín og að jafnrétti sé haft að leiðarljósi.
Með þessari viðurkenningu hvetjum við komandi kynslóð til að halda áfram að láta til sín taka á opinberum vettvangi til framtíðar. Öflug forysta ungs fólks í Loftslagsverkfallinu, þar sem stúlkur og ungar konur eru áberandi, gefur góð fyrirheit. Þetta unga fólk krefur okkur sem eldri erum um vönduð vinnubrögð á sama tíma og við fylltumst bjartsýni fyrir framtíðinni.”
Við hlökkum til að fylgjast með og styðja það mikilvæga starf sem Loftslagsverkfallið vinnur.
-- English Below --
Mynd: Loftslagsverkfall
On Wednesday, December 9th, the Climate Strike received the Equality Council’s Equality Recognition. This recognition is given for important and ambitious work towards equality. The Climate Strike fights for climate action and aims to ensure a greener future. The organization received a special encouragement recognition for this exact reason - their fight for climate action in Iceland. The National Union of Icelandic Students is extremely proud to work alongside the Climate Strike and congratulate them on this incredible accomplishment.
In the Climate Strike’s statement, they refer to the following argument given by the Equality Council for the recognition:
“It is not easy to solve the climate problem, but the demands of the young people involved in the climate strike is clear. It is necessary to plan climate action in such a way that humanity’s diversity is enjoyed and equality is a guiding principle.
With this recognition, we encourage the future generation to continue to be involved in the public arena. The strong leadership of young people in the Climate Strike, where girls and young women are prominent, is promising. These young people demand of us, as seniors, good work ethic at the same time as we are optimistic about the future.”
We look forward to following and supporting the important work the Climate Strike is doing.
BM79 - Fulltrúar LÍS á Evrópuþingi stúdenta
Síðastliðinn októbermánuð sóttu fulltrúar LÍS aðalþing (e. Board Meeting) Evrópusambands Stúdenta (European Students’ Union - ESU) en þar fer almennt fram tvisvar á ári, að vori og aftur að hausti. Í ljósi aðstæðna var þingið haldið rafrænt en viðburðarhald var í höndum Landssamtaka Stúdenta í Ungverjalandi, HÖOK, ásamt stjórn ESU. Viðmót fundarins takmarkaði fjölda þátttakenda við tvo fulltrúa frá hverju aðildarfélagi en þess ber að nefna að LÍS senda að jafnaði þrjá fulltrúa á þing samtakanna. Í þetta skipti sóttu þingið alþjóðafulltrúi LÍS, Sylvía Lind Birkiland, og forseti samtakanna, Jóhanna Ásgeirsdóttir.
Síðastliðinn októbermánuð sóttu fulltrúar LÍS aðalþing (e. Board Meeting) Evrópusambands Stúdenta (European Students’ Union - ESU) en þar fer almennt fram tvisvar á ári, að vori og aftur að hausti. Í ljósi aðstæðna var þingið haldið rafrænt en viðburðarhald var í höndum Landssamtaka Stúdenta í Ungverjalandi, HÖOK, ásamt stjórn ESU. Viðmót fundarins takmarkaði fjölda þátttakenda við tvo fulltrúa frá hverju aðildarfélagi en þess ber að nefna að LÍS senda að jafnaði þrjá fulltrúa á þing samtakanna. Í þetta skipti sóttu þingið alþjóðafulltrúi LÍS, Sylvía Lind Birkiland, og forseti samtakanna, Jóhanna Ásgeirsdóttir.
Fundaraðstaða Sylvíu, alþjóðafulltrúa LÍS
Fundaraðstaða Jóu, forseta LÍS
Þingið sjálft stóð yfir í þrjá daga en undanfari þeirra voru tveir dagar af málstofum og fyrirlestrum þar sem kafað var í ýmis viðfangsefni þingfundarins. Einnig fóru fram þá daga framboðsræður til nýrrar stjórnar ESU sem var í þetta skipti kosin til sex mánaða eða fram að næsta vorþingi, enda fara kosningar almennt fram að vori.
Auk kosningar nýrrar stjórnar voru tekin fyrir fjölda málefna á þingfundinum sjálfum. Valdar stefnur og skjöl samtakanna voru tekin til endurskoðanir ásamt því að ný skjöl voru innleidd: Sáttmáli um stefnu ESU í geðheilbrigðismálum stúdenta sem og yfirlýsing samtakanna um húsnæðis- og samgöngumálefni stúdenta sem fellur undir stefnu um félagslega vídd. LÍS fagnar tilkomu beggja skala en þó sérstaklega þess fyrrnefnda sem miðar að því að þrýsta á úrræði tengd geðheilbrigðismálum en LÍS hafa unnið hart að því að beita sér fyrir málefninu, meðal annars með herferðinni „Geðveikt álag“.
LÍS hefur undanfarin misseri átt í nánum samskiptum við MFS, Landsamtökum Færeyskra stúdenta, sem nú standa í umsóknarferli þar sem þau sækjast eftir að aðild að ESU. Kosið var um aðildarumsókn þeirra og samþykkti þingið að veita MFS svokallaða kandídatsaðild sem er aðild án kosningarétts. Í kjölfarið mun teymi fulltrúa frá ESU heimsækja samtökin og kynna sér þeirra starfsemi en niðurstöður teymisins verða bornar upp við þingið að ári liðnu sem svo kýs hvort veita skuli MFS fulla aðild.
Þess ber að nefna að alþjóðafulltrúi LÍS mun eiga sæti í heimsóknarteymi ásamt fulltrúum frá landssamtökum stúdenta í Ungverjalandi og Þýskalandi en val fulltrúa fór fram á þinginu í kjölfar aðildarkosningarinnar. LÍS óskar MFS innilega til hamingju með árangurinn sem er afrakstur áralangs undirbúnings og hafa fulltrúar LÍS tröllatrú á nágrönnum okkar en ekki er óralangt síðan LÍS stóðu í svipuðum sporum. Samtökin fengu kandídatsaðild árið 2015 og urðu fullgildur meðlimur ári seinna en þau tóku þar með við keflinu af Stúdentaráði Háskóla Íslands sem þar til hafði átt sæti í stjórn ESU fyrir hönd íslenskra stúdenta.
Á þingum samtakanna tíðkast gjarnan að aðildarfélög kalli eftir stuðningi annarra meðlima við málefni sem varðar aðstæður í þeirra heimalandi en um er að ræða málefni sem snerta stúdenta að einhverju leiti, beint eða óbeint. Að þessu sinni var kallað eftir stuðningi þingsins varðandi tvö málefni en bæði snerta þau á réttindum almennra borgara og þar með stúdenta. Þingið samþykkti einróma samstöðu með stúdentum í Belarus en þess ber að nefna að LÍS sendi frá sér yfirlýsingu þess strax í kjölfarið og ásamt því að falast eftir stuðningi Mennta- og menningarmálaráðherra við sameiginlega yfirlýsingu ráðherra Evrópska háskólasvæðisins (e. EHEA) þessa efnis. Einnig sýndu meðlimir ESU samstöðu með mótmælendum í póllandi vegna frumvarps á Pólska þinginu sem miðar að því að þrengja til munar lög um þungunarrof þar í landi.
LÍS ásamt öðrum meðlimum ESU sýndu samstöðu með mótmælendum í Póllandi