
Mánaðarlegur pistill forsetans - 30. september 2021
Ágætu lesendur,
Þvílíkur mánuður var september 2021. Þessi fjórði mánuður kjörtímabilsins var mikið fjör sökum þess að allt var að keyra sig í gang. Þessu bjóst ég við, enda er september alltaf stórt völundarhús af mánuði fyrir mörg (sérstaklega fyrir stúdenta), en mikið hefur gerst hinu síðastliðnu 29 daga sem er samtökunum til bóta.
Þó að september tákni oft nýjar byrjanir náðum við að halda yndislegu samstarfi áfram með góðum förunaut Bandalagi háskólamanna, eða BHM. Þetta var staðfest þann 10. þessa mánaðar og var til mikils fögnuðar. Þetta samstarf er okkur mikils virði, en við fáum m.a. fjármagn og skrifstofuaðstöðu frá bandalaginu. Lesa má nánar um skilmála samstarfssamnings hér.
Annað sem gerði september viðburðarríka tímaskeið fyrir samtökin var Haustþing. Haustþing er haldið árlega að hausti, eins og nafnið bendir til. Hér eru LÍS kynnt fulltrúaráði og nefndarmeðlimum og helstu málefnin eru rætt. Í ár höfum við ákveðið að einblína okkur á nýsköpunar- og rannsóknastarf stúdenta og þar af leiðandi snérist umræðan um þessi viðfangsefni. Við fengum frábærar kynningar frá mismunandi hagsmunaaðilum. Annar þeirra er Friðrik Hreinn Sigurðsson fyrir hönd Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands og hinn var Kolbrún Bjargmundsdóttir frá Rannís.
Það sem hefur vakið mest athygli þessum mánuði eru hinsvegar Alþingiskosningar. Þær hafa ekki farið framhjá neinum og umræða um þær hefur ekki heldur róað sig niður í ljósi endurtalningar og breyttra úrslita. Fyrr í þessum mánuði héltu samtökin pallborðsumræðu þar sem frambjóðendur frá ýmsum flokkum mættu til að ræða málefni okkar stúdenta. Þessi pallborðsumræða gekk prýðilega vel og af henni lærðum við mikið. Við óskum þeim sem kjör hlutu til hamingju og við hlökkum innilega til samstarfsins.
Þessi mánuður var eins og enginn annar hingað til. Eins krefjandi og hann var lagði hann niður grundvöllinn fyrir magnað haust sem boðar gott.
Kærar kveðjur,
Derek Terell Allen, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
Opið fyrir umsóknir í nýsköpunar- og rannsóknanefnd LÍS / Open for applications to LÍS' Innovation and Research committee
—English below—
Nýsköpunar- og rannsóknanefnd LÍS leitar að áhugasömum stúdentum sem vilja láta í sig heyra. Nefndin sækist eftir að stuðla að nýsköpunar- og rannsóknastarfi stúdenta með ýmsum hætti. Þróa skal nýsköpunar- og rannsóknastefnu sem verður borin til samþykktar á Landsþingi 2022. Þessi nefnd skal einnig vera tímabundinn tengiliður stúdenta að utanaðkomandi hagsmunaaðilum á þessu sviði, þ.a.m. Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands), með þeim tilgangi að fræðast um þessi málefni og svo færa þessa þekkingu til stúdentahópsins. Forseti samtakanna skal einnig vera forseti þessarar nefndar. Laus sæti í nefndinni verða þrjú. Nefndin er til eins árs.
Umsóknarfresturinn er 30. september. Í umsókninn skal koma fram nafn, menntun, reynsla af félagsstörfum og/eða önnur reynsla sem gæti nýst og stutt lýsing á ástæðu umsóknar. Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Derek Terell Allen, forseta LÍS. Netfang: derek@studentar.is
Við hvetjum alla einstaklinga til að sækja um óháð kyni, uppruna, o.s.frv.
—
LÍS’ Innovation and Research Committee is looking for interested students that want their voices to be heard. The committee seeks to support students’ work in innovation and research in a variety of ways. An innovation and research policy will be developed and proposed in the LÍS General Assembly (Landsþing) in Spring 2022. This committee shall also be a temporary bridge between students and outside parties in this realm (ex: Rannís) so as to obtain knowledge on these issues and impart said knowledge unto students. LÍS’ President will also be the president of this committee. There are three spots in this committee. The committee will stand for about one year.
The deadline is September 30th. Your application must include the following information: name, educational background, experience in volunteer work and/or other useful experience, and a short explanation as to why you are applying. If you want to know more, you can contact Derek Terell Allen, LÍS President. Email address: derek@studentar.is
We encourage people of all backgrounds to apply.
LÍS og BHM endurnýja samstarfssamning á milli sín
—English below—
LÍS og BHM (Bandalag háskólamanna) hafa endurnýjað samstarfssamning til loks maí. Samningurinn veitir okkur m.a. skrifstofuhúsnæði og rétt á þátttöku í stefnumótun bandalagsins um sameiginlega hagsmuna- og réttindamál. LÍS og BHM skulu vera hvor öðrum innan handar, og LÍS munu sérstaklega vera í ráðgefandi hlutverki þar sem það varðar málefni stúdenta. Samningurinn verður endurskoðaður í apríl 2022.
Forseti LÍS Derek Terell Allen og formaður BHM Friðrik Jónsson við undirritun samningsins. Þeir sótthreinsuðu hendurnar á sér beint eftir þessari myndatöku. /// LÍS President Derek Terell Allen and BHM Chairman Friðrik Jónsson at the signing of the partnership agreement. They sanitized their hands immediately after this photo was taken.
Samstarfið á milli þessara vinkla hefur ávallt verið öflugt, og þess vegna er það mikið fagnaðarefni að geta haldið þessu samstarfi gangandi.
///
LÍS and BHM (Bandalag háskólamanna, English name: Icelandic Confederation of University Graduates) have renewed their partnership agreement until the end of May. The agreement provides us with, among other things, office space and the right to help shape the policies of BHM. LÍS and BHM will offer each other support, and LÍS will especially help BHM when it comes to everything relating to students. The contract will be reviewed in April 2022.
The partnership between these organizations has always been strong. It is, therefore, a cause for celebration that we get to continue this partnership.
Fréttir frá LÍS
Undanfarið hefur verið nóg á döfinni hjá LÍS. Þar sem Alþingiskosningar eru að nálgast er það mikilvægt að við nýtum okkar kraft í því að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku stúdenta. Stjórnmálafólk gleymir oft að stúdentar mynda málefnaflokk, þannig er það nauðsynlegt að við komum okkar skoðunum vel á framfæri.
Frá vinstri: María Rut Kristinsdóttir, Derek T. Allen, Kristrún Frostadóttir, Lenya Rún Taha Karim, Steinunn Þóra Árnadóttir, Atli Gíslason, Úlfur Atli Stefaníuson, Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, Tómas A. Tómasson, Birgir Ármannsson og Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Á fimmtudaginn 2. september héldum við pallborðsumræðu í beinu streymi með fjölda frambjóðenda til Alþingis. Þessir frambjóðendur endurspegluðu fjölbreytni landsmanna, enda voru fulltrúar frá langflestum flokkum mættir. Kolbrún Lára Kjartansdóttir, varaforsti LÍS og Úlfur Atli Stefaníuson, ritari LÍS, héltu utan um umræður við frambjóðendur. Spurningar sem umræðustjórar skutu til frambjóðenda voru af ýmsu tagi, en þær vörðuðu allar hagsmunamál stúdenta. Að pallborðinu loknu náði framkvæmdastjórn samtakanna að spjalla við frambjóðendur og fara með þeim í myndatöku. Hægt er að horfa á upptöku af Stúdentaspjallinu með frambjóðendum hér.
Derek, forseti LÍS, á erindi sínu á Fundi fólksins
Þann 3. september flutti forseti LÍS, Derek T. Allen erindi á Fundi fólksins. Þó að nafnið sé í eintölu voru fjöldi funda á þessum viðburði. Erindið sem Derek flutti var á fundi að nafni Ungt fólk - framtíðin á vinnumarkaði. Þar sagði Derek frá niðurstöðum EUROSTUDENT VII könnunar sem birtar voru í heild sinni nýlega. Bent var á stöðu íslenskra stúdenta á vinnumarkaðinum og einnig hversu mikið íslenskir stúdentar ofreyna sig með aukavinnu á meðan náminu stendur. Hægt er að horfa á erindi Dereks hér frá um það bil 3:05:40-3:18:26.
Mikilvægi þess að láta röddina sína heyrast má ekki vanmeta, en með því tryggjum við að breytingar eigi sér stað innan samfélagsins. Við vonum að aðkoma okkar á þessum vettvöngum hafi verið öllum stúdentum til hags.
Mánaðarlegur pistill forsetans - 25. ágúst 2021
Þrír mánuðir sem forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta eru nú liðnir hjá. Ótrúlegt er að korteri kjörtímabilsins er lokið, en Skiptafundur 2021 gæti vel hafa gerst í gær í mínum huga. Ágústmánuðurinn þóttist mér afar skrítinn vegna þess að það var mest unnið á bak við tjöldin í þeim tilgangi að undirbúa fyrir komandi skólaárið. Glæsileg verkefni eru á döfinni og mín væri ánægjan að kynna þau fyrir ykkur lesendum.
Upp á síðkastið hefur verið um að ræða pallborðsumræðu á okkar vegum sem mun vera haldin í tengslum við komandi Alþingiskosningar. Það gleður mig að geta tilkynnt að þessi viðburður verður á 2. september kl. 18-19:30. Frambjóðendur frá 10 flokkum munu svara öllum okkar spurningum um málefni stúdenta í beinu streymi. Við hlökkum svo mikið til að heyra í þessum einstaklingum og stuðla að upplýstri kosningaþátttöku.
Daginn eftir, þann 3. september, mun undirritaður flytja erindi á Fundi fólksins um atvinnumál stúdenta. Fundurinn mun eiga sér stað í Grósku, rétt hjá fjölmennasta menntunarsetri þjóðarinnar Háskóla Íslands. Nánar um þennan fund má lesa hér. Ég get ekki tjáð mig of mikið um þetta hér og nú, en dagskráin hingað til er spennandi og fjölbreytt.
Síðast en ekki síst hefur verið spennandi verkefni að undirbúa fyrir nefndastarf samtakanna. Á hverju ári eru skipaðar nefndir sem starfa á ólíkum sviðum (t.d. í jafnréttismálum, alþjóðamálum, o.s.frv.). Hefur þú áhuga í að vera með okkur í liði er hægt að nálgast fleiri upplýsingar hér og sækja svo um. Þátttaka í nefndum er frábær leið til að kynnast samtökunum og þar með stúdentabaráttunni.
Þetta sumar var afar afkastamikið og skemmtilegt. Haustið boðar einnig mjög vel og ég veit vel að það verða enn skemmtilegri tímar framundan.
——————————————————————
Three months as President of the National Association of Icelandic Students have now passed. It is unbelievable that a quarter of my term has passed, as the 2021 Exchange Meeting could have happened yesterday as far as I’m concerned. August was quite strange to me because most of the work was done behind the scenes in order to prepare for the coming school year. There are great projects on the way and I would be happy to present them to all of you.
Recently, we have discussed the our panel that we will be holding in connection to the upcoming Althingi elections. I am pleased to announce that this event will take place on September 2 at 18-19:30. Candidates from 10 parties will answer all our questions on student affairs on a live stream. We look forward so much to hearing from these individuals and promoting informed voting.
The next day, September 3, yours truly will deliver a speech at Fundur fólksins on students’ employment issues. The meeting will take place in Gróska, right next to the nation's biggest educational center, the University of Iceland. More about this meeting can be read here. I can not comment too much on this here and now, but the program so far is exciting and varied.
Last but not least, it has been exciting to get ready for LÍS’ committees. Every year, committees are appointed that work in different areas (ex: in equality issues, international affairs, etc.). If you are interested in joining the team, you can get more information here and apply. Participation in committees is a great way to get to know the organization as well as the students’ rights battle.
This summer was very productive and fun. I’m excited for the fall as I know that there will be even more fun times ahead.
Bestu kveðjur / Best regards,
Derek Terell Allen