
Samantekt af vel heppnuðu Landsþingi LÍS 2023
Landsþing LÍS fór fram á Háskólanum á Akureyri frá 29. mars til 1. apríl. Þema þingsins þetta árið var „Fjölskyldumál stúdenta“. Á dagskrá Landsþings voru fyrirlestrar og vinnustofur tengdar fjölskyldumálum stúdenta og þeim áskorunum sem foreldrar í námi þurfa að upplifa.
Landsþing hófst á miðvikudagskvöldið með skemmtilegri móttöku fyrir gesti þingsins. Landsþingið stóð yfir frá morgni fimmtudags og fram til hádegis á laugardag. Samhliða fyrirlestrum, ávörpum og vinnustofum fóru fram hefðbundin þingstörf eins og lagabreytingar og stefnumótun.
Á Landsþingi LÍS mætast fulltrúar nemendafélaga sem tilheyra LÍS, þ.e. allir háskólar landsins, og einnig fulltrúar frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis. Landsþing LÍS er stærsti samráðsvettvangur nemenda á Íslandi, þar sem þeim býðst tækifæri til að skiptast á skoðunum, taka þátt í umræðum og fá innsýn í mál stúdenta á öðrum sviðum.
Dagskrá Landsþings LÍS í ár var fjölbreytt og innihélt ýmsa fyrirlestra og vinnustofur. Meðal heiðursgesta á Landsþingi var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. Hann hélt opnunarávarp þingsins. Guðmundur fjallaði um stefnu stjórnvalda í málefnum foreldra í námi og hvernig stjórnvöld ætla að beita sér fyrir umbótum á þessu sviði. Bæði fæðingarorlofssjóðurinn og almenn tryggingakerfið falla undir hans ráðuneyti, og því var gangnlegt að hlusta á skoðanir hans um stöðu foreldra í háskólanámi
Einnig komu þær Þórdís Helga Benediktsdóttir og Kristín deildastjóri fæðingarorlofssjóðs og fóru þær yfir starfsemi sjóðsins. Þær kynntu ýmis skilyrði fyrir fæðingarorlofi og ýmsa áhrifaþætti sem gætu skert eða framlengt fæðingarolof eða styrk. Einnig fóru þær yfir fæðingarstyrk námsmanna nánar og þær kröfur sem stúdent þarf að upfylla til þess að eiga rétt á honum.
Síðasti gesturinn var Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, fjölskyldufræðingur hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni, sem fjallaði um mikilvægi tengsla og tengslamyndunar í háskólasamfélaginu með áherslu á foreldra í háskólanámi. Í erindinu "Fjölskylduvænt Háskólasamfélag" fór hún yfir þá þætti sem skipta máli í tengslamyndun, áhrif streitu og hvernig foreldrar geta á heilbrigðan hátt fundið jafnvægi milli fjölskyldulífs og náms. Einnig var fjallað um hugmyndir fjölskyldufræðings um hvernig háskólasamfélagið getur komið til móts við foreldra í námi.
Þakkar framkvæmdastjórn þeim kærlega fyrir komuna.
Fyrir utan fyrirlestra og vinnustofur voru tvær stefnur LÍS samþykktar á Landsþingi. Nýsköpunarstefna, sem sköpuð var út frá afrakstri Landsþings 2022 á Hólum, var einróma samþykkt á Landsþingi, en hana má finna hér: https://studentar.is/s/Stefna-Landssamtaka-islenskra-studenta-um-nyskopun-og-rannsoknir-i-islensku-haskolasamfelagi
Sjálfbærnistefna LÍS var einnig kynnt á Landsþinginu en hún hefur verið í endurskoðun hjá Gæðastjóra LÍS, Kolbrúnu Láru ásamt gæðanefnd. Hún var kynnt og einróma samþykkt á Landsþingi og má sjá hana hér: https://studentar.is/s/Samykkt-sjalfbrnistefna-a-landsingi-2020.pdf
Rebekka Karlsdóttir, forseti SHÍ.
Á Landsþingi voru einnig tvær ályktanir kynntar og samþykktar af þinginu. Alexandra Ýr, forseti LÍS kynnti Ályktun Landsþings Landssamtaka íslenskra stúdenta um stöðu foreldra í námi. Rebekka Karlsdóttir, forseti SHÍ kynnti Ályktun um framtíð háskólastigsins. Þessar ályktanir voru einróma samþykktar og má sjá þær hér: https://studentar.is/frettir-og-greinar/2023/5/12/lyktun-um-framti-hsklastigsins og hér: https://studentar.is/frettir-og-greinar/2023/5/4/lyktun-um-stu-foreldra-nmi
Lilja Margrét, Alexandra Ýr og S. Maggi nýkjörin.
Á Landsþingi LÍS bárust þrjú framboð í framkvæmdastjórn LÍS. Lilja Margrét Óskarsdóttir bauð sig fram í gæðastjóra samtakanna, Alexandra Ýr van Erven bauð sig fram í forseta samtakanna og S. Maggi Snorrason býður sig fram í varaforseta samtakanna. Þau héldu framboðsræður á Landsþingi og hlutu þau öll einróma kjör á Landsþingi.
Landsþing LÍS er ekki einungis málefnavinna heldur er einnig nóg af skemmtun. Nóg var um hópefli og skemmtilegum leikjum á hótelinu á kvöldin. Þinggestir voru orðnir vel samanþjappaðir eftir skemmtilegt Landsþing. Þinggestir fengu einnig tækifæri að fara í vísindaferð á vegum NFHB og SHA í Skógarböðin og áttu þinggestir góða stund þar saman. Á laugardeginum hélt SHA svo frábæra 10 ára afmælisveislu fyrir LÍS. Framkvæmdarstjórn LÍS þakkar SHA kærlega fyrir skemmtilega veislu.
Landsþing LÍS er mikilvægur viðburður sem hefur þann tilgang að vera samráðsvettvangur stúdenta þar sem þeir geta komið saman og skipst á skoðunum, hugmyndum og umræðum um málefni sem snerta stúdenta. Með fjölbreyttri dagskrá, áhugaverðum fyrirlesurum og vinnustofum, og góðri þátttöku þingfulltrúa, veitir Landsþingið góða aðstöðu til að skapa gagnlegt umhverfi fyrir farsælt og faglegt samráð meðal stúdenta á Íslandi.
Þinggestir Landsþings 2023
Framkvæmdarstjórn þakkar SHA kærlega fyrir góða skipulagningu á frábæru Landsþingi, einnig þakkar hún Helgu Lind Mar fyrir fundarstjórn. Að lokum vill hún þakka öllum þinggestum fyrir góða þátttöku og frábært Landsþing.
Myndir teknar af ebf_photovideo á Facebook og Instagram.
Landsþing LÍS 2023
Landsþing LÍS verður haldið að Háskólanum á Akureyri daganna 29. mars - 1. apríl. Yfirskrift þingsins verður að þessu sinni Fjölskyldumál stúdenta. Dagskrá þingsins í ár verður í samræmi við yfirskrift þess og munu eiga sér stað fyrirlestrar og vinnustofur tengdar fjölskyldumálum stúdenta og áskorunum sem oft fylgja.
Mætt verður til Akureyrar miðvikudagskvöld og mun vera haldin móttaka fyrir gesti þingsins sama kvöld. Þinghöld standa yfir frá fimmtudagsmorgni og til hádegis á laugardag. Ásamt fyrirlestrum, ávörpum og vinnustofum munu einnig fara fram hefðbundin þingstörf, þar má nefna; lagabreytingar og stefnumótun.
Á landsþingi LÍS koma saman stúdentafulltrúar frá aðildarfélögum LÍS þ.e. allir háskólar landsins sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis. Landsþing LÍS er stærsti samráðsvettvangur stúdenta á Íslandi þar sem gefst færi á að skiptast á skoðunum, rökræða og fá innsýn í baráttumál stúdenta á öðrum vettvöngum.
Dagskrá LÍS er hin glæsilegasta og samanstendur af hinum ýmsu fyrirlestrum og vinnustofum. Landsþing LÍS fær þann heiður að taka á móti frábærum gestafyrirlesurum og mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félags- og vinnumarkaðsráðherra ávarpa þingið. Einnig mun hún Þórdís Helga Benediktsdóttir fara með fyrirlestur um fæðingarorlofssjóð svo dæmi má nefna.
Dagskrá landsþings má finna hér að neðan.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Félags- og vinnumarkaðsráðherra
Guðmundur mun fjalla um stefnu stjórnvalda í málefnum foreldra í námi og hvernig stjórnvöld hyggjast beita sér fyrir umbótum á þessum sviði. Bæði fæðingarorlofssjóður og almannatryggingakerfið falla undir málefnasvið hans ráðuneytis og því viðeigandi að heyra hans sýn um stöðu foreldra í háskólanámi.
Þórdís og Kristín
Þórdís Helga Benediktsdóttir og Kristín, forstöðumaður og sérfræðingur Fæðingarorlofssjóðs.
Þær munu fjalla um fæðingarorlofskerfið og þá sérstaklega með tilliti til foreldra í námi. Þær munu m.a. ræða um samspil fæðingarorlofs og fæðingarstyrks og koma með ábendingar um hvaða vandamál stúdentar eru að reka sig á í fæðingarorlofskerfinu.
Elísabet Ýrr Steinarsdóttir
Fjölskyldufræðingur hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni
Í erindinu Fjölskylduvænt Háskólasamfélag verður fjallað um mikilvægi tengsla og tengslamyndunar þar sem áhersla verður á foreldra í háskólanámi. Farið verður yfir hvaða þættir skipta máli í tengslamyndun, áhrif streitu og hvernig foreldrar geta á heilbrigðan hátt fundið jafnvægi milli fjölskyldulífs og náms. Einnig verður fjallað um hugmyndir fjölskyldufræðings um hvernig háskólasamfélagið getur komið á móts við foreldra í námi.
Stúdentar vilja heildarúttekt á áhrifum styttingu framhaldsskólanna
Landssamtök íslenskra stúdenta og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa sent mennta- og barnamálaráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra bréf þess efnis að samtökin krefjist þess að lagt verði mat á áhrif þess að námstími til stúdentsprófs var styttur úr fjórum árum í þrjú ár.
Ágæt reynsla er nú komin á endurskipulagningu á námstíma til stúdentsprófs og því mikilvægt að gerð verði heildarúttekt á áhrifum þessarar breytinga. Brýnt er að staða þeirra háskólanema sem koma úr hinu nýja kerfi verði skoðuð í samanburði við þá nemendur sem komu úr því fyrra. Úttektin þarf að taka mið af fjölbreyttum þáttum líkt og líðan stúdenta, gæði náms og undirbúning fyrir háskólanám. Jafnframt þarf að meta hvort þau markmið sem stjórnvöld settu fram með þessari breytingu hafi verið uppfyllt og hvaða önnur áhrif breytingin hefur haft á íslenskt samfélag, tómstundaþátttöku ungmenna og vinnumarkað.
Stúdentar krefjast þess sömuleiðis að fulltrúar Landssamtaka íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema hafi aðkomu að úttektinni og fái aðgang að niðurstöðum hennar.
Stytting námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var umfangsmikil breyting sem hafði víðtæk áhrif á íslenskt samfélag, þar á meðal á starfsemi framhaldsskóla, háskóla, líðan ungmenna og íslenskan vinnumarkað. Þar sem nú hefur hlotist reynsla af styttingunni er ástæða til að taka saman upplýsingar um hvaða árangur hefur náðst með breytingunni og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif hún hefur haft.
Í skýrslu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra frá árinu 2020 um árangur og áhrif þess að námstími til stúdentsprófs var styttur úr fjórum árum í þrjú ár sem unninn var af beiðni Alþingis kemur m.a. fram að mennta- og menningarmálaráðherra hafi áformað að setja af stað verkefni til fimm ára til að leggja samræmt mat á það hversu vel undirbúnir nemendur koma til háskóla með því að fylgjast með þróun námsárangurs. Sú vinna hefur þó enn ekki hafist og því er mikilvægt að hún hefjist sem allra fyrst.
Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2023-2024! / Open for applications for LÍS's executive committee 2023-2024!
Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2023-2024! / Open for applications for LÍS's executive committee 2023-2024!
// English below
LÍS óska eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2023-2024. Framboðsfrestur er til og með 15. mars 2023. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is
Kosið er í embætti á Landsþingi stúdenta sem haldið verður á Akureyri 29. mars til 1. apríl.
Brottför frá Höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar verður með rútu á vegum LÍS í hádegi miðvikudaginn 29. mars.
Mikilvægar upplýsingar:
Það eru fimm embætti í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2023-2024
Forseti
Varaforseti
Gæðastjóri
Alþjóðafulltrúi
Jafnréttisfulltrúi
Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliða upplýsingar má finna hér.
Starfsárið hefst í byrjun júní 2023 og er til lok maí 2024.
Tímabilið frá kosningu embætta á Landsþingi fram að byrjun starfsársins er nýtt til að læra á hlutverkið frá fráfarandi framkvæmdastjórnarmeðlimum samtakanna.
Vinnutungumál LÍS er íslenska
Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn eru almennt á íslensku
Kjörgengi hafa…
Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS
Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum
// ENGLISH
Dear students,
LÍS is opening the call for candidates for our Executive Committee for 2023-2024.
The application deadline is 15th of march, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is
Elections are held at the Student General Assembly which will be held in Akureyri from March 29th to April 1st.
Departure from the capital area to Akureyri will be via bus at noon on Wednesday, March 29th.
Important information:
There are five positions in the executive board of LÍS for the working year 2023-2024
President
Vice President
Quality officer
International officer
Equality officer
We encourage candidates to familiarize themselves with the association's laws and procedures, but more detailed information about each position can be found there. You can also contact our current officials, whose contact details can be found here.
The working year starts at the beginning of June 2023 and ends in May 2024.
The period from the election of offices in the National Assembly until the beginning of the working year is used to learn about the role from the outgoing executive committee.
The working language of LÍS is Icelandic
Material for publication is in both English and Icelandic, but meeting documents are generally in Icelandic
Who can apply for the EC?
Everyone who is studying at an Icelandic university and/or is a member of LÍS's member associations.
Candidates may have completed their studies, if it is less than two years since the end of their studies
Fulltrúaráðsfundur 20. febrúar
Mánudaginn 20. febrúar kl 17:00 verður haldinn fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Haskóla Íslands í stofu 101 á Háskólatorgi. Er það nýjung í starfsemi LÍS að halda fulltrúaráðsfundi í skólum aðildarfélaganna en er það gert til þess að styrkja sambönd þeirra félaga sem mynda LÍS.
Dagksrá fundarins er eftirfarandi:
Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (17:00 - 17:05)
Kynning frá auglýsingaskrifstofunni Sahara um samfélagsmiðla (17:05-18:00)
Fréttir (18:00-18:05)
Auglýsingaherferð (18:05 - 18:10)
Lagabreytingar og fjöldi þingfulltrúa á landsþingi LÍS 2023 (18:10 - 18:45)
Fjárhagsáætlun (18:45 - 19:00)
Kynning á Erasmus Student Network (19:00 - 19:20)
Önnur mál (19:20-19:30)