Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Mánaðarlegur pistill forsetans - 30. nóvember 2021

Kæru lesendur,

Nóvembermánuðurinn var sá afkastamesti mánuðurinn hingað til. Þetta tímaskeið bauð upp á ýmis tækifæri til að láta í okkur heyra. Að mínu mati nýttum við þessi tækifæri af stakri prýði, og það gleður mig að geta sagt frá þeim.

9. nóvember átti frábær fundur með Gæðaráði íslenskra háskóla sér stað. Þátttaka í Gæðaráði íslenskra háskóla hefur veitt okkur botnlausan viskubrunn þar sem við getum nýtt okkur þekkingu alþjóðlegra sérfræðinga í gæðamálum. Fundur þessi reyndist vera öllum þátttakendum til mikilla bóta.

Daginn eftir fengum við að vera sýnileg á ráðstefnu sem var undir umsjón Ráðgjafarnefndar íslenskra háskóla, séríslensk stofnun sem sérhæfir sig í gæðamálum. Á þessari ráðstefnu sáu stúdentafulltrúar yfir vinnustofu þar sem rætt var helstu málefnin á sviði gæðamála í smærri hópum. Samvinnan í þessum hópum var glæsileg og aðkoma okkar að þessum viðburði var vel metin.

Viku eftir, á 17. nóvember, var fagnað alþjóðlegum degi stúdenta. Á þessum degi var birt pistil eftir mér um valmöguleikana sem standa núna fyrir okkur á tímum COVID. Við tókum þátt í herferðinni #DontCutOurFuture á samfélagsmiðlum og vorum hluti af stærri heild.

Að lokum voru LÍS með aðkomu að áttugasta og fyrsta stjórnarfundi Evrópusamtaka stúdenta (e. European Students’ Union). Á þeim fundi kom margt fyrir. LÍS komu með tillögu með þeim tilgangi að hvetja samtökin til að takast á við fleiri jafnréttismál en þau sem snerta hinsegin og kynjajafnrétti, en tillagan var felld. Okkar ásamt öðrum samtökum komu með yfirlýsingar í kjölfarið til að mótmæla dóminn. Aðrar stórar fréttir frá þessum fundi eru þær að Meginfélag Føroyskra Stúdenta, einnig þekkt sem MFS, urðu fullgildir meðlimir að ESU. MFS eru færeysk samtök sem hafa verið náinn samstarfsaðili í gegnum tíðina. Við erum mjög spennt fyrir þeirra hönd og hlökkum til enn öflugra samstarfs með þeim.

Þegar allt kemur til alls var þessi mánuður eins yndislegur og hann var krefjandi. Stundum getur það tekið á einstakling að sinna svona mikilli vinnu, en mér þykir það svo ánægjulegt að ég finn varla fyrir því. Miðpunktur starfsársins er eiginlega bara byrjunin af miklu fjöri sem að bíður okkar. Ég hlakka eindregið til að sjá hvað berst næst á fjöruna.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Yfirlýsing um áhrif heimsfaraldursins á skólastarf

—English below—

LÍS vilja að farið er með skólastarf með ábyrgum hætti á meðan heimsfaraldurinn blasir við. Þess vegna hafa samtökin samþykkt yfirlýsingu með þeim vonum að hvetja háskólayfirvöld til skynsamlegra aðgerða. Yfirlýsingin í heild sinni finnst hér fyrir neðan og einnig á þessari slóð: https://static1.squarespace.com/static/5507f2dfe4b0c945f1a3d7eb/t/619b7d4664bf3c1df76b5f17/1637580102459/%C3%81hrif+heimsfaraldursins+%C3%A1+sk%C3%B3lastarf.docx.pdf

LÍS wants for universities to behave responsibly while the pandemic is about. As such, LÍS has approved a statement with the hopes of encouraging university authorities to act wisely during this time. The statement can be seen below (in Icelandic) and also at this link (in Icelandic): https://static1.squarespace.com/static/5507f2dfe4b0c945f1a3d7eb/t/619b7d4664bf3c1df76b5f17/1637580102459/%C3%81hrif+heimsfaraldursins+%C3%A1+sk%C3%B3lastarf.docx.pdf

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Alþjóðlegur dagur stúdenta / International Day of Students #DontCutOurFuture

—English below—

Í dag er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í þvi tilefni viljum vekja athygli á mikilvægi þess að bæta kjör stúdenta fyrir framtíðina. Við sinnum afar þýðingarmiklu hlutverki innan samfélagsins og þess vegna eigum við það besta skilið. Hérna má sjá greinar eftir forseta LÍS og SHÍ í tilefni dagsins: https://www.visir.is/g/20212184251d/geta-ha-skola-nemar-lifad-med-veirunni-

https://www.visir.is/g/20212184131d/-ekki-skera-nidur-fram-tidina-okkar-

Today is the International Day of Students. To celebrate, we would like to shine a light on the importance of our futures. We play a hugely important in society and as such, we deserve the best. Articles from the presidents of LÍS and the Student Council of the University of Iceland (SHÍ) can be found below:

https://www.visir.is/g/20212184251d/geta-ha-skola-nemar-lifad-med-veirunni-

https://www.visir.is/g/20212184131d/-ekki-skera-nidur-fram-tidina-okkar-

#DontCutOurFuture

Read More
Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Rödd stúdenta til umbóta í háskólastarfi - Vinnustofa á vegum ráðgjafarnefndar gæðaráðs

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) tóku þátt í rafrænni vinnustofu á vegum Ráðgjafarnefndar Gæðaráðs miðvikudaginn 10. nóvember 2021. Þátttakendur vinnustofunnar voru gæðateymi, deildarforsetar, kennslunefndir, kennslustjórar (sviða/deilda),  kennsluþróarar, stúdentar og aðrir hagsmunaaðilar og áhugasöm um kennsluþróun. Frá LÍS mættu Derek T. Allen forseti, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, varaforseti og Björgvin Ægir Elisson, gæðastjóri samtakanna.

Fundarstjóri var Guðmunda Smáradóttir, gæða- og mannauðsstjóri, Landbúnaðarháskóla Íslands 

Löng hefð er fyrir því innan háskólasamfélagsins að leita eftir viðhorfum stúdenta til náms og kennslu með kennslukönnunum, ýmist í lok misseris eða með miðmisseriskönnunum. Markmiðið með vinnustofunni var að ræða hvernig megi styrkja rödd stúdenta til umbóta í námi og kennslu með áherslu á hvernig megi bæta ábyrga þátttöku og virkni nemenda sem og endurgjöf frá starfsfólki til stúdenta um hvernig þeirra rödd raunverulega nýtist til úrbóta (e. feedback on feedback). Með umræðum sem fóru fram á vinnustofunum gafst þátttakendum tækifæri til þess að læra hvert af öðru og deila því sem vel er gert (e. best practices).

Byrjað var á stuttum erindum:

  1. Nýjar leiðir til þess að virkja stúdenta til rýni og umbóta – Vaka Óttarsdóttir, gæða og mannauðsstjóri og Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, stúdent og forseti SHA, Háskólanum á  Akureyri.

  2. Reynsla við innleiðingu kennslukannanakerfis við Háskólann í Reykjavík – Rebekka  Helga Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri, Háskólanum í Reykjavík 

  3. Kostir og gallar kennslukannana: hvernig getum við gert betur? – Ása Björk  Stefánsdóttir, forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík og Selma Rún  Friðbjörnsdóttir, stúdent og varaforseti SFHR 

  4. Eftirfylgni við kannanir meðal stúdenta – Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri  kennslusviðs HÍ 

  5. Ánægjukannanir: hvernig hafa þær nýst til umbóta og getum við gert betur? – Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Félagsvísindastofnun  

Eftir erindin voru umræður og tækifæri fyrir spurningar en í öllum erindunum var lögð áhersla á endurgjöf á endurgjöf, þ.e. að kennarar ræði við stúdenta um endurjgöfina. Í umræðunum var rætt um leiðir til að virkja kennara í að virkja stúdenta. LÍS vill sérstaklega vekja athygli á erindum 1. og 3. þar sem leitað var leiða til að gera stúdenta að raunverulegum þátttakendum í ferlinu til umbóta.

Næst var þátttakendum vinnustofunnar skipt í umræðuhópa á vegum LÍS. Spurt var:

  1. Hvaða tæki eru best til þess að koma skoðunum stúdenta um námið á framfæri?

  2. Hvernig er best að bregðast við endurgjöf stúdenta á námið? 

Að lokum sagði hver umræðustjóri stutta samantekt af umræðum hjá sínum hóp en það sem var sameiginlegt var að þátttakendur töldu nauðsynlegt að nota blandaðar aðferðir til að fá víðari sýn á kennslumat og að kynna tilgang kennslukannana fyrir stúdentum. Að lokum var lögð mikil áhersla á þátttöku stúdenta, leiðir fyrir kennara til að virkja stúdenta og að stúdentar ræði við aðra stúdenta um gæðamál en við í LÍS tökum hjartanlega undir þau orð og minnum á stefnu samtakanna um gæði í íslensku háskólasamfélagi sem má lesa hér. Stefnan er skrifuð af stúdentum fyrir stúdenta.

LÍS þakka ráðgjafanefnd gæðaráðs kærlega fyrir að hvetja til samtals um mikilvægi raddir stúdenta til umbóta í háskólastarfi en við munum svo sannarlega halda því áfram.


Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Mánaðarlegur pistill forsetans - 31. október 2021

Að mínu mati einkennist októbermánuðurinn af skipulögðum glundroða. Skólaárið er komið vel í gang og það er nógu mikið að gera fyrir stúdenta í sambandi við miðannarpróf, verkefnaskil, o.s.frv. Þrátt fyrir álagið samt eru stúdentar að standa sig vel á þessum tíma misseris enda þetta álag kom ekki á óvart og nægileg orka er ennþá til staðar. Til viðbótar við núverandi verkefni þurfa stúdentar að hugsa til framtíðarinnar þar sem lok misseris er að nálgast. Á tímabili þessu eru stúdentar að undirbúa sig fyrir það sem bíður þeim, nefnilega lokapróf og ritgerðaskil.

Þessi myndlíking á við starfsemi LÍS þessum mánuði. Starfsárið er löngu byrjað og sem slíkt er nóg að gera. „Miðannarpróf“ kom í formi ferðar til Danmerkur þar sem rætt var um kynjajafnrétti og vellíðan stúdenta. Lært var mikið af þeim frábærum erindum, vinnustofum, og umræðum sem áttu sér stað. Við hlökkum eindregið til að innleiða allar nýjar hugmyndir sem fengnar voru á þessari ráðstefnu.

Framtíðarverkefni hafa einnig verið efst á huga samtakanna, eins og þau hafa verið efst á huga stúdenta. Tveir spennandi viðburðir eru á döfinni sem munu vera upplýsandi sem og skemmtilegir. Annars vegar mun rafræn vinnustofa á vegum Ráðgjafarnefndar íslenskra háskóla vera haldin á 10. nóvember þar sem rætt verður hvernig rödd stúdenta getur verið notað til umbóta í gæðastarfi háskólanna. Svo daginn eftir mun blandaður (rafrænn sem og viðburður) á okkar vegum vera haldinn sem varðar þverfaglegar rannsóknir. Þessir viðburðir skulu vera öllum þátttakendum og áhorfendum til hags.

Read More