Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Landsþing færeyskra stúdenta

Meginfelag Føroyskra Studenta (MFS), systursamtök LÍS í Færeyjum buðu tveimur fulltrúum frá LÍS á landsþing MFS í Þórshöfn.

Á nýliðnu starfsári unnu LÍS og MFS að því að styrkja böndin á milli félaganna og héldu til að mynda sameiginlega vinnuhelgi í Reykjavík í febrúar og þá kom forseti MFS á landsþing LÍS á Akureyri.

Forseti og fyrrverandi alþjóðafulltrúi LÍS sóttu þingið í Færeyjum og fengu um leið góða innsýn inn í störf systursamtakanna og stöðu hagsmunabaráttu stúdenta í Færeyjum. Á þinginu voru m.a. fulltrúar frá Stúdentaráði Háskólans í Færeyjum og fulltrúar færeyskra stúdenta í Danmörku og Noregi. 

Háskólanemar á Íslandi og í Færeyjum eiga um margt sameiginlegt. Hátt hlutfall stúdenta í báðum löndum vinna hlutfallslega mikið með námi og því er bættur fjárhagsstuðningur við stúdenta baráttumál á báðum stúdnetum. Þá er stór hluti stúdenta í báðum löndum foreldrar eða með börn undir sinni umsjá.

Føroyar Pride var í haldið í sömu viku og gengu stúdentar saman í göngunni.

LÍS þakkar MFS kærlega fyrir boðið og hlökkum við til þess að styrkja rækta sambandið um komandi ár.

Hópur stúdenta á Pride í Færeyjum

Forester MFS og LÍS við höfuðstöðvar MFS

Forseti og fyrrverandi alþjóðafulltrúi LÍS við aðalbyggingu Háskólans í Færeyjum (Fróðskapasetur Færeyja)

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra // The National Union of Icelandic Students seeks a new CEO

//English below//

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) eru regnhlífarsamtök allra háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. Hlutverk samtakanna er að standa vörð um hagsmuni stúdenta hérlendis sem og hagsmuni íslenskra stúdenta á alþjóðavettvangi og um leið skapa samstarfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög.Samtökin halda utan um verkefni af ýmsum toga sem eiga það sameiginlegt að bæta hagsmuni stúdenta og tryggja jafnrétti til náms.

Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með fjármálum samtakanna

  • Gerð fjárhagsáætlunar og ársreiknings

  • Umsjón með vefsíðu samtakanna

  • Hefur samningsumboð fyrir hönd samtakanna og sækir um styrki

  • Heldur utan um framkvæmd viðburða

Hæfniskröfur: 

  • Þekking og reynsla af fjármálum og bókhaldi er skilyrði

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur 

  • Góð samskiptahæfni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð

  • Áhugi og þekking á hagsmunabaráttu stúdenta er æskileg

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku 

  • Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi

Framkvæmdastjóri verður ráðinn í 40% starf til og með 1. júní 2024 og hefur vinnuaðstöðu á skrifstofu LÍS í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. 

Spurningum um starfið er hægt að beina til forseta LÍS: Alexandra Ýr van Erven, alexandra@studentar.is, s. 6946764

Umsókn sendist á netfang samtakanna lis@studentar.is með kynningarbréfi auk ferilskrár. Umsóknarfrestur er til 23:59 miðvikudaginn 9. Ágúst.

//

The National Union of Icelandic Students seeks a new CEO

The National Union of Icelandic Students is the umbrella organisation for student unions at all universities in Iceland as well as the association of Icelandic students studying abroad. The union's role is to safeguard student rights both in Iceland and of Icelandic students abroad. The organisation manages projects of various kinds.

According to LÍS's law, the managing director handles day-to-day operations and oversees the association's finances. 

Main tasks and responsibilities:

  • Overseeing the association's finances. 

  • Prepares the annual report and budget plan

  • Oversees the organisation's website

  • Contracts and communication with various stakeholders

  • Event management

Qualification

  • Knowledge and experience of finance and accounting

  • An education that is useful in the job is an advantage

  • Good communication skills and independent and disciplined work methods

  • Interest and knowledge about student interest struggle

  • Good knowledge of Icelandic and English

  • Other knowledge and experience that is useful in the job

The CEO will be hired for a 40% position until the 1st of june 2024 and will be situated in LÍS´s headquarters in Borgartún 6, 105 Reykjavík.

Any questions shall be directed to LÍS´s president Alexandra Ýr van Erven, lis@studentar.is, s. 6946764

Applications shall be sent to  lis@studentar.is along with a letter of intent and a CV. Application deadline is at 23:59 the 9th of august. 








Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Könnun á högum foreldra í námi

Landssamtök íslenskra stúdenta leggur fyrir stúdenta könnun á högum foreldra. Könnunin er hluti af rannsókn um aðstæður foreldra í háskólanámi á Íslandi sem er unnin með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Markmið könnunarinnar er að öðlast betri sýn á aðstæður foreldra í námi.

Athugið að könnunin er fyrir alla stúdenta á Íslandi, óháð fjölskyldustöðu. 

Það tekur um það bil 7 mínútur að svara könnuninni. Hægt er að velja um að svara könnunni á íslensku eða ensku.  

Könnunina má finna hér

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Umsögn LÍS vegna tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025

Landssamtökum íslenskra stúdenta hefur borist til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025. LÍS fagnar áherslu stjórnvalda á mikilvægi hugvits og þekkingaröflunar fyrir framtíðarþróun íslensks samfélags og vinnumarkaðs. Til margra ára hafa stúdentar bent á að fjármunum varið í menntun er fjárfesting sem borgar sig margfalt til baka til samfélagsins og má túlka þessar tillögur sem svo að stjórnvöld taki undir þann málflutning. Margt er jákvætt í tillögunni, en hér að neðan verður komið inn á þær helstu athugasemdir sem samtökin hafa við tillöguna.


Umsögnina má finna hér.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Vilt þú sitja í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna?

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem fulltrúi í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna. 

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.

Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur rennur út þann 9. júlí.

Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar: 

  • Ferilskrá.

  • Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar 

Hæfniskröfur eru eftirfarandi:

a) Að umsækjandi sé í háskólanámi eða að ekki sé meira en ár liðið frá því að umsækjandi var háskólanemi.
b) Að umsækjandi hafi reynslu af nýsköpun, praktíska reynslu eða akademíska.

Æskilegt er að umsækjandi:

c) Hafi reynsla af starfi innan stúdentahreyfinga háskólanna.

d) Reynslu af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

e) Hafi reynslu og ánægju af því að vinna í hóp.
f) Sýni mikinn áhuga á starfi stjórnar og að það endurspeglist í kynningarbréfi.


Skipunartími núverandi stjórnar rann út þann 31. mars og er hún skipuð til þriggja ára. LÍS munu tilnefna tvo einstaklinga, hvorn af sínu kyni. Ráðherra háskólamála skipar í stjórnina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust. Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Rannís. Nánari upplýsingar veitir Alexandra Ýr van Erven, forseti LÍS á alexandra@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.



Read More