Samráðsfundur stjórnvalda: Að lifa með veirunni
LÍS var boðið að senda fulltrúa á samráðsfund stjórnvalda: Að lifa með veirunni. Fundurinn fór fram þann 20. ágúst 2020. Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti, sótti fundinn fyrir hönd samtakanna. Meðal annara fundargesta voru fulltrúar samtaka hinna ýmsu hagsmuna hópa: atvinnulífsins, sveitarfélaga, heilbrigðiskerfisins og íþrótta- og menningarstofnanna.
Fundinum var streymt á vef stjórnarráðsins og hægt var að taka þátt í umræðu að heiman á rauntíma. Niðurstöður fundarins verða teknar saman og birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem fólki gefst tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
LÍS var boðið að senda fulltrúa á samráðsfund stjórnvalda: Að lifa með veirunni. Fundurinn fór fram þann 20. ágúst 2020. Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti, sótti fundinn fyrir hönd samtakanna. Meðal annarra fundargesta voru fulltrúar samtaka hinna ýmsu hagsmuna hópa: atvinnulífsins, sveitarfélaga, heilbrigðiskerfisins og íþrótta- og menningarstofnanna.
Fundinum var streymt á vef stjórnarráðsins og hægt var að taka þátt í umræðu að heiman á rauntíma. Niðurstöður fundarins verða teknar saman og birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem fólki gefst tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Fundurinn hófst á örfyrirlestrum en síðan var gestum skipt í umræðuhópa eftir málaflokkum. Í umræðuhópnum um menntun sátu fulltrúar háskóla, framhaldskóla og Sambands íslenskra framhaldskólanema (SÍF).
Rædd voru áhrif sóttvarnaraðgerða á menntun fólks á Íslandi, áskoranir sem menntakerfið stendur frammi fyrir og hugsanlegar lausnir og mótvægisaðgerðir við þeim. Umræðuefnið var viðamikið og horft var bæði til skemmri og lengri tíma áhrifa, þ.e.a.s. hvernig skal koma önninni af stað en einnig hvað þarf að hafa í huga þegar líður á.
Þar ber að nefna nokkur atriði sem fleiri en einn í hópnum báru upp:
Viðvarandi sóttvarnarreglur munu hafa áhrif á félagslíf, líðan, og geðheilsu:
Við núverandi aðstæður getur skipulagt félagslíf ekki átt sér stað
Leita þarf leiða til þess að skapa félagslega nánd á öruggan hátt
Grípa þarf sérstaklega þá sem eru viðkvæmir fyrir og kæmu illa út úr félagslegri einangrun
Fjarnám og staðnám eru ólík
Þörf er á kennsluþróun fjarnáms
Staðnám má ekki víkja alfarið
Gæði náms fela einnig í sér samvinnu og samtal utan kennslustunda, án þessara samskipta rýrna gæði
Fjarnám skal vera aðgengilegur kostur
Þeir sem treysta sér ekki til þess að mæta skulu fá að stunda fjarnám
Útvega þarf örugga vinnuaðstöðu fyrir fólk í fjarnámi, ekki allir búa við aðstæður þar sem er hægt að stunda nám heima
Útvega þarf fjármagn til háskólanna fyrir tækjabúnaði sem þarf til að halda úti fjarkennslu
LÍS bentu sérstaklega á:
Stúdentar, eins og aðrir, glíma mörg við fjárhagserfiðleika á tímum veirunnar
Kannanir stúdentafélaga í vor og sumar leiddu í ljós að staða stúdenta á atvinnumarkaði væri mjög slæm
Það verður að styðja við stúdenta í því að standa straum af kostnaði þess að vera í námi, þar sem líklega margir hafa orðið fyrir tekjumissi í sumar og/eða eru atvinnulaus
Enn þarf að huga að atvinnumöguleikum og stuðningi fyrir stúdenta til að þau geti framfleytt sér og stundað nám
Leiðbeiningar um skólastarf á háskólastigi, sem birtar voru 19. ágúst, voru mörgum ofarlega í huga.
Sérstakar tilslakanir eru þar teknar upp í þeim tilgangi að auðvelda skólastarfi:
Í stað 2 metra nándarreglu gildir 1 metra regla innan háskóla án andlitsgríma.
Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nándarreglunni, s.s. í verklegri kennslu skal nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef.
Nemendur mega sækja vettvangsnám, starfsþjálfun eða heimsóknir á vinnustaði í tengslum við námið, enda sé þar farið eftir reglum um sóttvarnir.
Það er nú von að ekki þurfi að grípa til þess að loka skólum þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra reglu, vegna eðli kennslunnar eða húsnæðisins, en þess í stað verða gerðar varúðarráðstafanir til að tryggja að kennsla geti haldið áfram á sem öruggastan hátt.
En til viðbótar við þessar tilslakanir er kveðið á um sóttvarnarhólf, þ.e. að skipta þurfi nemendum, kennurum og öðru starfsfólki upp í að mesta lagi 100 manna hópa, milli hverra skuli vera enginn samgangur:
Fjöldatakmörkun kveður á um að fleiri en 100 einstaklingar mega ekki koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Ef nemendur, kennarar og annað starfsfólk eru fleiri en 100 þarf að skipta skólanum upp í hólf og tryggja að enginn samgangur (blöndun) sé á milli hólfa. Auðvelt aðgengi að handþvottaaðstöðu og handspritti þarf að vera til staðar. Hvert skilgreint hólf þarf að vera greinilega aðskilið. Þau þurfa að hafa eigin inngang og útgang og enginn samgangur er heimilaður á milli hólfa. Salerni þurfa að vera aðskilin fyrir hvert hólf.
Starfsfólk háskóla og stjórnendur sem tóku þátt í þessum umræðuhóp sögðu frá því að háskólarnir væri í miklum vandræðum með að skipuleggja skólastarf sem uppfyllir þessa kröfur. Ótal ástæður liggja að baki: nemendahópar geta verið mjög stórir og hver nemandi er með ólíka stundarskrá, val milli deilda verður nánast ómögulegt, húsakostur leyfir ekki alltaf skiptingu en helst skortir tíma og starfskrafti til þess að greiða úr þessarri skipulagsflækju.
Þessi gagnrýni og tillögur að lausnum komust til skila að til þríeykisins og ráðherra þegar borðastjórar greindu frá helstu niðurstöðum umræðnanna upp í pontu.
Í pallborðsumræðu í lok dagskrár spurði Bergur Ebbi, fundarstjóri, Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hvernig hægt væri að koma til móts við mótsagnarkenndar kröfur um einfaldari sóttvarnarreglur sem samt taka betur tillit til einstakra aðstæðna. Hennar svar var að það skuli halda samtalinu áfram, þó að óvissan sé mikil þá er samráð helsti lykillinn að lausnum.
Við tökum undir þessi orð og beinum þeim að skólastjórnendum - meðan þau bíða eftir svörum um nákvæma tilhögun á sóttvarnarreglum frá yfirvöldum skal samt tryggja gagnsæi og aðkomu stúdenta. Samráð skal eiga sér stað við stúdenta um þeirra helstu áhyggjur þar sem þeirra mat á áhrifum faraldurins á menntun, líðan og lífskjör þeirra skiptir máli. Við hvetjum stúdenta til þess að leggja til máls um niðurstöður samráðsfundsins á samráðsgáttinnni, en einnig að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við stúdentafulltrúa og skólayfirvöld í sínum háskólum, eða beint til okkar í Landssamtökum íslenskra stúdenta.
Auglýsum eftir doktorsnema í undirnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla
Gæðaráð íslenskra háskólanna hefur falið LÍS að auglýsa eftir doktorsnema í undirnefnd sína sem fjallar um gæði rannsókna, Research Evaluation Advisory Committee (REAC). Nánar um stöðuna má lesa fyrir neðan, upplýsingarnar eru á ensku þar sem vinnutungumál nefndarinnar er enska. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst, sendið ferilskrá og kynningarbréf á gæðstjóra LÍS, Indiu Bríet Böðvarsdóttur Terry india@studentar.is, en einnig má hafa samband við hana ef spurningar vakna.
///
The National Union of Icelandic Students, or LÍS - Landsamtök íslenskra stúdenta, have been asked to nominate a doctoral student as a member of the Research Evaluation Advisory Committee (REAC), a sub-committee of the Quality Board for Icelandic Higher Education. The application deadline is August 28th, to apply please send your CV and a cover letter to LÍS’s Quality Officer, India Bríet Böðvarsdóttir Terry: india@studentar.is, and feel free to reach out to her with any questions about the position.
Gæðaráð íslenskra háskólanna hefur falið LÍS að auglýsa eftir doktorsnema í undirnefnd sína sem fjallar um gæði rannsókna, Research Evaluation Advisory Committee (REAC).
Ath að staðan er til tveggja ára um og er að ræða sjálfboðavinnu.
Nánar um stöðuna má lesa fyrir neðan, upplýsingarnar eru á ensku þar sem vinnutungumál nefndarinnar er enska. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst, sendið ferilskrá og kynningarbréf á gæðstjóra LÍS, Indiu Bríet Böðvarsdóttur Terry india@studentar.is, en einnig má hafa samband við hana ef spurningar vakna.
///
The National Union of Icelandic Students, or LÍS - Landsamtök íslenskra stúdenta, have been asked to nominate a doctoral student as a member of the Research Evaluation Advisory Committee (REAC), a sub-committee of the Quality Board for Icelandic Higher Education. The application deadline is August 28th, to apply please send your CV and a cover letter to LÍS’s Quality Officer, India Bríet Böðvarsdóttir Terry: india@studentar.is, and feel free to reach out to her with any questions about the position.
Here is more informaiton about the role of REAC:
The term is two years, it is an unpaid volunteer position.
With regard to Research Management
● Supporting and offering guidance on the application of the Core Model of evaluation of research management in the QEF, considering the outcomes produced, and advising the
● Quality Board on the further development of the model.
● Ensuring that evaluations of research management complement the Quality Board’s and the
● Quality Council’s focus on enhancing the student learning experience.
● Hosting conferences in collaboration with the Quality Council on the evaluation of research management, to the extent resources permit.
With regard to Research Information
● Advising on the development and use of the Icelandic CRIS system (PURE) to capture research activity.
● Considering how a common data set on key figures from the HEIs published by MESC will contribute to the management and evaluation of research.
● Advising the Quality Board on relevant key statistics on research performance and impact to gather from the Universities (in line with regulation 1368/2018)
With regard to Research Assessment
● Supporting the development of research assessment that incorporates both the development of new knowledge and the use of existing knowledge for benefit beyond Universities – that is, the quality of research outputs and the reach and significance of research impact.
● Providing guidance for the evaluation of research, especially taking into consideration international developments in the evaluation of research management and quality.
Language
The normal working language of the Research Evaluation Advisory Committee will be English.
Er þú næsti markaðstjóri LÍS? / Are you LÍS's new marketing manager?
-English below-
Markaðsstjóri LÍS, Guðbjartur Karl Reynisson, hefur hlotið inngöngu í doktorsnám í Noregi og hefur því ákveðið að stíga til hliðar til þess að einbeita sér að náminu. Við óskum Guðbjarti innilega til hamingju með þennan áfanga og óskum honum alls hins besta!
Við opnum nú fyrir framboð á ný í hlutverk markaðsstjóra. Áhugasamir geta tilkynnt framboð sitt á lis@studentar.is til og með 1. september. Framboðum skulu fylgja kynningarbréf og ferilskrá, en frambjóðendum mun einnig gefast tækifæri til þess að kynna sig á rafrænum fundi með fulltrúaráði, sem munu svo í kjölfarið greiða atkvæði.
Ekki er um launaða stöðu að ræða en við leitum helst að einstaklingi í námi sem tengist markaðsmálum á einhvern hátt sem vill leggja stúdenta hreyfingunni lið samhliða því að öðlast reynslu í kynningarstarfi.
//
LÍS's Marketing Officer, Guðbjartur Karl Reynisson, has been admitted to doctoral studies in Norway and has therefore decided to step aside to focus on his studies. We sincerely congratulate Guðbjartur on this milestone and wish him all the best!
We are now re-opening elections for the position of Marketing Officer. Interested candidates can send a resume and cover letter to lis@studentar.is until September 1st. Candidates will also be given the opportunity to present themselves at an electronic meeting with the Board of Representatives, which will then vote.
This is not a paid position, but we are primarily looking for an individual studying something related to marketing who wants to help the student movement while also gaining experience in promotional work.
Nýr framkvæmdastjóri ráðinn // New executive director hired
Við bjóðum Alyonu Samar hjartanlega velkomna í stöðu framkvæmdastjóra LÍS!
//
We warmly welcome Alyona Samar, LÍS’s new Executive Director!
Við bjóðum Alyonu Samar hjartanlega velkomna í stöðu framkvæmdastjóra LÍS!
Alyona stundar nám við Háskóla Íslands, hún lauk þar nýlega meistaraprófi í alþjóðlegum menntunarfræðum þar sem hún lagði sérstaka áherslu á aðlögum erlendra nema að íslensku háskólasamfélagi og ætlar að nú í haust að vinna að annarri meistaragráðu í alþjóðasamskiptum. Starf framkvæmdastjóra felur í sér umsjón með daglegum rekstri samtakanna og kemur sér því vel að Alyona hefur reynslu af rekstri fyrirtækis. Auk þess hefur hún unnið sem sjálfboðaliði í alþjóðlegu friðarsamtökunum Peace Run og verkefninu Student Refugees Iceland.
//
We warmly welcome Alyona Samar, LÍS’s new Executive Director!
Alyona studies at the University of Iceland, she recently acquired a master’s degree in International Education, where she focused on immigrant students’ adjustment to the Icelandic higher education community, and this fall she will pursue another master’s degree in International Relations. The Executive Director keeps the day-to-day business of the union running, which Alyona is no stranger to as a former manager of a local business. She has also worked as a volunteer for the international non-profit organisation Peace Run and with the project Student Refugees Iceland.
Sálfræðiþjónusta fellur undir sjúkratryggingar
30. júní síðastliðinni var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um sjúkratryggingar en frá og með 1. janúar 2021 mun nauðsynleg sálfræðiþjónusta og önnur gagnreynd samtalsmeðferð heilbrigðisstarfsmanna falla undir tryggingarnar.
Fyrr í vikunni eða 30. júní síðastliðinni var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um sjúkratryggingar en frá og með 1. janúar 2021 mun nauðsynleg sálfræðiþjónusta og önnur gagnreynd samtalsmeðferð heilbrigðisstarfsmanna falla undir tryggingarnar.
LÍS telja þetta mikið fagnaðarefni enda er þetta stórt skref í rétta átt sem sýnir vilja stjórnvalda til að auka aðgengi landsmanna að geðheilbrigðisþjónustu, þar á meðal stúdenta. Samtökin hafa á undanförnum misserum einblínt á úrræði er varðar geðheilbrigði stúdenta sem margir hverjir hafa ekki átt kost á að sækja sálfræðimeðferðir sökum hás kostnaðar. Þörfin fyrir slíka þjónustu sýnir sig bersýnilega í nýlegum könnunum á andlegri líðan stúdenta. Ákall LÍS og aðilarfélaga þeirra eftir bættri sálfræðiþjónustu innan háskólastofnanna hafa leitt til aukningar á ráðningum sálfræðinga til starfa á vegum einstakra háskóla en þó er enn stór hópur stúdenta sem skortir aðgang að slíkri þjónustu.
Þátttaka sjúkratrygginga í kostnaði sálfræðimeðferðar mun þannig vonandi brúa bilið fyrir þá stúdenta sem ekki enn hafa aðgang að skólasálfræðingi og verður hvati fyrir einstaklinga til að sækja sér sálfræðiaðstoðar sem þeir annars hefðu ekki efni á að nýta sér. Enn á þó eftir að koma í ljós hvernig lögin verða útfærð. Lagagreinin leggur áherslu á að sjúkratryggingastofnun geti krafist vottorðs frá lækni sem tilgreini nauðsyn meðferðar fyrir þá sem eftir henni sækjast og sömuleiðis mun ráðherra setja reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar en heimilt verður að setja nánari skilyrði til greiðsluþátttöku sjúkratrygginga.
Það er því von LÍS að útfærsla hinna nýju laga leiði til þess að sálfræðiþjónusta verði í raun aðgengilegri öllum, óháð efnahag og samfélagslegri stöðu einstaklinga.